Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðstoðarmaður Bjarna segir að skattleysismörkum verði haldið óbreyttum

Enn ýms­um spurn­ing­um ósvar­að um fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Aðstoðarmaður Bjarna segir að skattleysismörkum verði haldið óbreyttum
Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd: Pressphotos.biz

Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að ríkisstjórnin vilji halda persónuafslætti og skattleysismörkum óbreyttum næstu árin meðan skattkerfisbreytingar verða innleiddar.

„Hann [persónuafslátturinn] verður fryst­ur á meðan verið er að inn­leiða nýtt kerfi, í þrjú ár. Skatt­leys­is­mörk­um verður haldið óbreytt­um,“ segir Páll í viðtali við Mbl.is.

Sé þetta raunin munu persónuafsláttur og skattleysismörk rýrna umtalsvert að raunvirði. Ummælin eru að vissu leyti í samræmi við upplýsingar sem gefnar hafa verið í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins. Þar er talað um „tillögur starfshópsins að breyttum skattþrepum, skatthlutfalli, persónuafslætti og skattleysismörkum“ en gefnar upp fjárhæðir persónuafsláttar og skattleysismarka sem eru óbreyttar, þær sömu og gilda árið 2019, þ.e. 56.477 krónur og 159.174 krónur.

Í glærusýningu fjármálaráðherra kom hins vegar fram að áætluð skattleysismörk miðað við verðlagsþróun yrðu 178.503 krónur árið 2022, þ.e. myndu ekki haldast óbreytt næstu árin. Einungis persónuafsláttur yrði frystur á tímabilinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár