Það er óhætt að segja að nýleg auglýsing rakvéla-framleiðandans Gillette hafi kallað fram sterk viðbrögð á netinu og í dægurmenningu almennt. Það var sennilega hugmyndin. Fyrirtækið var enda að taka skýra afstöðu í ákveðnu menningarstríði sem hefur geisað undanfarin ár. Það hefur stundum verið undir yfirborðinu, eða einskorðast við ákveðin samfélög á netinu, en eftir #metoo-umræðuna eru átökin orðin meira áberandi.
Fjölmiðlar eru í þessu tilfelli sakaðir um að hlaupa á sig með því að byrja að segja fréttir af froðufellandi viðbrögðum andfemínista áður en þau voru í raun komin fram. Þannig var fréttamaður BBC gripinn við að vitna í Twitter-reikninga sem voru nýir og höfðu örfáa fylgjendur. Það var vissulega hægt að finna froðufellandi einstaklinga en voru viðbrögðin virkilega svona hörð?
Þau urðu það í það minnsta fljótt. Margir gripu þessa meintu umræðu á lofti og fordæmdu Gillette. Þá virtust vera samantekin ráð um að setja „dislike“ á auglýsinguna …
Athugasemdir