Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð

Pét­ur Guð­geirs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, tel­ur ut­an­rík­is­ráð­herra hafa gerst sek­an um ólög­mæta íhlut­un í stjórn­skip­un­ar­mál full­valda rík­is með stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­unni við Ju­an Guaidó í Venesúela. Rétt­ast sé að Guð­laug­ur biðj­ist af­sök­un­ar og segi af sér.

Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð

Pétur Guðgeirsson, fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa misfarið með vald og hlutast með ólögmætum hætti til um innanríkismálefni fullvalda ríkis þegar hann lýsti yfir stuðningi Íslands við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela.

„Mér er ekki kunnugt um að Ísland hafi nokkru sinni hlutast með þessum hætti í málefni annars fullvalda ríkis,“ segir í bréfi sem Pétur sendi utanríkisráðherra í síðustu viku. Stundin hefur undir höndum afrit af bréfinu, en þar er skorað á Guðlaug að segja af sér ráðherraembætti og biðja þing og þjóð afsökunar á framgöngu sinni – framgöngu sem dómarinn fyrrverandi telur að geti varðað refsiábyrgð.

Hvorki samráð við ríkisstjórn né utanríkismálanefnd

Guðlaugur Þór lýsti yfir stuðningi við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, sem forseta landsins til bráðabirgða þann 4. febrúar síðastliðinn. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, hefur gagnrýnt ráðherrann fyrir að hafa ekki haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis áður en yfirlýsingin var birt. Þá virðist samkvæmt fundargerðum sem málið hafi ekki verið tekið formlega upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þó Guðlaug hafa upplýst formenn stjórnarflokkanna um yfirlýsinguna áður en hún var send út.

Pétur Guðgeirsson bendir á að samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar er skylt að bera upp mikilvæg stjórnarmálefni á ráðherrafundum. „Ekki getur vafi leikið á því að ákvörðun um að Ísland hlutist til um stjórnskipunarmál annars fullvalda ríkis er mikilvægt stjórnarmálefni og því fremur sem sú íhlutun er bersýnilega ólögmæt,“ skrifar Pétur og bendir á að ekki verði séð af því sem skráð er á vef forsætisráðuneytisins um tvo síðustu ráðherrafundina að utanríkisráðherra hafi borið málið upp þar. „Get ég ekki betur séð en að slík vanræksla gæti varðað refsiábyrgð samkvæmt 2. gr. laga um ráðherraábyrgð nr. 4, 1963. Þá gæti sjálf embættisathöfnin hugsanlega varðað refsiábyrgð samkvæmt 10. gr. laganna.“

Hvað ef utanríkisráðherra Venesúela lýsti
Steingrím réttkjörinn forseta Íslands?

Pétur bendir á að fullveldi ríkja og virðing fyrir því er grundvöllur samskipta siðaðra ríkja og að ekkert ríki hefur samkvæmt þjóðarétti heimild til þess að hlutast til um innanríkismálefni annars ríkis. Þetta hafi verið viðurkennt allt frá friðarsamningunum í Westfalen 1648 þegar grundvöllur var lagður að hinu alþjóðlega kerfi fullvalda ríkja og stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar væru óhugsandi ef þessu leiðarljósi væri ekki almennt fylgt.

„Hvernig litist yður nú á það, herra utanríkisráðherra, að starfsbróðir yðar í Venesúela fengi veður af því að forseti alþingis, Steingrímur J. Sigurðsson, hefði af einhverjum ástæðum sem hann bæri fyrir sig, útnefnt sjálfan sig forseta Íslands, og að nú lýsti þessi kollega yðar því yfir, fyrir hönd Venesúela, að Steingrímur J. væri réttur forseti Íslands en ekki sá sem til þess hefur verið kjörinn,“ skrifar Pétur.

„Ég leyfi mér að halda því fram
að það athæfi sem þér hafið nú gert
yður beran að sé jafnhneykslanlegt“

„Ég er viss um að þér mynduð, eins og hver fullvita maður, álíta þetta vera hneykslanleg afskipti erlends ríkis af málefnum Íslands. Ég leyfi mér að halda því fram að það athæfi sem þér hafið nú gert yður beran að sé jafnhneykslanlegt.“

Bréfi Péturs lýkur með áskorun til Guðlaugs Þórs: „Að endingu skora ég á yður að þér segið nú þegar af yður ráðherraembættinu sem þér hafið svo stórlega misfarið með og biðjið þing og þjóð afsökunar á þessum afglöpum.“

Juan Guaidóhefur lýst sig forseta Venesúela og fengið víðtækan stuðning frá alþjóðasamfélaginu.

Hér má lesa bréf Péturs Guðgeirssonar til utanríkisráðherra í heild:

Herra utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson,

Ég vísa til þess að þér hafið, hinn 5. þ.m. látið birta fréttatilkynningu á vefsíðu utanríkisráðuneytisins þar sem fram kemur að þér höfðuð daginn áður lýst því yfir á ensku á netsíðunni Twitter "að Ísland styddi Juan Guaidó sem forseta Venesúela til bráðabirgða. Boðað skyldi til frjálsra og löglegra kosninga og vilji fólksins virtur." Þá segir þar: "Áður en utanríkisráðherra lýsti þessu yfir upplýsti hann utanríkismálanefnd Alþingis."

Í fréttatilkynningunni er þessi stjórnarathöfn yðar réttlætt með atburðum sem orðið hafa í Venesúela og ástandi sem ríkir þar í stjórnarfari og bjargræðismálum. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að maður að nafni Juan Guaidó, sem sagður er vera "lýðræðislega réttkjörinn forseti hins valdalausa þjóðþings" Venesúela, hafi nýverið lýst sig forseta landsins til bráðabirgða.

Nú hlýtur yður að vera kunnugt um það að Venesúela er fullvalda ríki og að landið er aðili að Sameinuðu þjóðunum líkt og Ísland. Þá er yður vafalaust kunnugt um að formlegt stjórnmálasamband er með ríkjunum tveimur, eins og t.d. má lesa í forsetaúrskurði nr. 8, 9. febrúar 2018 um sendiráð, fastanefndir ofl. Þá er ætti að vera óþarft að minna yður á það að fullveldi ríkja og virðing fyrir því er grundvöllur samskipta siðaðra ríkja og loks á það að ekkert ríki hefur samkvæmt þjóðarétti heimild til þess að hlutast til um innanríkismálefni annars ríkis. Hefur þetta verið viðurkennt með öllum siðuðum þjóðum frá friðarsamningunum í Westfalen 1648 þegar grundvöllur var lagður að hinu alþjóðlega kerfi fullvalda ríkja, eins og þér eigið vel að vita. Væru alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar t.d. óhugsandi ef þessu leiðarljósi væri ekki almennt fylgt, sbr. t.d. 2. gr. stofnsáttmála samtakanna frá 24. október 1945. Loks hljótið þér að vita að fullveldi ríkis er algjört og því dregur ekki úr því þótt þar séu innanlandsdeilur eða ríki óstjórn.

Mér er ekki kunnugt um að Ísland hafi nokkru sinni hlutast með þessum hætti í málefni annars fullvalda ríkis og reyndar leyfi ég mér að slá því föstu slík firn hafi aldrei átt sér stað. Hvernig litist yður nú á það, herra utanríkisráðherra, að starfsbróðir yðar í Venesúela fengi veður af því að forseti alþingis, Steingrímur J. Sigurðsson, hefði af einhverjum ástæðum sem hann bæri fyrir sig, útnefnt sjálfan sig forseta Íslands, og að nú lýsti þessi kollega yðar því yfir, fyrir hönd Venesúela, að Steingrímur J. væri réttur forseti Íslands en ekki sá sem til þess hefur verið kjörinn. Ég er viss um að þér mynduð, eins og hver fullvita maður, álíta þetta vera hneykslanleg afskipti erlends ríkis af málefnum Íslands. Ég leyfi mér að halda því fram að það athæfi sem þér hafið nú gert yður beran að sé jafnhneykslanlegt.

Samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33, 1944 skal bera upp mikilvæg stjórnarmálefni á ráðherrafundi. Ekki getur vafi leikið á því að ákvörðun um að Ísland hlutist til um stjórnskipunarmál annars fullvalda ríkis er mikilvægt stjórnarmálefni og því fremur sem sú íhlutun er bersýnilega ólögmæt. Ekki verður séð af því sem skráð er á vef forsætisráðuneytisins um tvo síðustu ráðherrafundina að þér hafið borið þetta mál upp þar, hvorki á fundi sem haldinn var 1. þ.m. né á fundi 5. þ.m. Get ég ekki betur séð en að slík vanræksla gæti varðað refsiábyrgð samkvæmt 2. gr. laga um ráðherraábyrgð nr. 4, 1963. Þá gæti sjálf embættisathöfnin hugsanlega varðað refsiábyrgð samkvæmt 10. gr. laganna.

Í fréttatilkynningunni segir að þér hafið "upplýst utanríkismálanefnd" (væntanlega um þessa ákvörðun yðar) áður en þér gerðuð hana kunna fyrir heiminum eða a.m.k. öðrum twittlingum. Þetta atriði er vitaskuld þýðingarlaust og dreifir hvorki ábyrgðinni af þessu tiltæki á herðar annarra né leysir það sjálfan yður undan henni. Þó hef ég haft fyrir því að fletta upp í fundargerðum tveggja funda nefndarinnar, 4. og 6. þm. Ekki er að skilja að þetta mál hafi borið á góma á fundi 4. þ.m. en í fundargerð um 6. þ.m., sem var eftir tilkynningu yðar, er þess þó getið undir liðnum "Ástandið í Venesúela" að þér hafið komið á fund nefndarinnar, farið yfir málið og svarað spurningum fundarmanna.

Að endingu skora ég á yður að þér segið nú þegar af yður ráðherraembættinu sem þér hafið svo stórlega misfarið með og biðjið þing og þjóð afsökunar á þessum afglöpum.

Með vinsemd,
Pétur Guðgeirsson 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár