Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bakar á gólfinu með dóttur sinni

Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi not­ar matseld sem hug­leiðslu og sjálfs­rækt. Hún legg­ur mik­ið upp úr því að mat­ur sé fal­leg­ur, að mat­máls­tím­ar séu upp­lif­un og sam­veru­stund.

Bakar á gólfinu með dóttur sinni
Notar matseld sem hugleiðslu Kristín Soffía segir að stundirnar í eldhúsinu séu hennar gæðastundir. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég fékk snemma að taka þátt í matargerð með foreldrum mínum og var ung byrjuð að elda sjálf. Ég var nýbyrjuð í menntaskóla þegar mér þótti orðið eðlilegt að halda matarboð fyrir vinkonur mínar þegar tækifæri gafst til,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi.

 Kristín Soffía segir að foreldrar sínir hafi haft mikil áhrif á sig hvað matseld varðar. „Foreldrar mínir hafa alltaf lagt mikið upp úr kvöldmatnum og það var partur af uppeldinu. Þau eru bæði miklir matgæðingar og ég var alin upp við að kvöldmaturinn væri máltíð sem vandað var til, skemmtileg upplifun og samverustund fjölskyldunnar, eitthvað miklu meira en bara næring. Á venjulegum mánudegi gat verið einhver mjög flókin og framandi matargerð í gangi heima hjá mér, ólíkt því sem kannski var almennt.“

Kristín Soffía segir að matseld sé sitt aðalaáhugamál, hennar hugleiðsla og sjálfsrækt felist að miklu leyti í að fá tíma og tækifæri til að elda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Líf mitt í fimm réttum

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár