Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ari Trausti: Aðeins 37 prósent sem studdu tillögu stjórnlagaráðs

Þing­mað­ur Vinstri grænna seg­ir að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­an ár­ið 2012 hafi ver­ið ráð­gef­andi at­kvæða­greiðsla um „vinnuplagg“ frem­ur en „raun­veru­leg þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla“.

Ari Trausti: Aðeins 37 prósent sem studdu tillögu stjórnlagaráðs
Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

„Varðandi stjórnarskrána þá voru 37 prósent þjóðarinnar sem höfðu kosningarétt sem samþykktu drög sem voru lögð til grundvallar. Þetta var vinnuplagg. Þetta var ekki fullbúin stjórnarskrá.“

Þannig komst Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, að orði þegar stjórnarskrárbreytingar bar á góma í umræðum um stöðu stjórnmála á Alþingi í dag. 

64,2 prósent þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá Íslands árið 2012 greiddu atkvæði með því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 

Ari Trausti lagði hins vegar áherslu á að einungis 37 prósent atkvæðabærra manna hefði lýst yfir stuðningi við tillögur stjórnlagaráðs og tók þannig með í reikningsdæmið þá sem ekki mættu á kjörstað.

„Ég held að þetta sé algengur misskilningur, það hefur gengið svo langt að ákveðinn aðili við HÍ hefur kallað þetta valdarán,“ sagði Ari Trausti og vísaði þar til málflutnings Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors sem sat í stjórnlagaráði á sínum tíma. 

„Við skulum hafa það á hreinu. Svo ég spyr, var þetta vinnuplagg eða var þetta fullbúin stjórnarskrá sem lögð var til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 37 prósent atkvæðabærra manna samþykktu?“

Halldóra Mogensenþingkona Pírata

Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, gaf lítið fyrir áherslur Ara Trausta og kallaði eftir samstöðu um stjórnarskrárbreytingar á grundvelli tilllagna stjórnlagaráðs. Hún og þingflokkur Pírata lögðu fram frumvarp á Alþingi í dag þar sem lagt er til að tillaga stjórnlagaráðs verði samþykkt nær óbreytt sem lög.

Ari Trausti ítrekaði að árið 2011 hefðu verið greidd atkvæði um vinnuplagg en ekki fullbúna stjórnarskrá. 

„Þð er mjög langt teygt að túlka það svo að þessi 37 prósent hafi verið að samþykkja stjórnarskrártillöguna. Ég gerði það t.d. ekki með mínu atkvæði, ég leit svo á að þarna væri komið gott vinnuplagg til að byggja á í þeirri vinnu og ég ætla að fullyrða að það á við um marga aðra,“ sagði hann. 

„Hvar myndi það gerast ef þetta væri raunveruleg þjóðaratkvæðagreiðsla um raunverulega fullbúna stjórnarskrá?“

„Auðvitað er það ekki góð latína þegar verið að samþykkja stjórnarskrá að 35 prósent geri það, 75 þúsund manns af yfir 200 þúsund. Hvar myndi það gerast ef þetta væri raunveruleg þjóðaratkvæðagreiðsla um raunverulega fullbúna stjórnarskrá? Þetta var ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla og það var verið að greiða atkvæði um vinnuplagg. 

Þannig þetta er ekki valdarán og þótt það hafi liðið tvöþúsund og eitthvað dagar síðan það var gert þá er það bara vegna óeiningar um plaggið sjálft, ekki vegna þess að stjórvöld hafi rænt völdum á Íslandi eins og þessi ágæti prófessor hefur sagt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár