Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ari Trausti: Aðeins 37 prósent sem studdu tillögu stjórnlagaráðs

Þing­mað­ur Vinstri grænna seg­ir að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­an ár­ið 2012 hafi ver­ið ráð­gef­andi at­kvæða­greiðsla um „vinnuplagg“ frem­ur en „raun­veru­leg þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla“.

Ari Trausti: Aðeins 37 prósent sem studdu tillögu stjórnlagaráðs
Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

„Varðandi stjórnarskrána þá voru 37 prósent þjóðarinnar sem höfðu kosningarétt sem samþykktu drög sem voru lögð til grundvallar. Þetta var vinnuplagg. Þetta var ekki fullbúin stjórnarskrá.“

Þannig komst Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, að orði þegar stjórnarskrárbreytingar bar á góma í umræðum um stöðu stjórnmála á Alþingi í dag. 

64,2 prósent þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskrá Íslands árið 2012 greiddu atkvæði með því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 

Ari Trausti lagði hins vegar áherslu á að einungis 37 prósent atkvæðabærra manna hefði lýst yfir stuðningi við tillögur stjórnlagaráðs og tók þannig með í reikningsdæmið þá sem ekki mættu á kjörstað.

„Ég held að þetta sé algengur misskilningur, það hefur gengið svo langt að ákveðinn aðili við HÍ hefur kallað þetta valdarán,“ sagði Ari Trausti og vísaði þar til málflutnings Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors sem sat í stjórnlagaráði á sínum tíma. 

„Við skulum hafa það á hreinu. Svo ég spyr, var þetta vinnuplagg eða var þetta fullbúin stjórnarskrá sem lögð var til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 37 prósent atkvæðabærra manna samþykktu?“

Halldóra Mogensenþingkona Pírata

Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, gaf lítið fyrir áherslur Ara Trausta og kallaði eftir samstöðu um stjórnarskrárbreytingar á grundvelli tilllagna stjórnlagaráðs. Hún og þingflokkur Pírata lögðu fram frumvarp á Alþingi í dag þar sem lagt er til að tillaga stjórnlagaráðs verði samþykkt nær óbreytt sem lög.

Ari Trausti ítrekaði að árið 2011 hefðu verið greidd atkvæði um vinnuplagg en ekki fullbúna stjórnarskrá. 

„Þð er mjög langt teygt að túlka það svo að þessi 37 prósent hafi verið að samþykkja stjórnarskrártillöguna. Ég gerði það t.d. ekki með mínu atkvæði, ég leit svo á að þarna væri komið gott vinnuplagg til að byggja á í þeirri vinnu og ég ætla að fullyrða að það á við um marga aðra,“ sagði hann. 

„Hvar myndi það gerast ef þetta væri raunveruleg þjóðaratkvæðagreiðsla um raunverulega fullbúna stjórnarskrá?“

„Auðvitað er það ekki góð latína þegar verið að samþykkja stjórnarskrá að 35 prósent geri það, 75 þúsund manns af yfir 200 þúsund. Hvar myndi það gerast ef þetta væri raunveruleg þjóðaratkvæðagreiðsla um raunverulega fullbúna stjórnarskrá? Þetta var ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla og það var verið að greiða atkvæði um vinnuplagg. 

Þannig þetta er ekki valdarán og þótt það hafi liðið tvöþúsund og eitthvað dagar síðan það var gert þá er það bara vegna óeiningar um plaggið sjálft, ekki vegna þess að stjórvöld hafi rænt völdum á Íslandi eins og þessi ágæti prófessor hefur sagt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu