Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ófyrirséðir heimar, óspurðar spurningar og ódauðleg lög

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 22. fe­brú­ar til 8. mars.

Ófyrirséðir heimar, óspurðar spurningar og ódauðleg lög

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar

Norrænar kvikmyndir í fókus

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? Til 24. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Myndir Roy Andersons, eins þekktasta kvikmyndagerðarmanns Norðurlanda, eru sýndar á þessari kvikmyndahátíð. Anderson dregur regluverk, viðmið og stofnanir samfélagsins gjarnan sundur og saman í beittu háði, en sýnir þau sem standa utangarðs eða verja vonlausan málstað í jákvæðara ljósi. Þrjár myndir Andersons sem fjalla um hvað það þýðir að vera manneskja verða til sýnis auk fimm stuttmynda hans.

Hluti í stað heildar

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? Til 19. maí.
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Á sýningu Önnu Guðjónsdóttur umbreytist sýningarsalurinn í nokkurs konar sýningarskáp sem gestir ganga inn í, umvafðir málverkum Önnu sem spegla rýmið sjálft og opna jafnframt inn í aðra og ófyrirséða heima. Anna kallar fram hugmyndir sínar í þessari sýningu með tilvísun í landslag og byggingarlist ásamt því að styðjast við form sýningarskápa. 24. febrúar kl. 15.00 verður sérstök leiðsögn listamannsins þar sem Anna ræðir um sýninguna við gesti.

Heiðurstónleikar Freddie Mercury

Hvar? Harpa
Hvenær? 22. & 23. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: Frá 5.490 kr.

Þrátt fyrir að hafa látist fyrir rúmlega 27 árum þá lifir minning Freddie Mercury, söngvara goðsagnakenndu hljómsveitarinnar Queen, enn góðu lífi í dag. Sex íslenskir söngvarar með fullmannaðri hljómsveit og raddsveit taka ábreiður af lögum eins og „Barcelona“, „Bohemian Rhapsody“, „Killer Queen“ og fleiri.

Ég býð mig fram

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 24. feb & 1. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Önnur sería af listahátíðinni Ég býð mig fram lítur nú dagsins ljós, en hún felur í sér að einn flytjandi fer með fjórtán örverk eftir fjórtán mismunandi höfunda á einu kvöldi. Yfirlýst markmið hátíðarinnar er að brjóta niður veggi og færa listsköpunina nær almenningi í eins konar smáréttahlaðborði. Meðal höfunda eru Ilmur Stefánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson og fleiri.

Um hvað syngjum við

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 24. & 28. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 5.900 kr.

Nýjasta verk Íslenska dansflokksins er eftir belgíska danshöfundinn Pieter Ampe sem fjallar um manneskjur sem verja drjúgum tíma saman. Átta dansarar skiptast á spurningum, dansa og syngja; sum þeirra eru frá Íslandi, önnur eru lengra að komin, en öll nota þau tækifærið til að líta í eigin barm og spyrja sig spurninga.

Stockfish kvikmyndahátíð

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 28. feb til 10. mars
Aðgangseyrir: 12.900 kr.

Stockfish kvikmyndahjátíðin er haldin í fimmta skiptið, en hún er ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum. 20 sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir eru sýndar á hátíðinni, meðal annars heimildarmyndin Anthropocene: The Human Epoch sem fjallar um áhrif mannsins á jörðina. Einnig keppa sex íslenskar stuttmyndir um Sprettfisksverðlaunin.

Allt er ómælið – útgáfutónleikar

Hvar? Mengi
Hvenær? 2. & 3. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Allt er ómælið er ný jazzplata þeirra Tuma Árnasonar og Magnúsar Trygvasonar Eliassen, en hún er sennilega sú fyrsta í sögu íslenskrar hljómplötuútgáfu sem inniheldur eingöngu dúetta fyrir saxófón og slagverk. Á plötunni má heyra níu ný verk í flutningi höfunda, bæði forsamin og frjálsa spuna.

Elja ensemble

Hvar? Harpa
Hvenær? 3. mars kl. 12.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Kammersveitin Elja ensemble er skipuð ungu tónlistarfólki sem er flest vel á veg komið með að skapa sér sess sem einleikarar og við hljómsveitarstjórn eða listræna stjórnun. Sveitin heldur sérstaka hádegistónleika á tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar þar sem flutt verður fjölbreytt dagskrá sem spannar klassíska tímabilið til dagsins í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár