Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja verja intersex fólk gegn hatursorðræðu og glæpum

Una Hild­ar­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, legg­ur til að refsi­vert verði að mis­muna fólki vegna með­fædds breyti­leika á líf­fræði­leg­um kyn­ein­kenn­um.

Vilja verja intersex fólk gegn hatursorðræðu og glæpum
Una Hildardóttir Vill verja intersexfólk gegn hatursorðræðu.

Breyta þarf almennum hegningarlögum þannig að intersex fólk sé varið gegn mismunun og hatursorðræðu. Þetta er mat sex þingmanna Vinstri grænna, sem hafa lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi.

Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Samkvæmt því verður orðunum „kyntjáning“ og „kyneinkenni“ bætt við þá grein laganna sem snýr að viðurlögum við mismunun gagnvart fólki í atvinnurekstri og þjónustustarfsemi og þá grein sem varðar hatursorðræðu.

Ólíkt hugtökum eins og trans og kynsegin, sem snúa að kynvitund fólk, vísar intersex til meðfædds breytileika á líffræðilegum kyneinkennum. Þegar kemur að intersex fólki er ekki ljóst við fæðingu hvort líffræðileg einkenni bendi til karlkyns eða kvenkyn manneskju.

„Verði frumvarpið samþykkt er réttindum intersex einstaklinga veitt aukin vernd og í því felst skýr yfirlýsing um að þeir njóti verndar á við aðra sem þurfa á sérstakri vernd að halda gegn m.a. hatursorðræðu og glæpum,“ segir í frumvarpinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár