Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja verja intersex fólk gegn hatursorðræðu og glæpum

Una Hild­ar­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, legg­ur til að refsi­vert verði að mis­muna fólki vegna með­fædds breyti­leika á líf­fræði­leg­um kyn­ein­kenn­um.

Vilja verja intersex fólk gegn hatursorðræðu og glæpum
Una Hildardóttir Vill verja intersexfólk gegn hatursorðræðu.

Breyta þarf almennum hegningarlögum þannig að intersex fólk sé varið gegn mismunun og hatursorðræðu. Þetta er mat sex þingmanna Vinstri grænna, sem hafa lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi.

Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Samkvæmt því verður orðunum „kyntjáning“ og „kyneinkenni“ bætt við þá grein laganna sem snýr að viðurlögum við mismunun gagnvart fólki í atvinnurekstri og þjónustustarfsemi og þá grein sem varðar hatursorðræðu.

Ólíkt hugtökum eins og trans og kynsegin, sem snúa að kynvitund fólk, vísar intersex til meðfædds breytileika á líffræðilegum kyneinkennum. Þegar kemur að intersex fólki er ekki ljóst við fæðingu hvort líffræðileg einkenni bendi til karlkyns eða kvenkyn manneskju.

„Verði frumvarpið samþykkt er réttindum intersex einstaklinga veitt aukin vernd og í því felst skýr yfirlýsing um að þeir njóti verndar á við aðra sem þurfa á sérstakri vernd að halda gegn m.a. hatursorðræðu og glæpum,“ segir í frumvarpinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár