Félagsbústaðir seldu starfsmanni sínum fimm bíla

Spurt var um sölu bif­reiða Fé­lags­bú­staða til tengdra að­ila í borg­ar­ráði. Fram­kvæmda­stjóri seg­ir að aug­lýs­ing­ar hafi eng­an ár­ang­ur bor­ið, en fram­veg­is verði bíl­ar seld­ir á al­menn­um mark­aði.

Félagsbústaðir seldu starfsmanni sínum fimm bíla
Seldu fimm bíla til starfsmanns Félagsbústaðir bjuggust við að bílarnir yrðu þungir í sölu og seldu þá því innanhúss.

Félagsbústaðir seldu starfsmanni sínum fimm bíla og dóttur annars starfsmanns einn bíl enn fyrir samtals 780 þúsund krónur í september 2018. Framkvæmdastjóri segir að auglýsingar til að selja bílana hafi ekki borið árangur, en framvegis verði bílar seldir á almennum markaði.

Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarráði lögðu inn fyrirspurn vegna sölu bílanna til starfsmannsins. „Um var að ræða 6 smábíla, sem voru 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108 þúsund til tæplega 160 þúsund kílómetra og flestir í döpru ástandi,“ segir í svari Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. „Að mati bílasala sem Félagsbústaðir leituðu til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur.“

Segir í svarinu að auglýsingar í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða hafi ekki borið árangur. Starfsmönnum hafi því verið boðið að gera tilboð í fimm Honda Jazz bíla og einn Toyota Yaris. Keypti einn starfsmaður fimm bíla og dóttir annars einn. „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna. Það er hins vegar með öllu óvíst hvort eða hvernig hefði tekist að selja bílana.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár