„Hann sagði við mig að ef ég kæmi aftur á vinnustaðinn þá yrði ég bara tekinn og laminn. Hvað á ég að gera? Ég þarf samt að vinna.“
Svona lýsir Ingólfur Björgvin Jónsson, starfsmaður á kjaramálasviði Eflingar, frásögn erlends verkafólks af valdaníðslu sem honum finnst allt of algeng. Adam Kári Helgason, eftirlitsfulltrúi Rafiðnaðarsambands Íslands, tekur í sama streng. „Það hafa verið mörg dæmi um að félagsmenn komi til okkar og segja að eigandinn eða yfirmaðurinn ætli að sparka sér út og senda aftur heim án þess að fá vangoldin laun borguð. Sumir atvinnurekendur, en alls ekki allir, mála skrattann á vegginn.“
Þeir Ingólfur og Adam hafa víðtæka reynslu af vinnustaðaeftirliti á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega í byggingargeiranum. Þrátt fyrir að langflest fyrirtæki standi sig og komi vel fram við starfsfólk sitt eru Ingólfur og Adam sammála um að það vanti fleiri leiðir …
Athugasemdir