RGB myndvinnsla hefur dregið til baka áfrýjun sína í máli Gabrielu Motolu. Gabriela stefndi RGB, systurfélagi kvikmyndaframleiðandans Pegasus, eftir að starfslokasamningi hennar var rift einhliða af aðaleiganda RGB og Pegasus. RGB var dæmt í fyrra til að greiða henni það sem eftir var af starfslokasamningi hennar, eða 974.140 krónur með vöxtum auk málskostnaðar.
RGB áfrýjaði dóminum 25. október síðastliðinn, sem var þá á síðustu stundu.
Héraðsdómur féllst ekki á útskýringar RGB
Málsvörn fyrirtækisins í héraðsdómi byggðist á því að Gabriela hefði ekki skilað nógu mikilli vinnu af sér og að starfslokasamningur hennar, sem var samþykktur rafrænt, hafi ekki verið gildur. Eggert Baldvinsson, framkvæmdastjóri RGB, sagði að hann hefði misskilið tölvupóstinn um starfslokasamninginn sem hann samþykkti rafrænt.
Hann hélt því fram að Gabriela hefði aðeins verið verktaki, þrátt fyrir að gerð hafi verið krafa á hana um að mæta ákveðið oft í vinnu áður …
Athugasemdir