Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn

Áfrýj­un til Lands­rétt­ar var dreg­in til baka í máli Gabrielu Motolu. Hún stefndi RGB mynd­vinnslu, syst­ur­fé­lagi Pega­sus kvik­mynda­gerð­ar, fyr­ir að virða ekki þriggja mán­aða starfs­loka­samn­ing.

Vann endanlega dómsmál eftir ólögmæta uppsögn

RGB myndvinnsla hefur dregið til baka áfrýjun sína í máli Gabrielu Motolu. Gabriela stefndi RGB, systurfélagi kvikmyndaframleiðandans Pegasus, eftir að starfslokasamningi hennar var rift einhliða af aðaleiganda RGB og Pegasus. RGB var dæmt í fyrra til að greiða henni það sem eftir var af starfslokasamningi hennar, eða 974.140 krónur með vöxtum auk málskostnaðar.

RGB áfrýjaði dóminum 25. október síðastliðinn, sem var þá á síðustu stundu.

Héraðsdómur féllst ekki á útskýringar RGB

Málsvörn fyrirtækisins í héraðsdómi byggðist á því að Gabriela hefði ekki skilað nógu mikilli vinnu af sér og að starfslokasamningur hennar, sem var samþykktur rafrænt, hafi ekki verið gildur. Eggert Baldvinsson, framkvæmdastjóri RGB, sagði að hann hefði misskilið tölvupóstinn um starfslokasamninginn sem hann samþykkti rafrænt.

Hann hélt því fram að Gabriela hefði aðeins verið verktaki, þrátt fyrir að gerð hafi verið krafa á hana um að mæta ákveðið oft í vinnu áður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár