Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lifandi málverk, töfrandi raunveruleiki, og gamalt pönk

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 8.–21. fe­brú­ar.

Lifandi málverk, töfrandi raunveruleiki, og gamalt pönk

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Fígúrur í landslagi

Hvar? I8
Hvenær? Til 16. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sjö skjáir tróna á veggjum gallerísins, en í hverjum þeirra er sólarhringslangt myndbandsverk eftir Ragnar Kjartansson. Vísindamenn í hvítum sloppum sjást vafra stefnulaust um það sem við fyrstu sýn lítur út eins og málverk, en Ragnar segir að hvert og eitt þeirra tengist á einn eða annan hátt sósíalrealisma í anda þess sem dafnaði í Sovétríkjunum.

Fræbbblarnir

Hvar? Hard Rock
Hvenær? 8. febrúar kl. 22.00

Árið 1978 fæddist fyrsta tæknifrjóvgaða barnið, 900 meðlimir sértrúarsöfnuðar Jim Jones í Gvæjana frömdu sjálfsvíg, og Fræbbblarnir stigu fyrst á svið. Á þeim tæpu 41 ári sem hafa liðið hefur þessi elsta pönkhljómsveit Íslands spilað á ógrynni af tónleikum, en þeir halda áfram að gera það enn þann dag í dag.

Umrót

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 17. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk Mörtu Maríu eru óhlutbundin, á mörkum teikningar og málverks, og myndheimurinn ljóðrænn og opinn. Þau sýna óræðan heim sem er við það að leysast upp, heim sem er á mörkum þess að myndast eða eyðast. Pensilstrokur og flæði litarins virka sem stoðir málverksins, liggja ekki ofan á myndfletinum heldur byggja upp myndina.

Ben Frost

Hvar? Mengi
Hvenær? 8. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Ástralsk-íslenski tónlistarmaðurinn Ben Frost spilar í fyrsta skiptið á Mengi, en hann mun flytja Widening Gyre sem er tónleikaútgáfa plötunnar The Centre Cannot Hold sem kom út árið 2017. Þá hefur Ben hannað hljóðrýmið eins og unnið var að plötunni í stúdíói. Áhorfandinn situr inni í miðri hringiðu fjölpunkta hljóðumhverfis sem er ætlað til að örva skilningarvitin.

Vetrarhátíð

Hvar? Höfuðborgarsvæðið
Hvenær? Til 10. febrúar
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

Vetrarhátíð Reykjavíkur er hátíð ljóss og myrkurs, en um 150 stakir viðburðir tengjast hátíðinni. Á föstudaginn 8. febrúar er Safnanótt, en þá opna 53 söfn dyr sínar endurgjaldslaust og frítt verður í sérstakan Safnarnæturstrætó á milli safna. Laugardaginn 9. febrúar er síðan Sundlaugarnótt, en þá verður frítt í tólf sundlaugar frá 15.00–22.00.

Velkomin heim!

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 9., 10., & 15. febrúar
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Í þessari leiksýningunni segir leikkonan María Thelma Smáradóttir sögu móður sinnar, Völu Rúnar, sem fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Vala þekkti ekki föður sinn og missti móður á ungum aldri, en flutti til Íslands fyrir 26 árum þrátt fyrir að kunna ekki málið og þekkja engan. Samt leið henni frekar eins og hún væri komin heim á Íslandi en henni leið undir lokin í Taílandi.

Hringur, ferhyrningur og lína

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 8. febrúar til 28. apríl
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Verk Eyborgar Guðmundsdóttur byggja á fyrirmyndum geómetrískrar abstraktlistar þar sem sjónræn áhrif reglubundinna forma eru megináherslan, stíll sem kenndur er við „Op-list“. Ferill Eyborgar spannaði fimmtán ár, en hún náði að þróa persónulegt myndmál sem einkenndist af einföldum formum og sjónarspili sem sést í þessari yfirlitssýningu.

Dj. flugvél og geimskip, Axis Dancehall

Hvar? Iðnó
Hvenær? 20. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 500 kr.

Dj. flugvél og geimskip er hliðarsjálf listakonunnar Steinunnar Eldflaugar, en í því hlutverki flytur Steinunn lög um töfróttan raunveruleika þar sem viti bornar skepnur eiga flókið tilfinningalíf. Hún fagnar útgáfu plötunnar Our Atlantis á þessum tónleikum, en með henni spila stuðboltarnir Axis Dancehall sem fagna útgáfu plötunnar Celebs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár