Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dómsmálaráðuneytið staðfestir áfellisdóm yfir móður þrátt fyrir lögreglurannsókn á föður

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur stað­fest úr­skurð sýslu­manns þar sem Sigrún Sif Jó­els­dótt­ir var sögð hafa brot­ið gegn barni með því að greina frá meintu of­beldi föð­ur þess. Fað­ir­inn sæt­ir lög­reglu­rann­sókn og er með rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna máls­ins.

Dómsmálaráðuneytið staðfestir áfellisdóm yfir móður þrátt fyrir lögreglurannsókn á föður
Sammála sýslumanni „Ráðuneytið hefur farið ítarlega yfir meðferð málsins og fær ekki annað séð en reglur barnalaga hafi legið til grundvallar niðurstöðu sýslumanns,“ segir í úrskurði dómsmálaráðuneytisins. Mynd: Davíð Þór

Dómsmálaráðuneytið telur „ekkert hafa komið fram“ í máli Sigrúnar Sifjar Jóelsdóttur og barnsföður hennar sem styðji kröfur Sigrúnar um að umgengni föðurins við barnið skuli fara fram undir eftirliti. Maðurinn er með réttarstöðu sakbornings í lögreglurannsókn vegna meintra brota gegn Sigrúnu en dómsmálaráðuneytið hefur nú staðfest úrskurð sýslumanns þar sem Sigrún er sögð hafa brotið gegn barninu með því að lýsa áhyggjum af meintu ofbeldi. 

Sakaði barnsföður um ofbeldiSýslumaður telur að Sigrún Sif hafi brotið gegn barni sínu með því að greina frá meintu ofbeldi sem lögregla hefur nú til rannsóknar. 

Sigrún Sif var einn af viðmælendum Stundarinnar í forsíðuumfjöllun blaðsins þann 11. maí í fyrra þar sem rakið var hvernig sýslumannsembætti hafa ítrekað litið framhjá vísbendingum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um umgengni og dagsektir. Var umgengnisúrskurður í máli Sigrúnar og barnsföður hennar tekinn sem dæmi um tilvik þar sem sýslumaður lét það bitna sérstaklega á móður að hafa sakað barnsföður sinn um ofbeldi án þess að það hefði leitt til ákæru eða dóms. Nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Stundarinnar hóf lögregla rannsókn á meintu ofbeldi mannsins, en frásögn af atvikum kom við sögu í áhrifamiklu myndbandi UN Women gegn kynbundnu ofbeldi þar sem karlar lásu upp sögur þolenda. 

Barnsfaðir Sigrúnar hefur sjálfur fjallað um sín persónulegu málefni í fjölmiðlum en athygli vakti í mars 2017 þegar hann steig fram í DV sem fórnarlamb umgengnistálmunar og birti myndband af sér að nema son sinn á brott úr grunnskóla án vitundar móður, forsjáraðilans, og í óþökk skólastjórnenda. Í myndbandinu má sjá manninn rífast við starfsfólk skólans fyrir aftan bíl þar sem barnið situr óttaslegið í aftursætinu. „Ég er svo hræddur. Af hverju er verið að rífast?“ spyr drengurinn meðan faðirinn veifar umgengnissamningi sem hann telur réttlæta gjörðir sínar. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla en þar fer maðurinn hörðum orðum um barnsmóður sína, kallar hana „vitfirrta konu“, eða „deranged woman“, og segist vilja varpa ljósi á „hið tvöfalda siðgæði í þjóðfélaginu“ þegar kemur að umgengnismálum.

Taldi ásakanir tilhæfulausar og ákvað aukna umgengni

Við meðferð umgengnismálsins hjá sýslumanni lagði Sigrún fram gögn úr dagbók lögreglu, meðal annars vegna tilkynningar um heimilisofbeldi frá 2007 og kæru hennar á hendur manninum frá 2017. Í lögregluskýrslu eru hafðar eftir Sigrúnu ítarlegar lýsingar á átta atvikum mörg ár aftur í tímann, meðal annars á kynferðisofbeldi, barsmíðum, eignaspjöllum, húsbroti og hótunum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur lögregla yfirheyrt fólk sem varð vitni að tilteknum atvikum sem lýst er í kærunni. Þá liggur fyrir tilkynning lögreglu til barnaverndarnefndar Kópavogs um meint andlegt ofbeldi föðurins gegn barninu, en hún var send í kjölfar þess að Sigrún leitaði til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis.

Sýslumaður komst að niðurstöðu í umgengnismáli Sigrúnar og sonar hennar þann 7. desember 2017. Ekki aðeins var beiðni Sigrúnar um eftirlit með umgengni hafnað heldur var kveðið á um aukna umgengni drengsins við föður sinn frá því sem fyrir var án þess þó að faðirinn hefði farið fram á slíkt. Í úrskurðinum er því slegið föstu að ásakanir Sigrúnar gegn barnsföður sínum séu tilhæfulausar og jafnframt fullyrt að með þeim hafi Sigrún skaðað barnið sitt.

Úrskurður sýslumanns var kærður til dómsmálaráðuneytisins þann 5. febrúar 2018. Málsmeðferðin í ráðuneytinu tók þannig tæpt ár, en Sigrúnu Sif var ítrekað tjáð að málinu væri rétt ólokið. Hún leitaði til umboðsmanns Alþingis sem skrifaði dómsmálaráðuneytinu og óskaði skýringa á töfunum. Ráðuneytið komst loks að niðurstöðu þann 14. janúar síðastliðinn og staðfesti úrskurð sýslumanns. „Ráðuneytið telur ekkert hafa komið fram í málinu sem styður kröfur móður um að umgengni skuli fara fram undir eftirliti,“ segir í úrskurði ráðuneytisins. Að sama skapi staðfesti ráðuneytið úrskurð sýslumanns frá 18. júlí 2017 um að Sigrún skyldi greiða dagsektir í ríkissjóð vegna tálmunar á umgengni. 

Sagði ranglega að móðir hefði ekki tjáð sig

Í upphaflegum dagsektarúrskurði sýslumanns var fullyrt að móðir hefði ekki tjáð sig um málið við meðferð þess. „Hefur hún ekki tjáð sig um málið þrátt fyrir að hafa átt þess kost og verður hún að bera hallann af því,“ sagði sýslumaður. Dómsmálaráðuneytið viðurkennir í úrskurði sínum að þetta sé rangt og móðir hafi vissulega sent sýslumannsembættinu tölvupóst og gögn; aðfinnsluvert sé að sýslumaður haldi öðru fram. Þetta breytir þó engu um niðurstöðuna að mati dómsmálaráðuneytisins, enda verði ekki séð að efni gagnanna sem Sigrún sendi hefði breytt neinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár