Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

Eig­end­ur Procar, þeir Gunn­ar Björn Gunn­ars­son og Har­ald­ur Sveinn Gunn­ars­son, greiddu sér 48 millj­óna arð út úr fyr­ir­tæk­inu þeg­ar svindlið með kíló­metra­mæla stóð sem hæst.

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

Bílaleigan Procar ehf. seldi bíla fyrir meira en tvo milljarða árin 2014, 2015 og 2016. Á þessum árum stóð fyrirtækið í stórtæku svindli þar sem átt var við kílómetrastöðu notaðra bíla til að gera þá söluvænlegri.

Kveikur fjallaði um málið í gær en fyrirtækið hefur sent út yfirlýsingu þar sem háttsemin er að hluta viðurkennd. 

200 milljóna hagnaður var af rekstri bílaleigunnar árin 2015 og 2016 ef litið er fram hjá fjármagnsliðum, en alls voru rekstrartekjurnar 2,2 milljarðar árið 2016 og 1,3 milljarðar árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningum félagsins. Procar er í eigu Gunnars Björns Gunnarssonar og Platinum ehf., eignarhaldsfélags Haraldar Sveins Gunnarssonar.

Þegar vaxtagjöld eru tekin með í reikninginn hagnaðist fyrirtækið um 21 milljón árin 2015 og 2016. Hagnaðurinn var meiri árin á undan, 51 milljón árið 2014 og 11,3 milljónir 2013. Þetta gerði eigendum kleift að greiða sér út arð upp á 48 milljónir króna, en ákvörðunin var tekin á aðalfundi félagsins þann 27. júlí 2015. 

Samkvæmt yfirlýsingu sem Procar sendi út í gær var átt við kílómetramælana frá 2013 til 2015. Eins og Stundin greindi frá í dag stóð svindlið þó yfir langt fram eftir árinu 2016 og benda fyrirliggjandi gögn til þess að Gunnar Björn, eigandi og framkvæmdastjóri, hafi sjálfur tekið þátt í því. Eignir fyrirtækisins voru metnar á um milljarð í árslok 2016 en eigið fé þess nam 23 milljónum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár