Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

Hring­braut fjar­lægði frétt um að öfl inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins vildu stjórn­ar­sam­starf við Mið­flokk­inn.

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson mynduðu saman ríkisstjórn eftir alþingiskosningarnar 2013. Sú ríkisstjórn sprakk árið 2016 í kjölfar fjöldamótmæla eftir að í ljós kom að báðir stjórnarherrarnir höfðu notast við eignarhaldsfélög í skattaskjólum. Mynd: Pressphotos

Hringbraut birti frétt í gær um að meðal áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum stæði vilji til þess að slíta stjórnarsamstarfinu við Vinstri græn og hefja samstarf við Miðflokkinn í staðinn. Stefnt væri að slíkum breytingum eftir að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði lyki en til að hægt væri að mynda stjórnarmeirihluta þyrftu óháðu þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason að ganga í Miðflokkinn eða styðja stjórnina. Bjarni Benediktsson gæti orðið forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson utanríkisráðherra. 

Þetta kemur nú upp þegar smellt er á linkinn sem áður leiddi að fréttinni um fyrirhugað stjórnarsamstarf við Miðflokkinn.

Skrifin vöktu nokkra kátínu á samfélagsmiðlum áður en þau hurfu af yfirborði jarðar. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, hafði á orði að svo virtist sem Hringbraut hefði „tekið að sér að skrifa fréttaskýringar af Klausturbarnum, samfélagsumfjöllun á fimmtánda glasi“. „Svona dreymir sauðdrukkna miðaldra karla um það leyti að þeir þeir missa minnið. Svo vakna þeir 36 tímum seinna, hafa týnt fötunum og skilja ekkert í veröldinni sem þeir lifa innan.“ 

Í greininni á vef Hringbrautar kom fram að Sjálfstæðismönnum hefði „almennt liðið mjög illa með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna undir forsæti þeirra“ og það þætti „dapurlegt hlutskipti“ fyrir flokkinn. Þá kom fram að ýmsir áhrifamenn í Framsóknarflokknum væru sagðir eiga sér þann draum að takast mætti að sameina „systurflokkana Framsókn og Miðflokkinn“. Flokkarnir hefðu sams konar stefnu og sæktu fylgi í sömu hópa. „Innan Miðflokks eru einnig gamlir framsóknarmenn sem vinna að sáttum. Forsenda fyrir sáttum er talin vera sú að flokkarnir séu sömu megin við borðið, annað hvort báðir í stjórn eða báðir í stjórnarandstöðu.“

Stundin sendi Hringbraut fyrirspurn um fréttina. Fram kemur í svari að um hafi verið að ræða pistil sem hafi óvart vistast sem frétt. Ef vel er að gáð má nú finna pistil á vef Hringbrautar undir dálkinum Dagfari, svipaðan þeim sem áður birtist sem frétt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár