Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lifandi málverk, töfrandi raunveruleiki, og gamalt pönk

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 8.–21. fe­brú­ar.

Lifandi málverk, töfrandi raunveruleiki, og gamalt pönk

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Fígúrur í landslagi

Hvar? I8
Hvenær? Til 16. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sjö skjáir tróna á veggjum gallerísins, en í hverjum þeirra er sólarhringslangt myndbandsverk eftir Ragnar Kjartansson. Vísindamenn í hvítum sloppum sjást vafra stefnulaust um það sem við fyrstu sýn lítur út eins og málverk, en Ragnar segir að hvert og eitt þeirra tengist á einn eða annan hátt sósíalrealisma í anda þess sem dafnaði í Sovétríkjunum.

Fræbbblarnir

Hvar? Hard Rock
Hvenær? 8. febrúar kl. 22.00

Árið 1978 fæddist fyrsta tæknifrjóvgaða barnið, 900 meðlimir sértrúarsöfnuðar Jim Jones í Gvæjana frömdu sjálfsvíg, og Fræbbblarnir stigu fyrst á svið. Á þeim tæpu 41 ári sem hafa liðið hefur þessi elsta pönkhljómsveit Íslands spilað á ógrynni af tónleikum, en þeir halda áfram að gera það enn þann dag í dag.

Umrót

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 17. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk Mörtu Maríu eru óhlutbundin, á mörkum teikningar og málverks, og myndheimurinn ljóðrænn og opinn. Þau sýna óræðan heim sem er við það að leysast upp, heim sem er á mörkum þess að myndast eða eyðast. Pensilstrokur og flæði litarins virka sem stoðir málverksins, liggja ekki ofan á myndfletinum heldur byggja upp myndina.

Ben Frost

Hvar? Mengi
Hvenær? 8. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Ástralsk-íslenski tónlistarmaðurinn Ben Frost spilar í fyrsta skiptið á Mengi, en hann mun flytja Widening Gyre sem er tónleikaútgáfa plötunnar The Centre Cannot Hold sem kom út árið 2017. Þá hefur Ben hannað hljóðrýmið eins og unnið var að plötunni í stúdíói. Áhorfandinn situr inni í miðri hringiðu fjölpunkta hljóðumhverfis sem er ætlað til að örva skilningarvitin.

Vetrarhátíð

Hvar? Höfuðborgarsvæðið
Hvenær? Til 10. febrúar
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

Vetrarhátíð Reykjavíkur er hátíð ljóss og myrkurs, en um 150 stakir viðburðir tengjast hátíðinni. Á föstudaginn 8. febrúar er Safnanótt, en þá opna 53 söfn dyr sínar endurgjaldslaust og frítt verður í sérstakan Safnarnæturstrætó á milli safna. Laugardaginn 9. febrúar er síðan Sundlaugarnótt, en þá verður frítt í tólf sundlaugar frá 15.00–22.00.

Velkomin heim!

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 9., 10., & 15. febrúar
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Í þessari leiksýningunni segir leikkonan María Thelma Smáradóttir sögu móður sinnar, Völu Rúnar, sem fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Vala þekkti ekki föður sinn og missti móður á ungum aldri, en flutti til Íslands fyrir 26 árum þrátt fyrir að kunna ekki málið og þekkja engan. Samt leið henni frekar eins og hún væri komin heim á Íslandi en henni leið undir lokin í Taílandi.

Hringur, ferhyrningur og lína

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 8. febrúar til 28. apríl
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Verk Eyborgar Guðmundsdóttur byggja á fyrirmyndum geómetrískrar abstraktlistar þar sem sjónræn áhrif reglubundinna forma eru megináherslan, stíll sem kenndur er við „Op-list“. Ferill Eyborgar spannaði fimmtán ár, en hún náði að þróa persónulegt myndmál sem einkenndist af einföldum formum og sjónarspili sem sést í þessari yfirlitssýningu.

Dj. flugvél og geimskip, Axis Dancehall

Hvar? Iðnó
Hvenær? 20. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 500 kr.

Dj. flugvél og geimskip er hliðarsjálf listakonunnar Steinunnar Eldflaugar, en í því hlutverki flytur Steinunn lög um töfróttan raunveruleika þar sem viti bornar skepnur eiga flókið tilfinningalíf. Hún fagnar útgáfu plötunnar Our Atlantis á þessum tónleikum, en með henni spila stuðboltarnir Axis Dancehall sem fagna útgáfu plötunnar Celebs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár