Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heiðveig María: Sjómannafélagið axli ábyrgð og boði til kosninga

Sjó­manna­fé­lagi Ís­lands var óheim­ilt að reka Heið­veigu Maríu Ein­ars­dótt­ur úr fé­lag­inu. Fé­lag­ið greið­ir eina og hálfa millj­ón króna í rík­is­sjóð í sekt, sam­kvæmt nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms.

Heiðveig María: Sjómannafélagið axli ábyrgð og boði til kosninga

Sjómannafélagi Íslands var óheimilt að reka Heiðveigu Maríu Einarsdóttur úr félaginu. Þetta er niðurstaða Félagsdóms, sem dæmdi í dag Sjómannafélagið til að greiða eina og hálfa milljón króna í ríkissjóð í sekt og Heiðveigu Maríu 750 þúsund krónur í málskostnað. Vill hún að þeir sem að ákvörðuninni stóðu axli ábyrgð.

Heiðveig María var rekin úr félaginu á þeim grundvelli að hún hefði unnið gegn því með gagnrýni á stjórn þess og starfsmenn. Hún bauð sig fram til formanns í félaginu í haust, en framboðslistum hennar var hafnað af kjörstjórn. Dómurinn telur að breyta þurfi lögum Sjómannafélagsins þar sem segi að félagsmenn þurfi að greiða til félagsins í þrjú ár til þess að öðlast kjörgengi. Var því ákvæði beitt til að hafna lista Heiðveigar Maríu.

„Þetta var það sem við héldum fram allan tímann og þetta er staðfesting á því að þessi brottvikning og þriggja ára regla hafi verið ólögmæt,“ segir Heiðveig María. „Ég get svo sem ekki annað gert í framhaldinu en að gera þá kröfu að þeir sem að þessu stóðu axli ábyrgð og boði til kosninga. Ekki bara fyrir mig heldur alla félagsmenn.“

Félagsdómur telur að lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar í ferlinu og að skýr ásetningur hafi verið til staðar um að koma í veg fyrir að Heiðveig María gæti haft áhrif á stjórn félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár