Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnarþingmenn styðja Bergþór Ólason

Sit­ur áfram sem formað­ur um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Al­þing­is í skjóli þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks­ins sem vís­uðu frá til­lögu um kosn­ingu nýs for­manns.

Stjórnarþingmenn styðja Bergþór Ólason
Varinn af stjórnarþingmönnum Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar auk Klaustursþingmanna vísaði í morgun frá tillögu um að setja Bergþór Ólason af sem formann umhverfis- og samgöngunefndar.

Þingmenn stjórnarflokkanna í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vísuðu á fundi í morgun frá tillögu um að formaður nefndarinnar yrði settur af. Bergþór Ólason mun því sitja sem fastast í formannsstólnum nú eftir að hann kom til baka úr sjálfskipuðu leyfi sínu frá þingstörfum eftir Klaustursskandalinn.

Bergþór settist aftur á þing í síðustu viku eftir að hafa farið í leyfi í lok nóvember í kjölfar þess að Stundin og DV birtu upptökur af svívirðingum sem hann lét frá sér í drykkjusamsæti með öðrum þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum Flokks fólksins.

Meðal þess sem Bergþór lét sérum munn fara var að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, væri „húrrandi klikkuð kunta“, að Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum væri „miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum“, að Albertína Elíastdóttir, þingkona Samfylkingarinnar hefði reynt að nauðga sér, um að vilja ríða Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra Framsóknarflokksins og hún væri „skrokkur sem typpið á mér dugði í“ auk annarra ógeðfelldra ummæla um konur og kollega sína.

Orðfæri og framganga Bergþórs og hinna Klaustursþingmannanna vakti sem þekkt er mikla reiði og andúð. Hópur þingkvenna sendi frá sér, í kjölfar birtingar á upptökum af ummælunum, yfirlýsingu þar sem þær fordæmdu þau og óskuðu eftir að málið yrði tekið upp í forsætisnefnd. Þá ræddu þingmenn sín á milli ýmsar hugmyndir að aðgerðum til að sniðganga eða koma Klaustursþingmönnunum í skilning um að þeir væru ekki velkomnir á þingi. Lilja Alfreðsdóttir sagði yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins óafsakanlegar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýsti því yfir að honum hefði ofboðið virðingarleysið sem hefði komið fram í orðfæri þingmannanna.

Bergþór hefur setið sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar frá síðustu Alþingiskosningum og eftir að hafa tekið sæti á þingi aftur í síðustu viku mætti hann á fund nefndarinnar í morgun. Þar bar Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, upp tillögu um Bergþór yrði settur af, með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, og Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingkonu Viðreisnar. Mun hafa verið gerð athugasemd við tillöguna inni á fundinum og því velt upp að mögulega stæðist það ekki þingsköp að setja formanninn af án þess að kjósa nýjan í staðinn. Munu þingkonurnar sem stóðu að tillögunni þá hafa farið fram á að gert yrði stutt fundarhlé til að hægt yrði að kanna hvort tillagan stæðist þingskaparlög, og ef vafi léki á því væri mögulegt að gera breytingar á tillögunni, ef þörf kræfi, á þann veg að kosinn yrði nýr formaður. Því var hins vegar hafnað. 

Þegar því hafði verið hafnað, að gera hlé á fundinum, fóru þingkonurnar sem stóðu að tillögunni um að setja Bergþór af fram á að greidd yrðu atkvæði um hana óbreytta. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. varaformaður nefndarinnar, lagði þá fram frávísunartillögu á tillöguna og samþykktu nefndarmenn stjórnarflokkanna og Klaustursþingmenn hana. Þetta voru, ásamt Jóni og Bergþóri, þau Ari Trausti Guðmundsson úr Vinstri grænum, Vilhjálmur Árnason úr Sjálfstæðisflokki, Líneik Anna Sævarsdóttir úr Framsóknarflokki og Karl Gauti Hjaltason utan flokka en hann sat einmitt á Klaustri umrætt kvöld.

Verja ekki Lilju

Nokkra athygli vekur að sjá þingmenn stjórnarflokkanna styðja með svo einörðum hætti áframhaldandi formennsku Bergþórs, meðal annars vegna eindreginna yfirlýsinga Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um málið. Lilja hefur lýst þeim orðum sem voru látin falla á Klaustri sem árás og sem ofbeldi, að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór séu ofbeldismenn, eins og sjá má í viðtali við hana sem birt er hér að neðan. Nú bregður svo við að meira að segja samflokkskona hennar, Líneik Anna, gengur fram fyrir skjöldu til að verja stöðu Bergþórs.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa tekið upp hanskann fyrir Klaustursþingmenninna. Þingmenn Miðflokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji að Bára Halldórsdóttir, sú sem tók upp samskipti þeirra á Klaustri, sæti refsingu, greiði þeim miskabætur og verði sektuð af Persónuvernd vegna ólögmætrar „njósnaaðgerðar“. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar, hefur lýst skilningi á aðgerðum þingmannanna gagnvart Báru. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
4
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
5
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár