Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Millitekjufólk lendir í sama hópi og milljarðamæringar á tekjuvef ríkisstjórnarinnar

Tekju­hæstu 10 pró­sent hjóna á miðj­um aldri hafa auk­ið ráð­stöf­un­ar­tekj­ur sín­ar tvö­falt meira en hjón í öll­um öðr­um tekju­hóp­um í upp­sveiflu und­an­far­inna ára. Þetta sýn­ir Tekju­sag­an.is, gagna­grunn­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar um lífs­kjara­þró­un. Vef­ur­inn er þó vart not­hæf­ur til sam­an­burð­ar á kjör­um milli­tekju­fólks og há­tekju­fólks, enda er hæsta tekju­tí­und­in af­ar ósam­stæð­ur hóp­ur.

Millitekjufólk lendir í sama hópi og milljarðamæringar á tekjuvef ríkisstjórnarinnar
Sterkur grundvöllur „Ég tel að með Tekjusögunni séum við komin með styrkan grundvöll undir umræður um kjaramál,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tekjuhæstu 10 prósent hjóna á miðjum aldri (50 til 65 ára) hafa aukið ráðstöfunartekjur sínar að meðaltali rúmlega tvöfalt meira en hjón í öllum öðrum tekjuhópum á tímabilinu 2012 til 2017. Meðalráðstöfunartekjur hjóna á þessum aldri, með og án barna, jukust um 5 til 6 prósent á ári yfir tímabilið en hjá tekjuhæsta hópnum var aukningin í kringum 10 prósent. 

Þetta má sjá á Tekjusögunni.is, vef sem ríkisstjórn Íslands setti í loftið um miðjan janúar þar sem hægt er að bera saman lífskjaraþróun hópa með einföldum hætti. 

Á vefnum er ekki boðið upp á samanburð á skattbyrði en með því að slá uppgefnum tölum inn í Excel má greina örlitla lækkun meðalskattbyrði (tveggja prómilla lækkun) milli áranna 2016 og 2017 sem dreifðist nokkuð jafnt á tekjuhópa. Ef rýnt er í skattbyrði hjóna og sambúðarfólks á miðjum aldri sem ekki hefur barn á sínu framfæri kemur í ljós að skattbyrði tekjuhæstu tíundarinnar minnkaði úr 29,8 prósentum í 27,6 prósent milli áranna 2016 og 2017 meðan meðalskattbyrði allra tekjutíunda sama hóps dróst aðeins saman um 5 prómill.   

Sterkur grundvöllur undir kjaraumræðuna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst Tekjusögunni.is sem mikilvægu innleggi í samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna.

„Það er þörf á áreiðanlegum og óumdeildum gagnagrunni með launatölfræði sem allir hafa aðgang að til að hægt sé að leggja mat á launaþróun auk áhrifa skatta og bóta með óumdeildum og áreiðanlegum hætti. Ég tel að með Tekjusögunni séum við komin með styrkan grundvöll undir umræður um kjaramál,“ segir Katrín í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins. 

„Tekjusagan gerir okkur kleift að sjá hvernig lífskjör mismunandi hópa hafa þróast“

„Það er lykilatriði fyrir stjórnvöld að hafa aðgang að áreiðanlegum upplýsingum þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku. Tekjusagan gerir okkur kleift að sjá hvernig lífskjör mismunandi hópa hafa þróast, hvaða hópum hefur vegnað vel og hvaða hópar þurfa sérstaka athygli.“

Meðaltöl tekjutíunda borin saman

Á Tekjusögunni.is er stuðst við meðaltöl þar sem völdum hópum er skipt niður í 10 jafna hópa eftir atvinnutekjum. Hafa verður í huga að fjármagnstekjum er afar misjafnt skipt á Íslandi sem annars staðar. Árið 2016 rann tæpur helmingur allra fjármagnstekna til tekjuhæsta 1 prósentsins á Íslandi og eins og Stundin greindi frá í síðasta blaði var tekjuhæsta 0,1 prósent Íslendinga með 60 milljarða í heildartekjur árið 2016, þar af 86 prósent fjármagnstekjur. Þessi ójafna dreifing fjármagnstekna gerir að verkum að skipting í tekjutíundir gefur afar ófullkomna mynd af lífskjörum tekjuhæsta fólksins á Íslandi. 

JafnaðarsamfélagiðÍslendingar búa við meiri tekjujöfnuð en flestar þjóðir ef miðað er við Gini-stuðulinn. Engu að síður eykst hlutdeild hátekjuhópanna í heildartekjum landsmanna með hverju árinu sem líður.

Sem dæmi má nefna að heildarmánaðartekjur einstæðs manns sem tilheyrir tekjuhæstu tíundinni voru samkvæmt Tekjusögunni.is tæpar 1,3 milljónir árið 2016, þar af 220 þúsund króna fjármagnstekjur. Þetta er meðaltalið, en samkvæmt staðtölum ríkisskattstjóra, þar sem skattgreiðendum er raðað eftir 100 tekjubilum, þurfti einstaklingur ekki að þéna nema 8 milljónir króna árið 2016 (666 þúsund krónur á mánuði) til að tilheyra hæstu tekjutíund einstæðinga. Hjón þurftu að þéna 22,2 milljóna árstekjur (1.851 milljón á mánuði) til að tilheyra hæstu tekjutíund hjóna. Þess skal þó getið að í staðtölum ríkisskattstjóra eru allir skattgreiðendur meðtaldir, ekki aðeins þeir sem eru á aldrinum 25 til 64 ára eins og á Tekjusögunni, og hefur það áhrif til lækkunar. Engu að síður gefur þetta vísbendingar um að það þarf engar ofurtekjur til að tilheyra tekjuhæsta hópnum á vefnum. 

Ef rýnt er í upplýsingar sem Stundin birt í síðasta blaði um allra tekjuhæstu Íslendingana má sjá að einstaklingur sem tilheyrði tekjuhæsta 0,1 prósentinu fékk að meðaltali 184,2 milljónir árið 2016, eða sem samsvarar 15,3 milljónum á mánuði. Tveir tekjuhæstu Íslendingarnir fengu meira en 3 milljarða (3000 milljónir eða 250 milljónir á mánuði) og auk þeirra voru fjórir með meira en milljarð í árstekjur. Þessir ofurríku einstaklingar tilheyra sama tekjuhópnum, samkvæmt Tekjusögunni.is, og millitekjufólk sem er með rétt yfir milljón á mánuði. 

Tekjuhæstu tíundirnar eru þannig afar ósamstæður hópur. Einstæður smiður eða háskólakennari getur  hæglega fallið í sama tekjuhóp og fjársterkustu útgerðareigendur landsins. Lögreglukona og arkítekt með tvö börn eru vís til að lenda í sama hópnum og fjölskyldur sem þéna hundruð milljarða í fjármagnstekjur á ári hverju. Tekjusagan.is hefur því takmarkað notagildi þegar kemur að samanburði á kjörum hópanna sem hafa það best og verst á Íslandi.  

Vildi sýna aðra mynd

Með því að bera einungis saman aukningu á ráðstöfunartekjum tekjutíunda er dregin upp sú mynd að lífskjör allra hópa hafi batnað álíka mikið undanfarin ár. Að þessu leyti styður framsetningin og aðferðafræðin við málflutning sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haldið á lofti, bæði sem

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
4
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár