Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð

Pét­ur Guð­geirs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, tel­ur ut­an­rík­is­ráð­herra hafa gerst sek­an um ólög­mæta íhlut­un í stjórn­skip­un­ar­mál full­valda rík­is með stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­unni við Ju­an Guaidó í Venesúela. Rétt­ast sé að Guð­laug­ur biðj­ist af­sök­un­ar og segi af sér.

Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð

Pétur Guðgeirsson, fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa misfarið með vald og hlutast með ólögmætum hætti til um innanríkismálefni fullvalda ríkis þegar hann lýsti yfir stuðningi Íslands við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela.

„Mér er ekki kunnugt um að Ísland hafi nokkru sinni hlutast með þessum hætti í málefni annars fullvalda ríkis,“ segir í bréfi sem Pétur sendi utanríkisráðherra í síðustu viku. Stundin hefur undir höndum afrit af bréfinu, en þar er skorað á Guðlaug að segja af sér ráðherraembætti og biðja þing og þjóð afsökunar á framgöngu sinni – framgöngu sem dómarinn fyrrverandi telur að geti varðað refsiábyrgð.

Hvorki samráð við ríkisstjórn né utanríkismálanefnd

Guðlaugur Þór lýsti yfir stuðningi við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, sem forseta landsins til bráðabirgða þann 4. febrúar síðastliðinn. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, hefur gagnrýnt ráðherrann fyrir að hafa ekki haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis áður en yfirlýsingin var birt. Þá virðist samkvæmt fundargerðum sem málið hafi ekki verið tekið formlega upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þó Guðlaug hafa upplýst formenn stjórnarflokkanna um yfirlýsinguna áður en hún var send út.

Pétur Guðgeirsson bendir á að samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar er skylt að bera upp mikilvæg stjórnarmálefni á ráðherrafundum. „Ekki getur vafi leikið á því að ákvörðun um að Ísland hlutist til um stjórnskipunarmál annars fullvalda ríkis er mikilvægt stjórnarmálefni og því fremur sem sú íhlutun er bersýnilega ólögmæt,“ skrifar Pétur og bendir á að ekki verði séð af því sem skráð er á vef forsætisráðuneytisins um tvo síðustu ráðherrafundina að utanríkisráðherra hafi borið málið upp þar. „Get ég ekki betur séð en að slík vanræksla gæti varðað refsiábyrgð samkvæmt 2. gr. laga um ráðherraábyrgð nr. 4, 1963. Þá gæti sjálf embættisathöfnin hugsanlega varðað refsiábyrgð samkvæmt 10. gr. laganna.“

Hvað ef utanríkisráðherra Venesúela lýsti
Steingrím réttkjörinn forseta Íslands?

Pétur bendir á að fullveldi ríkja og virðing fyrir því er grundvöllur samskipta siðaðra ríkja og að ekkert ríki hefur samkvæmt þjóðarétti heimild til þess að hlutast til um innanríkismálefni annars ríkis. Þetta hafi verið viðurkennt allt frá friðarsamningunum í Westfalen 1648 þegar grundvöllur var lagður að hinu alþjóðlega kerfi fullvalda ríkja og stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar væru óhugsandi ef þessu leiðarljósi væri ekki almennt fylgt.

„Hvernig litist yður nú á það, herra utanríkisráðherra, að starfsbróðir yðar í Venesúela fengi veður af því að forseti alþingis, Steingrímur J. Sigurðsson, hefði af einhverjum ástæðum sem hann bæri fyrir sig, útnefnt sjálfan sig forseta Íslands, og að nú lýsti þessi kollega yðar því yfir, fyrir hönd Venesúela, að Steingrímur J. væri réttur forseti Íslands en ekki sá sem til þess hefur verið kjörinn,“ skrifar Pétur.

„Ég leyfi mér að halda því fram
að það athæfi sem þér hafið nú gert
yður beran að sé jafnhneykslanlegt“

„Ég er viss um að þér mynduð, eins og hver fullvita maður, álíta þetta vera hneykslanleg afskipti erlends ríkis af málefnum Íslands. Ég leyfi mér að halda því fram að það athæfi sem þér hafið nú gert yður beran að sé jafnhneykslanlegt.“

Bréfi Péturs lýkur með áskorun til Guðlaugs Þórs: „Að endingu skora ég á yður að þér segið nú þegar af yður ráðherraembættinu sem þér hafið svo stórlega misfarið með og biðjið þing og þjóð afsökunar á þessum afglöpum.“

Juan Guaidóhefur lýst sig forseta Venesúela og fengið víðtækan stuðning frá alþjóðasamfélaginu.

Hér má lesa bréf Péturs Guðgeirssonar til utanríkisráðherra í heild:

Herra utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson,

Ég vísa til þess að þér hafið, hinn 5. þ.m. látið birta fréttatilkynningu á vefsíðu utanríkisráðuneytisins þar sem fram kemur að þér höfðuð daginn áður lýst því yfir á ensku á netsíðunni Twitter "að Ísland styddi Juan Guaidó sem forseta Venesúela til bráðabirgða. Boðað skyldi til frjálsra og löglegra kosninga og vilji fólksins virtur." Þá segir þar: "Áður en utanríkisráðherra lýsti þessu yfir upplýsti hann utanríkismálanefnd Alþingis."

Í fréttatilkynningunni er þessi stjórnarathöfn yðar réttlætt með atburðum sem orðið hafa í Venesúela og ástandi sem ríkir þar í stjórnarfari og bjargræðismálum. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að maður að nafni Juan Guaidó, sem sagður er vera "lýðræðislega réttkjörinn forseti hins valdalausa þjóðþings" Venesúela, hafi nýverið lýst sig forseta landsins til bráðabirgða.

Nú hlýtur yður að vera kunnugt um það að Venesúela er fullvalda ríki og að landið er aðili að Sameinuðu þjóðunum líkt og Ísland. Þá er yður vafalaust kunnugt um að formlegt stjórnmálasamband er með ríkjunum tveimur, eins og t.d. má lesa í forsetaúrskurði nr. 8, 9. febrúar 2018 um sendiráð, fastanefndir ofl. Þá er ætti að vera óþarft að minna yður á það að fullveldi ríkja og virðing fyrir því er grundvöllur samskipta siðaðra ríkja og loks á það að ekkert ríki hefur samkvæmt þjóðarétti heimild til þess að hlutast til um innanríkismálefni annars ríkis. Hefur þetta verið viðurkennt með öllum siðuðum þjóðum frá friðarsamningunum í Westfalen 1648 þegar grundvöllur var lagður að hinu alþjóðlega kerfi fullvalda ríkja, eins og þér eigið vel að vita. Væru alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar t.d. óhugsandi ef þessu leiðarljósi væri ekki almennt fylgt, sbr. t.d. 2. gr. stofnsáttmála samtakanna frá 24. október 1945. Loks hljótið þér að vita að fullveldi ríkis er algjört og því dregur ekki úr því þótt þar séu innanlandsdeilur eða ríki óstjórn.

Mér er ekki kunnugt um að Ísland hafi nokkru sinni hlutast með þessum hætti í málefni annars fullvalda ríkis og reyndar leyfi ég mér að slá því föstu slík firn hafi aldrei átt sér stað. Hvernig litist yður nú á það, herra utanríkisráðherra, að starfsbróðir yðar í Venesúela fengi veður af því að forseti alþingis, Steingrímur J. Sigurðsson, hefði af einhverjum ástæðum sem hann bæri fyrir sig, útnefnt sjálfan sig forseta Íslands, og að nú lýsti þessi kollega yðar því yfir, fyrir hönd Venesúela, að Steingrímur J. væri réttur forseti Íslands en ekki sá sem til þess hefur verið kjörinn. Ég er viss um að þér mynduð, eins og hver fullvita maður, álíta þetta vera hneykslanleg afskipti erlends ríkis af málefnum Íslands. Ég leyfi mér að halda því fram að það athæfi sem þér hafið nú gert yður beran að sé jafnhneykslanlegt.

Samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33, 1944 skal bera upp mikilvæg stjórnarmálefni á ráðherrafundi. Ekki getur vafi leikið á því að ákvörðun um að Ísland hlutist til um stjórnskipunarmál annars fullvalda ríkis er mikilvægt stjórnarmálefni og því fremur sem sú íhlutun er bersýnilega ólögmæt. Ekki verður séð af því sem skráð er á vef forsætisráðuneytisins um tvo síðustu ráðherrafundina að þér hafið borið þetta mál upp þar, hvorki á fundi sem haldinn var 1. þ.m. né á fundi 5. þ.m. Get ég ekki betur séð en að slík vanræksla gæti varðað refsiábyrgð samkvæmt 2. gr. laga um ráðherraábyrgð nr. 4, 1963. Þá gæti sjálf embættisathöfnin hugsanlega varðað refsiábyrgð samkvæmt 10. gr. laganna.

Í fréttatilkynningunni segir að þér hafið "upplýst utanríkismálanefnd" (væntanlega um þessa ákvörðun yðar) áður en þér gerðuð hana kunna fyrir heiminum eða a.m.k. öðrum twittlingum. Þetta atriði er vitaskuld þýðingarlaust og dreifir hvorki ábyrgðinni af þessu tiltæki á herðar annarra né leysir það sjálfan yður undan henni. Þó hef ég haft fyrir því að fletta upp í fundargerðum tveggja funda nefndarinnar, 4. og 6. þm. Ekki er að skilja að þetta mál hafi borið á góma á fundi 4. þ.m. en í fundargerð um 6. þ.m., sem var eftir tilkynningu yðar, er þess þó getið undir liðnum "Ástandið í Venesúela" að þér hafið komið á fund nefndarinnar, farið yfir málið og svarað spurningum fundarmanna.

Að endingu skora ég á yður að þér segið nú þegar af yður ráðherraembættinu sem þér hafið svo stórlega misfarið með og biðjið þing og þjóð afsökunar á þessum afglöpum.

Með vinsemd,
Pétur Guðgeirsson 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár