Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sniðganga Eurovision með tónleikum

Í til­efni þess að loka­kvöld ís­lenska for­vals­ins fyr­ir Eurovisi­on fer fram í kvöld verða haldn­ir tón­leik­ar til að sýna sam­töðu með Palestínu­mönn­um.

Sniðganga Eurovision með tónleikum

Í kvöld verða haldnir svokallaðir sniðgöngutónleikar eða Sniðgöngutónleikar/Apartheid-free Eurovision Party! vegna úrslita Söngvakeppninnar 2019 á skemmtistaðnum Húrra.

„Í tilefni þess að lokakvöld íslenska forvalsins fyrir Eurovision fer fram laugardagskvöldið 2. mars, þrátt fyrir háværa kröfu fyrir því að Ísland sniðgangi keppnina í ár, meðal annars í formi þúsunda undirskrifta, verða haldnir tónleikar til að sýna samstöðu með Palestínumönnum,“ segir í tilkynningu frá tónleikahöldurum. „Þar geta tónleikagestir dillað sér án þess að styðja við mannréttindabrot ísraelska ríkisins gegn Palestínumönnum og stutt við sniðgönguákall Palestínumanna.“

Eyja Orradóttir er einn skipuleggjenda tónleikana. Hún segir að vegna þess að RÚV hafi ákveðið að taka þátt í Eurovision, þrátt fyrir háværa kröfu um að gera það ekki, hafi hún og fleiri ákveðið að skipuleggja tónleika. „Þegar RÚV ákvað að taka samt sem áður þátt var ákveðið að skipuleggja aðra valmöguleika fyrir þá sem vilja sýna sniðgönguákalli Palestínumanna samstöðu, en tónleikarnir fara fram á sama tíma og úrslitakvöld Söngvakeppninnar,“ segir Eyja.

Eyja segir fjölbreyttan hóp standa baki tónleikunum ásamt Félaginu Ísland Palestínu. Hún segir sniðgöngu vera þá aðferð sem Palestínumenn hafi kallað eftir og þeir sem komi að tónleikunum vilji hlýða því kallinu. „Sniðganga er eitthvað sem ísraelsk stjórnvöld óttast mjög, en lög voru samþykkt árið 2011 í ísraelska þinginu gegn öllum þeim sem hvetja til sniðgöngu á ísraelskum vörum og viðburðum. Sniðganga hefur sýnt sig sem mikilvægt vopn í baráttunni fyrir frjálsri Palestínu,“ segir hún.

„Sniðganga hefur sýnt sig sem mikilvægt vopn í baráttunni fyrir frjálsri Palestínu.“

„Fólk vill oft aðskilja poppkúltúr frá pólitík, sérstaklega þegar það hentar þeim, en við viljum snúa upp á það með ramm pólitískum tónleikum,“ segir Eyja. 

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, hljómsveitarmeðlimur Stormy Daniels, segir mikilvægt að koma því á framfæri að sniðganga þýði ekki, að það sé ekki hægt, að gera eitthvað skemmtilegt. Hljómsveitin Stormy Daniels styðji glöð við baráttu Palestínumanna og sé óhrædd við að taka afstöðu „Sniðganga snýst ekki um að sitja heima með hendur í skauti,“ segir hún. „Það er einhver pönk stemming í hljómsveitunum sem koma fram, ég fíla það.“

Þá segir Salvör að það verði ekki minni orka og stemming á Húrra í kvöld en í Laugardalshöllinni þar sem Söngvakeppnin er haldin.

„Það er einhver pönk stemming í hljómsveitunum sem koma fram, ég fíla það.“

Tónleikarnir byrja kl. 20:30 á Húrra í kvöld og fram koma JóiPé og Króli, Stormy Daniels, Bagdad Brothers, Gróa og Hórmónar. Eyja segir þetta allt vera hljómsveitir sem styðja ákallið um sniðgöngu. Tónleikarnir eru þeir fyrstu af tveimur en næstu tónleikar verða haldnir í kringum í úrslitakvöldið í Tel Aviv og verða að sögn Eyju miklu stærri.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu