Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jakob Frímann: „Það hefur ósjaldan gustað um Jón Baldvin Hannibalsson“

Jakob Frí­mann Magnús­son Stuð­mað­ur ósk­ar Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni til ham­ingju með af­mæl­ið og seg­ir hann í eðli sínu „frið­ar­ins mann“.

Jakob Frímann: „Það hefur ósjaldan gustað um Jón Baldvin Hannibalsson“
Mærir vin sinn Jakob Frímann Magnússon lofar vin sinn Jón Baldvin Hannibalsson með slíkum hætti í grein í Morgunblaðinu að stappar nærri oflofi.

„Það hefur ósjaldan gustað um Jón Baldvin Hannibalsson og sennilega aldrei sem nú. Í eðli sínu er Jón þó friðarins maður. Enginn þó FriðJón.“

Þetta skrifar Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er áttræðisafmæli Jóns Baldvins. Í greininni eys Jakob Jón Baldvin lofi fyrir stjórnmálaferil hans, orðfæri og mannkosti.

Sjö konur hafa stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Alls hafa 23 konur birt sögur sínar á vefsíðu og halda frásagnir áfram að berast í sérstökum MeToo hópi kvennanna á Facebook.

„Með einstöku íslensku orðfæri mælir hann jafnan óhræddur og tæpitungulaust. Eftir hann liggja ótal snjallar ritgerðir, greinar og bækur. Að minnsta kosti tveggja nýrra ritverka eftir hann er að vænta á þessu ári,“ skrifar Jakob Frímann og vísar þar meðal annars til væntanlegrar bókar Jóns Baldvins „Vörn fyrir æru – hvernig fámennur hópur öfgafeminista hefur sagt réttarríkinu stríð á hendur“. Fjallar sú bók um ásakanir kvennanna.

„Þótt ekki sé vitað með vissu hvar okkar maður kýs að halda til á stórafmælinu, mætti vel ímynda sér hann ganga íhugulan á vit Íslandsstrætis í Litháen eða orna sér að kveldi við Íslandstorg í Tallinn þar sem þegnarnir kunna vel að meta dýrmætt framlag hans til sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháen,“ skrifar Jakob Frímann í lok greinarinnar. „Ég óska afmælisbarninu – og fjölskyldu þess allri – friðar og velfarnaðar á merkum tímamótum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár