Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Félagsbústaðir seldu starfsmanni sínum fimm bíla

Spurt var um sölu bif­reiða Fé­lags­bú­staða til tengdra að­ila í borg­ar­ráði. Fram­kvæmda­stjóri seg­ir að aug­lýs­ing­ar hafi eng­an ár­ang­ur bor­ið, en fram­veg­is verði bíl­ar seld­ir á al­menn­um mark­aði.

Félagsbústaðir seldu starfsmanni sínum fimm bíla
Seldu fimm bíla til starfsmanns Félagsbústaðir bjuggust við að bílarnir yrðu þungir í sölu og seldu þá því innanhúss.

Félagsbústaðir seldu starfsmanni sínum fimm bíla og dóttur annars starfsmanns einn bíl enn fyrir samtals 780 þúsund krónur í september 2018. Framkvæmdastjóri segir að auglýsingar til að selja bílana hafi ekki borið árangur, en framvegis verði bílar seldir á almennum markaði.

Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarráði lögðu inn fyrirspurn vegna sölu bílanna til starfsmannsins. „Um var að ræða 6 smábíla, sem voru 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108 þúsund til tæplega 160 þúsund kílómetra og flestir í döpru ástandi,“ segir í svari Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. „Að mati bílasala sem Félagsbústaðir leituðu til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur.“

Segir í svarinu að auglýsingar í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða hafi ekki borið árangur. Starfsmönnum hafi því verið boðið að gera tilboð í fimm Honda Jazz bíla og einn Toyota Yaris. Keypti einn starfsmaður fimm bíla og dóttir annars einn. „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna. Það er hins vegar með öllu óvíst hvort eða hvernig hefði tekist að selja bílana.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár