Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óráð að einkavæða eða skipta upp Landsvirkjun

Hærri fjár­magns­kostn­að­ur, minni stærð­ar­hag­kvæmni og skert samn­ings­staða væri á með­al lík­legra af­leið­inga þess ef hug­mynd­ir um einka­væð­ingu og upp­skipt­ingu Lands­virkj­un­ar yrðu að veru­leika sam­kvæmt nýrri skýrslu um orku­auð­lind­ir Ís­lend­inga.

Óráð að einkavæða eða skipta upp Landsvirkjun
„Hið opinbera yfir og allt um kring“ Opinbert eignarhald hefur tryggt Landsvirkjun hagstæð lánskjör og dregið úr fjármagnskostnaði. Mynd: Af vef Landsvirkjunar

Það hefði verulega ókosti og yrði Íslendingum dýrkeypt að skipta upp Landsvirkjun og einkavæða hluta hennar. Bent er á þetta í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækin Intellecon og Reykjavik Economics unnu fyrir Landsvirkjun. Hærri fjármagnskostnaður, minni stærðarhagkvæmni, skert samningsstaða gagnvart stórkaupendum og aukinn stjórnunarkostnaður eru á meðal hinna neikvæðu áhrifa sem slíkar aðgerðir kynnu að hafa að mati skýrsluhöfunda, hagfræðinganna Gunnars Haraldssonar og Magnúsar Árna Skúlasonar.

Vill virkari samkeppniBjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gert athugasemdir við að ríkið sé jafn umsvifamikið á orkumarkaði og raun ber vitni og hvatt til aukinnar samkeppni.

Á undanförnum árum hafa ítrekað komið fram hugmyndir um að einkavæða Landsvirkjun eða skipta henni upp og selja hluta hennar. Árið 2016 vann Lars Christensen alþjóðahagfræðingur skýrslu fyrir Samtök iðnaðarins þar sem hann lagði til að Landsvirkjun yrði skipt í smærri einingar og seld til einkaaðila. Í fyrra velti svo Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, því upp á ársfundi Landsvirkjunar hvort það þyrfti ekki að koma á virkari samkeppni í orkugeiranum og gagnrýndi að „hið opinbera [væri] yfir og allt um kring á raforkumarkaði“. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, brást við með því að hvetja til þess að Landsvirkjun yrði skipt upp í minni einingar; aðeins þannig væri hægt að auka samkeppni. „Þær eiga ekki allar að vera í ríkiseigu að mínu mati,“ sagði Ásgeir í viðtali við Viðskiptablaðið. 

Í nýlegri skýrslu, Orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar, víkja Gunnar Haraldsson og Magnús Árni að hugmyndum um uppskiptingu og einkavæðingu Landsvirkjunar. Þeir fallast á að skipting í smærri einingar geti aukið samkeppni á heildsölu- og stórnotendamarkaði. Hins vegar benda þeir á að í ljósi samsetningar viðskiptavina Landsvirkjunar, þar sem 80 prósent allrar raforkuframleiðslu eru seld stórnotendum, væri ávinningur stórnotendanna hlutfallslega meiri en aðila á heildsölumarkaði. „Ókosturinn við uppskiptingu Landsvirkjunar væri líklega hærri fjármagnskostnaður, skert stærðarhagkvæmni, aukin kostnaður við stjórnun og annan rekstur. Þá má ætla að samningsstaða gagnvart alþjóðlegum stórkaupendum yrði verri,“ skrifa þeir. 

Bent er á að með opinberu eignarhaldi hafi Landsvirkjun alltaf notið hagstæðari lánskjara en hefðu fengist ef fyrirtækið hefði verið í eigu einkaaðila eða verið skipt í minni einingar. Stórrekstur raforkuframleiðenda sé algengt fyrirkomulag í nágrannalöndunum og Svíum og Norðmönnum hafi ekki þótt tilefni til að skipta upp opinberu fyrirtækjunum Statkraft og Vattenfall. „Einn stærsti kostnaðarliður í rekstri Landsvirkjunar eru fjármagnsgjöld. Því skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtækið að lágmarka kostnað við lántökur en ólíklegt verður að teljast að það markmið næðist með uppskiptingu fyrirtækisins. Sýnt hefur verið fram á að stærð fyrirtækja, aldur og eignarhald skiptir máli hvað varðar aðgengi að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og lánskjör.“

Skýrsluhöfundar reifa ýmis sjónarmið sem jafnan eru talin styrkja málstað þeirra sem aðhyllast pinbert eignarhald á raforkuframleiðslufyrirtækjum. Þá svara þeir nokkrum mótrökum einkavæðingarsinna, t.d. þeim er lúta að svokölluðum umboðsvanda í ríkisrekstri, þar sem persónulegir hagsmunir stjórnendur fara ekki saman við hagsmuni fyrirtækisins. „Lengi vel var sá vandi mjög áberandi í rekstri opinberra fyrirtækja en nýjar stjórnunaraðferðir, nýting upplýsingatækni ásamt góðum stjórnarháttum hafa dregið verulega úr þeim vanda, samkvæmt rannsóknum,“ skrifa þeir og vísa meðal annars til rannsókna fræðimannanna Aldo Musacchio og Sergio G. Lazzarini sem hafa sýnt hvernig ríkisrekin fyrirtæki víða um heim hafa nútímavæðst og stóraukið skilvirkni sína á undanförnum áratugum. „Þannig er varasamt að bera saman 20. aldar sósíalísk einokunarfyrirtæki við þjóðarfyrirtæki ýmissa ríkja nútímans, sbr. þjóðfélagsleg mikilvæg fyrirtæki í Kína, Brasilíu og víðar.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár