Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sorglegt að dómsmálaráðherra hafi ekki farið eftir reglum

Jó­hann­es Rún­ar Jó­hanns­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur seg­ir stöð­una sem kom­in er upp eft­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu af­skap­lega sorg­lega. Ís­lenska rík­ið var áð­ur dæmt í Hæsta­rétti fyr­ir að ganga fram­hjá hon­um sem um­sækj­anda í embætti dóm­ara.

Sorglegt að dómsmálaráðherra hafi ekki farið eftir reglum

Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, einn þeirra umsækjenda sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra gekk fram hjá við skipan í embætti dómara við Landsrétt, segir stöðuna í málinu afskaplega sorglega.

Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveðinn var upp í morgun var íslenska ríkið dæmt brotlegt vegna vinnubragða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra þegar hún skipaði fjóra dómara við Landsrétt í trássi við mat hæfnisnefndar sumarið 2017.

„Niðurstaðan kemur ekki á óvart,“ segir Jóhannes Rúnar. „Þetta er staðfesting á því að það átti að fara eftir þeim reglum sem giltu. Það var ekki gert og þar af leiðandi sitjum við uppi með þennan dóm í dag, því miður. Þetta er afskaplega sorglegt. Nú þarf að vinna úr þeirri stöðu sem er komin upp.“

Jóhannes Rúnar var einn þeirra fimmtán umsækjenda sem dómnefnd mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra gerði hins vegar tillögu um að skipti fjórum þeirra út, Jóhannesi Rúnari þar á meðal, fyrir fjóra sem ekki voru metnir á meðal þeirra hæfustu.

Jóhannes Rúnar kærði íslenska ríkið vegna málsins. Í dómi Hæstaréttar í málinu kom fram að dómsmálaráðherra hefði ekki farið eftir þeim reglum sem henni bar að fylgja þegar hún gerði tillögu um að vikið yrði frá áliti dómnefndar. Íslenska ríkið var dæmt  til að greiða Jóhannesi Rúnari og Ástráði Haraldssyni, sem einnig hafði verið metinn á meðal þeirra hæfustu, 700 þúsund krónur hvorum.

Meðal þeirra sem Sigríður skipaði, sem metnir voru minna hæfir en Jóhannes Rúnar, var eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og samflokksmanns Sigríðar. Þá valdi hún eiginmann samstarfskonu sinnar og eiganda lögmannsstofunnar Lex, Jón Finnbjörnsson, fram yfir 29 aðra sem metnir voru hæfari af sérstakri hæfisnefnd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár