Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eigendur Íslandshótela fengu hundruð milljóna í arð

Upp­gang­ur­inn í ferða­þjón­ustu hef­ur skil­að hót­elkeðj­unni millj­arða hagn­aði á und­an­förn­um ár­um en stjórn­end­ur telja ekki svig­rúm til mik­illa launa­hækk­ana.

Eigendur Íslandshótela fengu hundruð milljóna í arð
Umsvifamiklir í hótelgeiranum Feðgarnir Ólafur D. Torfason og Davíð Torfi Ólafsson, hafa byggt upp öflugt fyrirtæki sem rekur 18 hótel og á fjölda fasteigna víða um land. Mynd: MBL / Eggert Jóhannesson

Íslandshótel hafa hagnast um hátt í 4 milljarða í ferðamannagóðærinu frá 2010. Þetta hefur gert eigendum hótelkeðjunnar kleift að greiða sér samtals 832 milljónir í arð, þar af 400 milljónir á undanförnum þremur árum.

Nýlega kom Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, fram í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 1 og gagnrýndi kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. „Langar mig til að borga fólkinu þau laun sem kröfugerð verkalýðsfélaganna hljóðar upp á? Já, ég væri rosalega til í það. Svigrúmið er bara ekki svona,“ sagði hann. „Við vitum það að þetta mun hafa áhrif á verðbólgu.“ 

„Svigrúmið er bara ekki svona“

Eflingu – stéttarfélagi var tilkynnt um það í febrúarlok að eins konar skammarlisti yfir þá starfsmenn sem taka sér flesta veikindadaga hengi uppi á töflu í almennu rými starfsmanna á Grand hóteli, eins þeirra 18 hótela sem tilheyra Íslandskeðjunni. Þetta var, að því er fram kom í tilkynningu frá Eflingu, „aðeins eitt af mörgum atriðum sem hafa gert vinnustaðinn verulega óþægilegan fyrir lægst launaða starfsfólkið þar, sem flest er erlendis frá“. Mannauðsstjóri Íslandshótela hefur vísað þessum ásökunum á bug. 

Aðaleigandinn fékk hundruð milljóna í arð

Samkvæmt nýjasta ársreikningi Íslandshótela var hreinn launakostnaður fyrirtækisins 4 milljarðar árið 2017 og starfsmannafjöldi 775  miðað við heilsársstörf. Í viðtalinu við Davíð kom fram að fólk í lægstlaunuðu hótelstörfunum væri að meðaltali með um 330 til 340 þúsund krónur á mánuði en ynni tvær helgar með vaktaálagi. „Nei nei, þetta eru ekki há laun, það er alveg rétt. Þetta er bara raunveruleiki sem blasir við okkur. Gjarnan myndi ég vilja hækka þetta miklu meira en þau spil sem eru á borðinu, en við þurfum alltaf að horfa á heildaráhrifin,“ sagði hann.

Faðir Davíðs er aðaleigandi hótelkeðjunnar, Ólafur D. Torfason, en hann á 70 prósenta hlut í Íslandshótelum. Af þeim 150 milljóna arðgreiðslum sem runnu út úr fyrirtækinu í fyrra komu meira en 100 milljónir í hlut eignarhaldsfélags Ólafs, ÓDT ráðgjafar ehf. Eigið fé þess nam 12,5 milljörðum í árslok 2017 en þar af var 69,37 prósenta hlutur þess í Íslandshótelum hf. metinn á 11,3 milljarða. ÓDT ráðgjöf hagnaðist um 323,5 milljónir árið 2017 og 675 milljónir árið 2016.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
4
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár