Minnihluti atvinnuveganefndar vissi ekki að til stæði að umræða um laxeldisfrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar færi fram á þingi á meðan nefndin væri stödd í Noregi til að kynna sér laxeldismál. Þetta segir Albertína Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrsti varaformaður nefndarinnar. „Það er auðvitað allt brjálað yfir þessu í þinginu heima,“ segir Albertína í samtali frá Noregi.
Kristján Þór kynnti frumvarp sitt með grein í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þar sem hann lýsti því meðal annars hvert meginmarkmið þess væri. „Nú hefur frumvarp um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi verið lagt fram á Alþingi. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja lagaumgjörð og stjórnsýslu fiskeldis og að með því að ýta undir að fiskeldi verði sterk og öflug atvinnugrein þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi.“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, segir að hún hafi vitað að frumvarpið kynni að verða sett á dagskrá …
Athugasemdir