Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hvetur Sighvat til að kynna sér gagnrýni Evrópuráðsins á íslensku lögræðislögin

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, seg­ir gagn­rýni sína á ís­lensku lög­ræð­is­lög­in byggja á rann­sókn­ar­vinnu sem hún vann fyr­ir Geð­hjálp. Rétt­ar­staða nauðg­un­ar­vistaðra sé veik á Ís­landi.

Hvetur Sighvat til að kynna sér gagnrýni Evrópuráðsins á íslensku lögræðislögin

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs, hvetur Sighvat Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, til að kynna sér betur þau lög sem gilda um nauðungarvistanir á Íslandi.

Sighvatur birti grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir pistil Þórhildar Sunnu um mál Aldísar Schram og Jóns Baldvins Hannibalssonar og réttarstöðu nauðungarvistaðra sem birtist á vef Stundarinnar fyrir helgi. Telur Sighvatur að Þórhildur dragi upp villandi mynd af lögum og lagaframkvæmd á Íslandi. 

„Sighvatur lýsir upplifun sinni af nauðungarvistunum í fjölskyldum vinafólks síns í greininni og ég dreg hana svo sem ekkert í efa,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Stundina. „Til að gagnrýni geti talist málefnaleg verður hún þó að byggja á fleiru en reynslusögum eða tilfinningum eins manns. Sighvatur segist hafa lesið yfir lögin og kemur með ýmsar staðhæfingar út frá því sem ég hyggst svara sérstaklega á næstunni. En svo það sé sagt að þá byggi ég mína gagnrýni á tilmælum Evrópunefndar um varnir gegn pyntingum og annarri vanvirðandi eða ómannúðlegri meðferð eða refsingu til íslenskra stjórnvalda í gegnum árin.“

Þórhildur Sunna bendir á að nefndin sé skipuð sérfræðingum sem hafa það hlutverk að tryggja réttindi frelsissviptra í aðildarríkjum Evrópuráðsins. „Mín gagnrýni byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu sem ég vann fyrir Geðhjálp við gerð vefsíðunnar rettindagatt.is sem upplýsir geðfatlaða og fólk með geðraskanir um réttarstöðu sína hér á Íslandi. Sighvatur gefur í skyn að ég sé viljandi að gefa ranga mynd af lögunum og skammar mig fyrir það í greininni sinni. Ég læt það vera að skamma hann á móti fyrir sínar rangfærslur en ég hvet hann til þess að kynna sér málin betur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu