Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja frávísunartillögu ekki vera stuðning við Bergþór

Þing­flokks­for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna segja frá­vís­un­ar­til­lögu á að Berg­þór Óla­son yrði sett­ur af sem formað­ur um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar ekki fela í sér stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann.

Segja frávísunartillögu ekki vera stuðning við Bergþór
Af Klaustri Bergþór Ólason, sem sést á myndinni á barnum Klaustri ásamt félögum sínum í Miðflokknum, hafði þar yfir fjölmörg óviðurkvæmileg orð um konur og kollega sína.

Þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna segja að frávísunartillaga Jóns Gunnarssonar og stuðningur þingmanna meirihlutans, utan Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis við hana hafi ekki verið stuðningsyfirlýsing við nefndarformennsku Bergþórs Ólasonar. Óvissa hafi verið um hvort tillagan væri tæk.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem þingflokksformenn Vinstri grænnar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa sent frá sér. Í tilkynningunni kemur ekki fram hvort stjórnarflokkarnir séu andsnúnir setu Bergþórs Ólasonar sem formanns, heldur eingöngu að ekki hafi verið um stuðningsyfirlýsingu við hann að ræða. Þar kemur fram að umrædd frávísunartillaga hafi einungis snúið að því að setja hafi átt Bergþór af en ekki hafi legið fyrir tillaga um nýjan formann. Óvissa hafi verið um hvort tillagan væri tæk.

Í fyrri frétt Stundarinnar kemur hins vegar fram að þingkonurnar sem lögðu fram tillöguna um að setja Bergþór af óskuðu eftir fundarhléi svo unnt væri að kanna hvort tillagan væri tæk. Var þá ætlunin að gera breytingar á tillögunni ef niðurstaðan væri sú að svo væri ekki. Á þetta var ekki fallist.

Hér má sjá hvernig Bergþór Ólason talaði um konur á veitingastaðnum Klaustri í fyrra.

Í yfirlýsingu þingflokksformannanna kemur fram að formennska í umhverfis- og samgöngunefnd sé hluti af samkomulagi milli meirihlutans á Alþingi og minnihlutans. „Samkvæmt samkomulagi þingflokksformanna í kjölfar þingkosninga 2017 féll formennska í þremur nefndum í skaut stjórnarandstöðuflokka og formennska í fimm nefndum í skaut stjórnarflokkanna. Það er á forræði þingflokksformanna ef breyta á samkomulaginu og hafa þannig áhrif á nefndarformennsku,“ segir í yfirlýsingunni.

Í 14. grein þingskapa Alþingis er rakið hvernig kosið skuli í fastanefndir Alþingis. Þar er tiltekið að á þingsetningarfundi skuli formenn þingflokka leggja fram við kosningu fastanefndar tillögu um skipun nefndanna, byggða á hlutfallslegum þingstyrk flokka og jafnfram að tilgreina skuli hvernig embættum sé skipt milli þingflokka.

Hins vegar segir einnig í 4. málsgrein 14. greinar: „Nefnd getur hvenær sem er kosið að nýju formann eða varaformenn ef fyrir liggur beiðni meiri hluta nefndarmanna og fellur þá hin fyrri kosning úr gildi er ný kosning hefur farið fram.“ Þannig er augljóst að það þarf ekki eingöngu að vera á forræði þingflokksformanna að ákveða hvernig nefndarformennsku er háttað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár