Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð

Pét­ur Guð­geirs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, tel­ur ut­an­rík­is­ráð­herra hafa gerst sek­an um ólög­mæta íhlut­un í stjórn­skip­un­ar­mál full­valda rík­is með stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­unni við Ju­an Guaidó í Venesúela. Rétt­ast sé að Guð­laug­ur biðj­ist af­sök­un­ar og segi af sér.

Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð

Pétur Guðgeirsson, fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa misfarið með vald og hlutast með ólögmætum hætti til um innanríkismálefni fullvalda ríkis þegar hann lýsti yfir stuðningi Íslands við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela.

„Mér er ekki kunnugt um að Ísland hafi nokkru sinni hlutast með þessum hætti í málefni annars fullvalda ríkis,“ segir í bréfi sem Pétur sendi utanríkisráðherra í síðustu viku. Stundin hefur undir höndum afrit af bréfinu, en þar er skorað á Guðlaug að segja af sér ráðherraembætti og biðja þing og þjóð afsökunar á framgöngu sinni – framgöngu sem dómarinn fyrrverandi telur að geti varðað refsiábyrgð.

Hvorki samráð við ríkisstjórn né utanríkismálanefnd

Guðlaugur Þór lýsti yfir stuðningi við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, sem forseta landsins til bráðabirgða þann 4. febrúar síðastliðinn. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, hefur gagnrýnt ráðherrann fyrir að hafa ekki haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis áður en yfirlýsingin var birt. Þá virðist samkvæmt fundargerðum sem málið hafi ekki verið tekið formlega upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þó Guðlaug hafa upplýst formenn stjórnarflokkanna um yfirlýsinguna áður en hún var send út.

Pétur Guðgeirsson bendir á að samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar er skylt að bera upp mikilvæg stjórnarmálefni á ráðherrafundum. „Ekki getur vafi leikið á því að ákvörðun um að Ísland hlutist til um stjórnskipunarmál annars fullvalda ríkis er mikilvægt stjórnarmálefni og því fremur sem sú íhlutun er bersýnilega ólögmæt,“ skrifar Pétur og bendir á að ekki verði séð af því sem skráð er á vef forsætisráðuneytisins um tvo síðustu ráðherrafundina að utanríkisráðherra hafi borið málið upp þar. „Get ég ekki betur séð en að slík vanræksla gæti varðað refsiábyrgð samkvæmt 2. gr. laga um ráðherraábyrgð nr. 4, 1963. Þá gæti sjálf embættisathöfnin hugsanlega varðað refsiábyrgð samkvæmt 10. gr. laganna.“

Hvað ef utanríkisráðherra Venesúela lýsti
Steingrím réttkjörinn forseta Íslands?

Pétur bendir á að fullveldi ríkja og virðing fyrir því er grundvöllur samskipta siðaðra ríkja og að ekkert ríki hefur samkvæmt þjóðarétti heimild til þess að hlutast til um innanríkismálefni annars ríkis. Þetta hafi verið viðurkennt allt frá friðarsamningunum í Westfalen 1648 þegar grundvöllur var lagður að hinu alþjóðlega kerfi fullvalda ríkja og stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar væru óhugsandi ef þessu leiðarljósi væri ekki almennt fylgt.

„Hvernig litist yður nú á það, herra utanríkisráðherra, að starfsbróðir yðar í Venesúela fengi veður af því að forseti alþingis, Steingrímur J. Sigurðsson, hefði af einhverjum ástæðum sem hann bæri fyrir sig, útnefnt sjálfan sig forseta Íslands, og að nú lýsti þessi kollega yðar því yfir, fyrir hönd Venesúela, að Steingrímur J. væri réttur forseti Íslands en ekki sá sem til þess hefur verið kjörinn,“ skrifar Pétur.

„Ég leyfi mér að halda því fram
að það athæfi sem þér hafið nú gert
yður beran að sé jafnhneykslanlegt“

„Ég er viss um að þér mynduð, eins og hver fullvita maður, álíta þetta vera hneykslanleg afskipti erlends ríkis af málefnum Íslands. Ég leyfi mér að halda því fram að það athæfi sem þér hafið nú gert yður beran að sé jafnhneykslanlegt.“

Bréfi Péturs lýkur með áskorun til Guðlaugs Þórs: „Að endingu skora ég á yður að þér segið nú þegar af yður ráðherraembættinu sem þér hafið svo stórlega misfarið með og biðjið þing og þjóð afsökunar á þessum afglöpum.“

Juan Guaidóhefur lýst sig forseta Venesúela og fengið víðtækan stuðning frá alþjóðasamfélaginu.

Hér má lesa bréf Péturs Guðgeirssonar til utanríkisráðherra í heild:

Herra utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson,

Ég vísa til þess að þér hafið, hinn 5. þ.m. látið birta fréttatilkynningu á vefsíðu utanríkisráðuneytisins þar sem fram kemur að þér höfðuð daginn áður lýst því yfir á ensku á netsíðunni Twitter "að Ísland styddi Juan Guaidó sem forseta Venesúela til bráðabirgða. Boðað skyldi til frjálsra og löglegra kosninga og vilji fólksins virtur." Þá segir þar: "Áður en utanríkisráðherra lýsti þessu yfir upplýsti hann utanríkismálanefnd Alþingis."

Í fréttatilkynningunni er þessi stjórnarathöfn yðar réttlætt með atburðum sem orðið hafa í Venesúela og ástandi sem ríkir þar í stjórnarfari og bjargræðismálum. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að maður að nafni Juan Guaidó, sem sagður er vera "lýðræðislega réttkjörinn forseti hins valdalausa þjóðþings" Venesúela, hafi nýverið lýst sig forseta landsins til bráðabirgða.

Nú hlýtur yður að vera kunnugt um það að Venesúela er fullvalda ríki og að landið er aðili að Sameinuðu þjóðunum líkt og Ísland. Þá er yður vafalaust kunnugt um að formlegt stjórnmálasamband er með ríkjunum tveimur, eins og t.d. má lesa í forsetaúrskurði nr. 8, 9. febrúar 2018 um sendiráð, fastanefndir ofl. Þá er ætti að vera óþarft að minna yður á það að fullveldi ríkja og virðing fyrir því er grundvöllur samskipta siðaðra ríkja og loks á það að ekkert ríki hefur samkvæmt þjóðarétti heimild til þess að hlutast til um innanríkismálefni annars ríkis. Hefur þetta verið viðurkennt með öllum siðuðum þjóðum frá friðarsamningunum í Westfalen 1648 þegar grundvöllur var lagður að hinu alþjóðlega kerfi fullvalda ríkja, eins og þér eigið vel að vita. Væru alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar t.d. óhugsandi ef þessu leiðarljósi væri ekki almennt fylgt, sbr. t.d. 2. gr. stofnsáttmála samtakanna frá 24. október 1945. Loks hljótið þér að vita að fullveldi ríkis er algjört og því dregur ekki úr því þótt þar séu innanlandsdeilur eða ríki óstjórn.

Mér er ekki kunnugt um að Ísland hafi nokkru sinni hlutast með þessum hætti í málefni annars fullvalda ríkis og reyndar leyfi ég mér að slá því föstu slík firn hafi aldrei átt sér stað. Hvernig litist yður nú á það, herra utanríkisráðherra, að starfsbróðir yðar í Venesúela fengi veður af því að forseti alþingis, Steingrímur J. Sigurðsson, hefði af einhverjum ástæðum sem hann bæri fyrir sig, útnefnt sjálfan sig forseta Íslands, og að nú lýsti þessi kollega yðar því yfir, fyrir hönd Venesúela, að Steingrímur J. væri réttur forseti Íslands en ekki sá sem til þess hefur verið kjörinn. Ég er viss um að þér mynduð, eins og hver fullvita maður, álíta þetta vera hneykslanleg afskipti erlends ríkis af málefnum Íslands. Ég leyfi mér að halda því fram að það athæfi sem þér hafið nú gert yður beran að sé jafnhneykslanlegt.

Samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33, 1944 skal bera upp mikilvæg stjórnarmálefni á ráðherrafundi. Ekki getur vafi leikið á því að ákvörðun um að Ísland hlutist til um stjórnskipunarmál annars fullvalda ríkis er mikilvægt stjórnarmálefni og því fremur sem sú íhlutun er bersýnilega ólögmæt. Ekki verður séð af því sem skráð er á vef forsætisráðuneytisins um tvo síðustu ráðherrafundina að þér hafið borið þetta mál upp þar, hvorki á fundi sem haldinn var 1. þ.m. né á fundi 5. þ.m. Get ég ekki betur séð en að slík vanræksla gæti varðað refsiábyrgð samkvæmt 2. gr. laga um ráðherraábyrgð nr. 4, 1963. Þá gæti sjálf embættisathöfnin hugsanlega varðað refsiábyrgð samkvæmt 10. gr. laganna.

Í fréttatilkynningunni segir að þér hafið "upplýst utanríkismálanefnd" (væntanlega um þessa ákvörðun yðar) áður en þér gerðuð hana kunna fyrir heiminum eða a.m.k. öðrum twittlingum. Þetta atriði er vitaskuld þýðingarlaust og dreifir hvorki ábyrgðinni af þessu tiltæki á herðar annarra né leysir það sjálfan yður undan henni. Þó hef ég haft fyrir því að fletta upp í fundargerðum tveggja funda nefndarinnar, 4. og 6. þm. Ekki er að skilja að þetta mál hafi borið á góma á fundi 4. þ.m. en í fundargerð um 6. þ.m., sem var eftir tilkynningu yðar, er þess þó getið undir liðnum "Ástandið í Venesúela" að þér hafið komið á fund nefndarinnar, farið yfir málið og svarað spurningum fundarmanna.

Að endingu skora ég á yður að þér segið nú þegar af yður ráðherraembættinu sem þér hafið svo stórlega misfarið með og biðjið þing og þjóð afsökunar á þessum afglöpum.

Með vinsemd,
Pétur Guðgeirsson 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár