Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lifandi málverk, töfrandi raunveruleiki, og gamalt pönk

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 8.–21. fe­brú­ar.

Lifandi málverk, töfrandi raunveruleiki, og gamalt pönk

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Fígúrur í landslagi

Hvar? I8
Hvenær? Til 16. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sjö skjáir tróna á veggjum gallerísins, en í hverjum þeirra er sólarhringslangt myndbandsverk eftir Ragnar Kjartansson. Vísindamenn í hvítum sloppum sjást vafra stefnulaust um það sem við fyrstu sýn lítur út eins og málverk, en Ragnar segir að hvert og eitt þeirra tengist á einn eða annan hátt sósíalrealisma í anda þess sem dafnaði í Sovétríkjunum.

Fræbbblarnir

Hvar? Hard Rock
Hvenær? 8. febrúar kl. 22.00

Árið 1978 fæddist fyrsta tæknifrjóvgaða barnið, 900 meðlimir sértrúarsöfnuðar Jim Jones í Gvæjana frömdu sjálfsvíg, og Fræbbblarnir stigu fyrst á svið. Á þeim tæpu 41 ári sem hafa liðið hefur þessi elsta pönkhljómsveit Íslands spilað á ógrynni af tónleikum, en þeir halda áfram að gera það enn þann dag í dag.

Umrót

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 17. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk Mörtu Maríu eru óhlutbundin, á mörkum teikningar og málverks, og myndheimurinn ljóðrænn og opinn. Þau sýna óræðan heim sem er við það að leysast upp, heim sem er á mörkum þess að myndast eða eyðast. Pensilstrokur og flæði litarins virka sem stoðir málverksins, liggja ekki ofan á myndfletinum heldur byggja upp myndina.

Ben Frost

Hvar? Mengi
Hvenær? 8. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Ástralsk-íslenski tónlistarmaðurinn Ben Frost spilar í fyrsta skiptið á Mengi, en hann mun flytja Widening Gyre sem er tónleikaútgáfa plötunnar The Centre Cannot Hold sem kom út árið 2017. Þá hefur Ben hannað hljóðrýmið eins og unnið var að plötunni í stúdíói. Áhorfandinn situr inni í miðri hringiðu fjölpunkta hljóðumhverfis sem er ætlað til að örva skilningarvitin.

Vetrarhátíð

Hvar? Höfuðborgarsvæðið
Hvenær? Til 10. febrúar
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

Vetrarhátíð Reykjavíkur er hátíð ljóss og myrkurs, en um 150 stakir viðburðir tengjast hátíðinni. Á föstudaginn 8. febrúar er Safnanótt, en þá opna 53 söfn dyr sínar endurgjaldslaust og frítt verður í sérstakan Safnarnæturstrætó á milli safna. Laugardaginn 9. febrúar er síðan Sundlaugarnótt, en þá verður frítt í tólf sundlaugar frá 15.00–22.00.

Velkomin heim!

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 9., 10., & 15. febrúar
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Í þessari leiksýningunni segir leikkonan María Thelma Smáradóttir sögu móður sinnar, Völu Rúnar, sem fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Vala þekkti ekki föður sinn og missti móður á ungum aldri, en flutti til Íslands fyrir 26 árum þrátt fyrir að kunna ekki málið og þekkja engan. Samt leið henni frekar eins og hún væri komin heim á Íslandi en henni leið undir lokin í Taílandi.

Hringur, ferhyrningur og lína

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 8. febrúar til 28. apríl
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Verk Eyborgar Guðmundsdóttur byggja á fyrirmyndum geómetrískrar abstraktlistar þar sem sjónræn áhrif reglubundinna forma eru megináherslan, stíll sem kenndur er við „Op-list“. Ferill Eyborgar spannaði fimmtán ár, en hún náði að þróa persónulegt myndmál sem einkenndist af einföldum formum og sjónarspili sem sést í þessari yfirlitssýningu.

Dj. flugvél og geimskip, Axis Dancehall

Hvar? Iðnó
Hvenær? 20. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 500 kr.

Dj. flugvél og geimskip er hliðarsjálf listakonunnar Steinunnar Eldflaugar, en í því hlutverki flytur Steinunn lög um töfróttan raunveruleika þar sem viti bornar skepnur eiga flókið tilfinningalíf. Hún fagnar útgáfu plötunnar Our Atlantis á þessum tónleikum, en með henni spila stuðboltarnir Axis Dancehall sem fagna útgáfu plötunnar Celebs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár