Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

Hring­braut fjar­lægði frétt um að öfl inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins vildu stjórn­ar­sam­starf við Mið­flokk­inn.

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson mynduðu saman ríkisstjórn eftir alþingiskosningarnar 2013. Sú ríkisstjórn sprakk árið 2016 í kjölfar fjöldamótmæla eftir að í ljós kom að báðir stjórnarherrarnir höfðu notast við eignarhaldsfélög í skattaskjólum. Mynd: Pressphotos

Hringbraut birti frétt í gær um að meðal áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum stæði vilji til þess að slíta stjórnarsamstarfinu við Vinstri græn og hefja samstarf við Miðflokkinn í staðinn. Stefnt væri að slíkum breytingum eftir að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði lyki en til að hægt væri að mynda stjórnarmeirihluta þyrftu óháðu þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason að ganga í Miðflokkinn eða styðja stjórnina. Bjarni Benediktsson gæti orðið forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson utanríkisráðherra. 

Þetta kemur nú upp þegar smellt er á linkinn sem áður leiddi að fréttinni um fyrirhugað stjórnarsamstarf við Miðflokkinn.

Skrifin vöktu nokkra kátínu á samfélagsmiðlum áður en þau hurfu af yfirborði jarðar. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, hafði á orði að svo virtist sem Hringbraut hefði „tekið að sér að skrifa fréttaskýringar af Klausturbarnum, samfélagsumfjöllun á fimmtánda glasi“. „Svona dreymir sauðdrukkna miðaldra karla um það leyti að þeir þeir missa minnið. Svo vakna þeir 36 tímum seinna, hafa týnt fötunum og skilja ekkert í veröldinni sem þeir lifa innan.“ 

Í greininni á vef Hringbrautar kom fram að Sjálfstæðismönnum hefði „almennt liðið mjög illa með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna undir forsæti þeirra“ og það þætti „dapurlegt hlutskipti“ fyrir flokkinn. Þá kom fram að ýmsir áhrifamenn í Framsóknarflokknum væru sagðir eiga sér þann draum að takast mætti að sameina „systurflokkana Framsókn og Miðflokkinn“. Flokkarnir hefðu sams konar stefnu og sæktu fylgi í sömu hópa. „Innan Miðflokks eru einnig gamlir framsóknarmenn sem vinna að sáttum. Forsenda fyrir sáttum er talin vera sú að flokkarnir séu sömu megin við borðið, annað hvort báðir í stjórn eða báðir í stjórnarandstöðu.“

Stundin sendi Hringbraut fyrirspurn um fréttina. Fram kemur í svari að um hafi verið að ræða pistil sem hafi óvart vistast sem frétt. Ef vel er að gáð má nú finna pistil á vef Hringbrautar undir dálkinum Dagfari, svipaðan þeim sem áður birtist sem frétt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár