Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðstoðarmaður Bjarna segir að skattleysismörkum verði haldið óbreyttum

Enn ýms­um spurn­ing­um ósvar­að um fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Aðstoðarmaður Bjarna segir að skattleysismörkum verði haldið óbreyttum
Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd: Pressphotos.biz

Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að ríkisstjórnin vilji halda persónuafslætti og skattleysismörkum óbreyttum næstu árin meðan skattkerfisbreytingar verða innleiddar.

„Hann [persónuafslátturinn] verður fryst­ur á meðan verið er að inn­leiða nýtt kerfi, í þrjú ár. Skatt­leys­is­mörk­um verður haldið óbreytt­um,“ segir Páll í viðtali við Mbl.is.

Sé þetta raunin munu persónuafsláttur og skattleysismörk rýrna umtalsvert að raunvirði. Ummælin eru að vissu leyti í samræmi við upplýsingar sem gefnar hafa verið í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins. Þar er talað um „tillögur starfshópsins að breyttum skattþrepum, skatthlutfalli, persónuafslætti og skattleysismörkum“ en gefnar upp fjárhæðir persónuafsláttar og skattleysismarka sem eru óbreyttar, þær sömu og gilda árið 2019, þ.e. 56.477 krónur og 159.174 krónur.

Í glærusýningu fjármálaráðherra kom hins vegar fram að áætluð skattleysismörk miðað við verðlagsþróun yrðu 178.503 krónur árið 2022, þ.e. myndu ekki haldast óbreytt næstu árin. Einungis persónuafsláttur yrði frystur á tímabilinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár