Heiðveig María: Sjómannafélagið axli ábyrgð og boði til kosninga

Sjó­manna­fé­lagi Ís­lands var óheim­ilt að reka Heið­veigu Maríu Ein­ars­dótt­ur úr fé­lag­inu. Fé­lag­ið greið­ir eina og hálfa millj­ón króna í rík­is­sjóð í sekt, sam­kvæmt nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms.

Heiðveig María: Sjómannafélagið axli ábyrgð og boði til kosninga

Sjómannafélagi Íslands var óheimilt að reka Heiðveigu Maríu Einarsdóttur úr félaginu. Þetta er niðurstaða Félagsdóms, sem dæmdi í dag Sjómannafélagið til að greiða eina og hálfa milljón króna í ríkissjóð í sekt og Heiðveigu Maríu 750 þúsund krónur í málskostnað. Vill hún að þeir sem að ákvörðuninni stóðu axli ábyrgð.

Heiðveig María var rekin úr félaginu á þeim grundvelli að hún hefði unnið gegn því með gagnrýni á stjórn þess og starfsmenn. Hún bauð sig fram til formanns í félaginu í haust, en framboðslistum hennar var hafnað af kjörstjórn. Dómurinn telur að breyta þurfi lögum Sjómannafélagsins þar sem segi að félagsmenn þurfi að greiða til félagsins í þrjú ár til þess að öðlast kjörgengi. Var því ákvæði beitt til að hafna lista Heiðveigar Maríu.

„Þetta var það sem við héldum fram allan tímann og þetta er staðfesting á því að þessi brottvikning og þriggja ára regla hafi verið ólögmæt,“ segir Heiðveig María. „Ég get svo sem ekki annað gert í framhaldinu en að gera þá kröfu að þeir sem að þessu stóðu axli ábyrgð og boði til kosninga. Ekki bara fyrir mig heldur alla félagsmenn.“

Félagsdómur telur að lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar í ferlinu og að skýr ásetningur hafi verið til staðar um að koma í veg fyrir að Heiðveig María gæti haft áhrif á stjórn félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár