Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lifandi málverk, töfrandi raunveruleiki, og gamalt pönk

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 8.–21. fe­brú­ar.

Lifandi málverk, töfrandi raunveruleiki, og gamalt pönk

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Fígúrur í landslagi

Hvar? I8
Hvenær? Til 16. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sjö skjáir tróna á veggjum gallerísins, en í hverjum þeirra er sólarhringslangt myndbandsverk eftir Ragnar Kjartansson. Vísindamenn í hvítum sloppum sjást vafra stefnulaust um það sem við fyrstu sýn lítur út eins og málverk, en Ragnar segir að hvert og eitt þeirra tengist á einn eða annan hátt sósíalrealisma í anda þess sem dafnaði í Sovétríkjunum.

Fræbbblarnir

Hvar? Hard Rock
Hvenær? 8. febrúar kl. 22.00

Árið 1978 fæddist fyrsta tæknifrjóvgaða barnið, 900 meðlimir sértrúarsöfnuðar Jim Jones í Gvæjana frömdu sjálfsvíg, og Fræbbblarnir stigu fyrst á svið. Á þeim tæpu 41 ári sem hafa liðið hefur þessi elsta pönkhljómsveit Íslands spilað á ógrynni af tónleikum, en þeir halda áfram að gera það enn þann dag í dag.

Umrót

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 17. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk Mörtu Maríu eru óhlutbundin, á mörkum teikningar og málverks, og myndheimurinn ljóðrænn og opinn. Þau sýna óræðan heim sem er við það að leysast upp, heim sem er á mörkum þess að myndast eða eyðast. Pensilstrokur og flæði litarins virka sem stoðir málverksins, liggja ekki ofan á myndfletinum heldur byggja upp myndina.

Ben Frost

Hvar? Mengi
Hvenær? 8. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Ástralsk-íslenski tónlistarmaðurinn Ben Frost spilar í fyrsta skiptið á Mengi, en hann mun flytja Widening Gyre sem er tónleikaútgáfa plötunnar The Centre Cannot Hold sem kom út árið 2017. Þá hefur Ben hannað hljóðrýmið eins og unnið var að plötunni í stúdíói. Áhorfandinn situr inni í miðri hringiðu fjölpunkta hljóðumhverfis sem er ætlað til að örva skilningarvitin.

Vetrarhátíð

Hvar? Höfuðborgarsvæðið
Hvenær? Til 10. febrúar
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

Vetrarhátíð Reykjavíkur er hátíð ljóss og myrkurs, en um 150 stakir viðburðir tengjast hátíðinni. Á föstudaginn 8. febrúar er Safnanótt, en þá opna 53 söfn dyr sínar endurgjaldslaust og frítt verður í sérstakan Safnarnæturstrætó á milli safna. Laugardaginn 9. febrúar er síðan Sundlaugarnótt, en þá verður frítt í tólf sundlaugar frá 15.00–22.00.

Velkomin heim!

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 9., 10., & 15. febrúar
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Í þessari leiksýningunni segir leikkonan María Thelma Smáradóttir sögu móður sinnar, Völu Rúnar, sem fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Vala þekkti ekki föður sinn og missti móður á ungum aldri, en flutti til Íslands fyrir 26 árum þrátt fyrir að kunna ekki málið og þekkja engan. Samt leið henni frekar eins og hún væri komin heim á Íslandi en henni leið undir lokin í Taílandi.

Hringur, ferhyrningur og lína

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 8. febrúar til 28. apríl
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Verk Eyborgar Guðmundsdóttur byggja á fyrirmyndum geómetrískrar abstraktlistar þar sem sjónræn áhrif reglubundinna forma eru megináherslan, stíll sem kenndur er við „Op-list“. Ferill Eyborgar spannaði fimmtán ár, en hún náði að þróa persónulegt myndmál sem einkenndist af einföldum formum og sjónarspili sem sést í þessari yfirlitssýningu.

Dj. flugvél og geimskip, Axis Dancehall

Hvar? Iðnó
Hvenær? 20. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 500 kr.

Dj. flugvél og geimskip er hliðarsjálf listakonunnar Steinunnar Eldflaugar, en í því hlutverki flytur Steinunn lög um töfróttan raunveruleika þar sem viti bornar skepnur eiga flókið tilfinningalíf. Hún fagnar útgáfu plötunnar Our Atlantis á þessum tónleikum, en með henni spila stuðboltarnir Axis Dancehall sem fagna útgáfu plötunnar Celebs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár