Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heiðveig María: Sjómannafélagið axli ábyrgð og boði til kosninga

Sjó­manna­fé­lagi Ís­lands var óheim­ilt að reka Heið­veigu Maríu Ein­ars­dótt­ur úr fé­lag­inu. Fé­lag­ið greið­ir eina og hálfa millj­ón króna í rík­is­sjóð í sekt, sam­kvæmt nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms.

Heiðveig María: Sjómannafélagið axli ábyrgð og boði til kosninga

Sjómannafélagi Íslands var óheimilt að reka Heiðveigu Maríu Einarsdóttur úr félaginu. Þetta er niðurstaða Félagsdóms, sem dæmdi í dag Sjómannafélagið til að greiða eina og hálfa milljón króna í ríkissjóð í sekt og Heiðveigu Maríu 750 þúsund krónur í málskostnað. Vill hún að þeir sem að ákvörðuninni stóðu axli ábyrgð.

Heiðveig María var rekin úr félaginu á þeim grundvelli að hún hefði unnið gegn því með gagnrýni á stjórn þess og starfsmenn. Hún bauð sig fram til formanns í félaginu í haust, en framboðslistum hennar var hafnað af kjörstjórn. Dómurinn telur að breyta þurfi lögum Sjómannafélagsins þar sem segi að félagsmenn þurfi að greiða til félagsins í þrjú ár til þess að öðlast kjörgengi. Var því ákvæði beitt til að hafna lista Heiðveigar Maríu.

„Þetta var það sem við héldum fram allan tímann og þetta er staðfesting á því að þessi brottvikning og þriggja ára regla hafi verið ólögmæt,“ segir Heiðveig María. „Ég get svo sem ekki annað gert í framhaldinu en að gera þá kröfu að þeir sem að þessu stóðu axli ábyrgð og boði til kosninga. Ekki bara fyrir mig heldur alla félagsmenn.“

Félagsdómur telur að lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar í ferlinu og að skýr ásetningur hafi verið til staðar um að koma í veg fyrir að Heiðveig María gæti haft áhrif á stjórn félagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár