Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Séra Gunnar um ásakanir sex kvenna: „Það fær ekkert á mig“

Séra Gunn­ar Björns­son seg­ir að sam­viska sín sé hrein. Sex kon­ur sem Stund­in ræddi við segja hann hafa áreitt sig þeg­ar þær voru á barns- og ung­lings­aldri.

Séra Gunnar Björnsson hafnar því að hafa gengið of langt gagnvart sóknarbörnum sínum og nemendum. Sex konur lýsa kynferðislegri áreitni séra Gunnars við sig á barns- og unglingsaldri í tölublaði Stundarinnar sem út kom í dag. Þær segja að hann hafi í tíð sinni sem sóknarprestur í Bolungarvík, á Flateyri og á Selfossi nýtt sér aðstöðu sína til að kyssa þær og káfa á þeim.

„Þær voru alveg prýðilega efnilegar stúlkur að læra að spila,“ segir Gunnar um konurnar tvær sem lýsa kynferðislegri áreitni hans í píanótímum á Flateyri. „Þetta hins vegar kannast ég alls ekki við. Því miður er þetta algjörlega í mínum huga úr lausu lofti gripið.“

Hann hafnar einnig frásögnum þriggja kvenna á Ísafirði, sem segja hann hafa snert sig með óviðeigandi hætti þegar þær voru á aldrinum níu til fjórtán ára. „Ég get engan veginn kannast við það, því miður. Ég man engan veginn eftir því eða get staðfest það að neinu leyti. Þetta er svona í framhaldi af þessu sem er svo mikið á döfinni núna.“

Hvað varðar mál tveggja stúlkna frá Selfossi sem hann var ákærður fyrir og síðar sýknaður vísar Gunnar alfarið í niðurstöðu Hæstaréttar. „Eins og þú sérð er þetta mjög mikið á döfinni í mannfélaginu, þessar ásakanir,“ segir hann.

„Mér líður bara alveg ljómandi vel. Mér gæti bara ekki liðið betur.“

Aðspurður hvernig honum líði með slíkar ásakanir sóknarbarna og nemenda og hvort hann þurfi eitthvað að endurskoða hegðun sína segir Gunnar ekki þörf á því. „Mér líður bara alveg ljómandi vel. Mér gæti bara ekki liðið betur.“

Gunnar segist að mestu sestur í helgan stein á Selfossi, en hafi stundað einhver prestsstörf undanfarin ár. Hann hafi í fyrra skilað af sér átta ára vinnu við að þýða skýringar við öll 66 rit Biblíunnar á vegum Hins íslenska biblíufélags.

„Það fær ekkert á mig, vinur minn, ég er alveg kominn í gegnum það,“ segir hann. „Þetta fáránlega mál hérna, því miður, það var enginn fótur fyrir því að þetta væri nein ..., enda kom það fram í dómi bæði í héraðsdómi og Hæstarétti að ég hefði ekki komið óviðurkvæmilega fram við kvenfólk.“

Aðspurður hvort samviska hans sé hrein í þessum málum segir Gunnar: „Algjörlega.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár