Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óráð að einkavæða eða skipta upp Landsvirkjun

Hærri fjár­magns­kostn­að­ur, minni stærð­ar­hag­kvæmni og skert samn­ings­staða væri á með­al lík­legra af­leið­inga þess ef hug­mynd­ir um einka­væð­ingu og upp­skipt­ingu Lands­virkj­un­ar yrðu að veru­leika sam­kvæmt nýrri skýrslu um orku­auð­lind­ir Ís­lend­inga.

Óráð að einkavæða eða skipta upp Landsvirkjun
„Hið opinbera yfir og allt um kring“ Opinbert eignarhald hefur tryggt Landsvirkjun hagstæð lánskjör og dregið úr fjármagnskostnaði. Mynd: Af vef Landsvirkjunar

Það hefði verulega ókosti og yrði Íslendingum dýrkeypt að skipta upp Landsvirkjun og einkavæða hluta hennar. Bent er á þetta í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækin Intellecon og Reykjavik Economics unnu fyrir Landsvirkjun. Hærri fjármagnskostnaður, minni stærðarhagkvæmni, skert samningsstaða gagnvart stórkaupendum og aukinn stjórnunarkostnaður eru á meðal hinna neikvæðu áhrifa sem slíkar aðgerðir kynnu að hafa að mati skýrsluhöfunda, hagfræðinganna Gunnars Haraldssonar og Magnúsar Árna Skúlasonar.

Vill virkari samkeppniBjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gert athugasemdir við að ríkið sé jafn umsvifamikið á orkumarkaði og raun ber vitni og hvatt til aukinnar samkeppni.

Á undanförnum árum hafa ítrekað komið fram hugmyndir um að einkavæða Landsvirkjun eða skipta henni upp og selja hluta hennar. Árið 2016 vann Lars Christensen alþjóðahagfræðingur skýrslu fyrir Samtök iðnaðarins þar sem hann lagði til að Landsvirkjun yrði skipt í smærri einingar og seld til einkaaðila. Í fyrra velti svo Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, því upp á ársfundi Landsvirkjunar hvort það þyrfti ekki að koma á virkari samkeppni í orkugeiranum og gagnrýndi að „hið opinbera [væri] yfir og allt um kring á raforkumarkaði“. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, brást við með því að hvetja til þess að Landsvirkjun yrði skipt upp í minni einingar; aðeins þannig væri hægt að auka samkeppni. „Þær eiga ekki allar að vera í ríkiseigu að mínu mati,“ sagði Ásgeir í viðtali við Viðskiptablaðið. 

Í nýlegri skýrslu, Orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar, víkja Gunnar Haraldsson og Magnús Árni að hugmyndum um uppskiptingu og einkavæðingu Landsvirkjunar. Þeir fallast á að skipting í smærri einingar geti aukið samkeppni á heildsölu- og stórnotendamarkaði. Hins vegar benda þeir á að í ljósi samsetningar viðskiptavina Landsvirkjunar, þar sem 80 prósent allrar raforkuframleiðslu eru seld stórnotendum, væri ávinningur stórnotendanna hlutfallslega meiri en aðila á heildsölumarkaði. „Ókosturinn við uppskiptingu Landsvirkjunar væri líklega hærri fjármagnskostnaður, skert stærðarhagkvæmni, aukin kostnaður við stjórnun og annan rekstur. Þá má ætla að samningsstaða gagnvart alþjóðlegum stórkaupendum yrði verri,“ skrifa þeir. 

Bent er á að með opinberu eignarhaldi hafi Landsvirkjun alltaf notið hagstæðari lánskjara en hefðu fengist ef fyrirtækið hefði verið í eigu einkaaðila eða verið skipt í minni einingar. Stórrekstur raforkuframleiðenda sé algengt fyrirkomulag í nágrannalöndunum og Svíum og Norðmönnum hafi ekki þótt tilefni til að skipta upp opinberu fyrirtækjunum Statkraft og Vattenfall. „Einn stærsti kostnaðarliður í rekstri Landsvirkjunar eru fjármagnsgjöld. Því skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtækið að lágmarka kostnað við lántökur en ólíklegt verður að teljast að það markmið næðist með uppskiptingu fyrirtækisins. Sýnt hefur verið fram á að stærð fyrirtækja, aldur og eignarhald skiptir máli hvað varðar aðgengi að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og lánskjör.“

Skýrsluhöfundar reifa ýmis sjónarmið sem jafnan eru talin styrkja málstað þeirra sem aðhyllast pinbert eignarhald á raforkuframleiðslufyrirtækjum. Þá svara þeir nokkrum mótrökum einkavæðingarsinna, t.d. þeim er lúta að svokölluðum umboðsvanda í ríkisrekstri, þar sem persónulegir hagsmunir stjórnendur fara ekki saman við hagsmuni fyrirtækisins. „Lengi vel var sá vandi mjög áberandi í rekstri opinberra fyrirtækja en nýjar stjórnunaraðferðir, nýting upplýsingatækni ásamt góðum stjórnarháttum hafa dregið verulega úr þeim vanda, samkvæmt rannsóknum,“ skrifa þeir og vísa meðal annars til rannsókna fræðimannanna Aldo Musacchio og Sergio G. Lazzarini sem hafa sýnt hvernig ríkisrekin fyrirtæki víða um heim hafa nútímavæðst og stóraukið skilvirkni sína á undanförnum áratugum. „Þannig er varasamt að bera saman 20. aldar sósíalísk einokunarfyrirtæki við þjóðarfyrirtæki ýmissa ríkja nútímans, sbr. þjóðfélagsleg mikilvæg fyrirtæki í Kína, Brasilíu og víðar.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár