Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heiðveig María: Sjómannafélagið axli ábyrgð og boði til kosninga

Sjó­manna­fé­lagi Ís­lands var óheim­ilt að reka Heið­veigu Maríu Ein­ars­dótt­ur úr fé­lag­inu. Fé­lag­ið greið­ir eina og hálfa millj­ón króna í rík­is­sjóð í sekt, sam­kvæmt nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms.

Heiðveig María: Sjómannafélagið axli ábyrgð og boði til kosninga

Sjómannafélagi Íslands var óheimilt að reka Heiðveigu Maríu Einarsdóttur úr félaginu. Þetta er niðurstaða Félagsdóms, sem dæmdi í dag Sjómannafélagið til að greiða eina og hálfa milljón króna í ríkissjóð í sekt og Heiðveigu Maríu 750 þúsund krónur í málskostnað. Vill hún að þeir sem að ákvörðuninni stóðu axli ábyrgð.

Heiðveig María var rekin úr félaginu á þeim grundvelli að hún hefði unnið gegn því með gagnrýni á stjórn þess og starfsmenn. Hún bauð sig fram til formanns í félaginu í haust, en framboðslistum hennar var hafnað af kjörstjórn. Dómurinn telur að breyta þurfi lögum Sjómannafélagsins þar sem segi að félagsmenn þurfi að greiða til félagsins í þrjú ár til þess að öðlast kjörgengi. Var því ákvæði beitt til að hafna lista Heiðveigar Maríu.

„Þetta var það sem við héldum fram allan tímann og þetta er staðfesting á því að þessi brottvikning og þriggja ára regla hafi verið ólögmæt,“ segir Heiðveig María. „Ég get svo sem ekki annað gert í framhaldinu en að gera þá kröfu að þeir sem að þessu stóðu axli ábyrgð og boði til kosninga. Ekki bara fyrir mig heldur alla félagsmenn.“

Félagsdómur telur að lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar í ferlinu og að skýr ásetningur hafi verið til staðar um að koma í veg fyrir að Heiðveig María gæti haft áhrif á stjórn félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár