Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sniðganga Eurovision með tónleikum

Í til­efni þess að loka­kvöld ís­lenska for­vals­ins fyr­ir Eurovisi­on fer fram í kvöld verða haldn­ir tón­leik­ar til að sýna sam­töðu með Palestínu­mönn­um.

Sniðganga Eurovision með tónleikum

Í kvöld verða haldnir svokallaðir sniðgöngutónleikar eða Sniðgöngutónleikar/Apartheid-free Eurovision Party! vegna úrslita Söngvakeppninnar 2019 á skemmtistaðnum Húrra.

„Í tilefni þess að lokakvöld íslenska forvalsins fyrir Eurovision fer fram laugardagskvöldið 2. mars, þrátt fyrir háværa kröfu fyrir því að Ísland sniðgangi keppnina í ár, meðal annars í formi þúsunda undirskrifta, verða haldnir tónleikar til að sýna samstöðu með Palestínumönnum,“ segir í tilkynningu frá tónleikahöldurum. „Þar geta tónleikagestir dillað sér án þess að styðja við mannréttindabrot ísraelska ríkisins gegn Palestínumönnum og stutt við sniðgönguákall Palestínumanna.“

Eyja Orradóttir er einn skipuleggjenda tónleikana. Hún segir að vegna þess að RÚV hafi ákveðið að taka þátt í Eurovision, þrátt fyrir háværa kröfu um að gera það ekki, hafi hún og fleiri ákveðið að skipuleggja tónleika. „Þegar RÚV ákvað að taka samt sem áður þátt var ákveðið að skipuleggja aðra valmöguleika fyrir þá sem vilja sýna sniðgönguákalli Palestínumanna samstöðu, en tónleikarnir fara fram á sama tíma og úrslitakvöld Söngvakeppninnar,“ segir Eyja.

Eyja segir fjölbreyttan hóp standa baki tónleikunum ásamt Félaginu Ísland Palestínu. Hún segir sniðgöngu vera þá aðferð sem Palestínumenn hafi kallað eftir og þeir sem komi að tónleikunum vilji hlýða því kallinu. „Sniðganga er eitthvað sem ísraelsk stjórnvöld óttast mjög, en lög voru samþykkt árið 2011 í ísraelska þinginu gegn öllum þeim sem hvetja til sniðgöngu á ísraelskum vörum og viðburðum. Sniðganga hefur sýnt sig sem mikilvægt vopn í baráttunni fyrir frjálsri Palestínu,“ segir hún.

„Sniðganga hefur sýnt sig sem mikilvægt vopn í baráttunni fyrir frjálsri Palestínu.“

„Fólk vill oft aðskilja poppkúltúr frá pólitík, sérstaklega þegar það hentar þeim, en við viljum snúa upp á það með ramm pólitískum tónleikum,“ segir Eyja. 

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, hljómsveitarmeðlimur Stormy Daniels, segir mikilvægt að koma því á framfæri að sniðganga þýði ekki, að það sé ekki hægt, að gera eitthvað skemmtilegt. Hljómsveitin Stormy Daniels styðji glöð við baráttu Palestínumanna og sé óhrædd við að taka afstöðu „Sniðganga snýst ekki um að sitja heima með hendur í skauti,“ segir hún. „Það er einhver pönk stemming í hljómsveitunum sem koma fram, ég fíla það.“

Þá segir Salvör að það verði ekki minni orka og stemming á Húrra í kvöld en í Laugardalshöllinni þar sem Söngvakeppnin er haldin.

„Það er einhver pönk stemming í hljómsveitunum sem koma fram, ég fíla það.“

Tónleikarnir byrja kl. 20:30 á Húrra í kvöld og fram koma JóiPé og Króli, Stormy Daniels, Bagdad Brothers, Gróa og Hórmónar. Eyja segir þetta allt vera hljómsveitir sem styðja ákallið um sniðgöngu. Tónleikarnir eru þeir fyrstu af tveimur en næstu tónleikar verða haldnir í kringum í úrslitakvöldið í Tel Aviv og verða að sögn Eyju miklu stærri.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár