Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi notar matseld sem hugleiðslu og sjálfsrækt. Hún leggur mikið upp úr því að matur sé fallegur, að matmálstímar séu upplifun og samverustund.
„Ég fékk snemma að taka þátt í matargerð með foreldrum mínum og var ung byrjuð að elda sjálf. Ég var nýbyrjuð í menntaskóla þegar mér þótti orðið eðlilegt að halda matarboð fyrir vinkonur mínar þegar tækifæri gafst til,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi.
Kristín Soffía segir að foreldrar sínir hafi haft mikil áhrif á sig hvað matseld varðar. „Foreldrar mínir hafa alltaf lagt mikið upp úr kvöldmatnum og það var partur af uppeldinu. Þau eru bæði miklir matgæðingar og ég var alin upp við að kvöldmaturinn væri máltíð sem vandað var til, skemmtileg upplifun og samverustund fjölskyldunnar, eitthvað miklu meira en bara næring. Á venjulegum mánudegi gat verið einhver mjög flókin og framandi matargerð í gangi heima hjá mér, ólíkt því sem kannski var almennt.“
Kristín Soffía segir að matseld sé sitt aðalaáhugamál, hennar hugleiðsla og sjálfsrækt felist að miklu leyti í að fá tíma og tækifæri til að elda …
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir