Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eigendur Íslandshótela fengu hundruð milljóna í arð

Upp­gang­ur­inn í ferða­þjón­ustu hef­ur skil­að hót­elkeðj­unni millj­arða hagn­aði á und­an­förn­um ár­um en stjórn­end­ur telja ekki svig­rúm til mik­illa launa­hækk­ana.

Eigendur Íslandshótela fengu hundruð milljóna í arð
Umsvifamiklir í hótelgeiranum Feðgarnir Ólafur D. Torfason og Davíð Torfi Ólafsson, hafa byggt upp öflugt fyrirtæki sem rekur 18 hótel og á fjölda fasteigna víða um land. Mynd: MBL / Eggert Jóhannesson

Íslandshótel hafa hagnast um hátt í 4 milljarða í ferðamannagóðærinu frá 2010. Þetta hefur gert eigendum hótelkeðjunnar kleift að greiða sér samtals 832 milljónir í arð, þar af 400 milljónir á undanförnum þremur árum.

Nýlega kom Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, fram í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 1 og gagnrýndi kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. „Langar mig til að borga fólkinu þau laun sem kröfugerð verkalýðsfélaganna hljóðar upp á? Já, ég væri rosalega til í það. Svigrúmið er bara ekki svona,“ sagði hann. „Við vitum það að þetta mun hafa áhrif á verðbólgu.“ 

„Svigrúmið er bara ekki svona“

Eflingu – stéttarfélagi var tilkynnt um það í febrúarlok að eins konar skammarlisti yfir þá starfsmenn sem taka sér flesta veikindadaga hengi uppi á töflu í almennu rými starfsmanna á Grand hóteli, eins þeirra 18 hótela sem tilheyra Íslandskeðjunni. Þetta var, að því er fram kom í tilkynningu frá Eflingu, „aðeins eitt af mörgum atriðum sem hafa gert vinnustaðinn verulega óþægilegan fyrir lægst launaða starfsfólkið þar, sem flest er erlendis frá“. Mannauðsstjóri Íslandshótela hefur vísað þessum ásökunum á bug. 

Aðaleigandinn fékk hundruð milljóna í arð

Samkvæmt nýjasta ársreikningi Íslandshótela var hreinn launakostnaður fyrirtækisins 4 milljarðar árið 2017 og starfsmannafjöldi 775  miðað við heilsársstörf. Í viðtalinu við Davíð kom fram að fólk í lægstlaunuðu hótelstörfunum væri að meðaltali með um 330 til 340 þúsund krónur á mánuði en ynni tvær helgar með vaktaálagi. „Nei nei, þetta eru ekki há laun, það er alveg rétt. Þetta er bara raunveruleiki sem blasir við okkur. Gjarnan myndi ég vilja hækka þetta miklu meira en þau spil sem eru á borðinu, en við þurfum alltaf að horfa á heildaráhrifin,“ sagði hann.

Faðir Davíðs er aðaleigandi hótelkeðjunnar, Ólafur D. Torfason, en hann á 70 prósenta hlut í Íslandshótelum. Af þeim 150 milljóna arðgreiðslum sem runnu út úr fyrirtækinu í fyrra komu meira en 100 milljónir í hlut eignarhaldsfélags Ólafs, ÓDT ráðgjafar ehf. Eigið fé þess nam 12,5 milljörðum í árslok 2017 en þar af var 69,37 prósenta hlutur þess í Íslandshótelum hf. metinn á 11,3 milljarða. ÓDT ráðgjöf hagnaðist um 323,5 milljónir árið 2017 og 675 milljónir árið 2016.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu