Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Málaferli vegna synjunar á innflutningi kjöts hafa kostað ríkið 47 milljónir

Mat­væla­stofn­un hef­ur einu sinni hafn­að um­sókn um inn­flutn­ing kjöts eft­ir að dóm­ur Hæsta­rétt­ar féll í fyrra.

Málaferli vegna synjunar á innflutningi kjöts hafa kostað ríkið 47 milljónir

Málaferli vegna synjunar á heimildum til innflutnings á fersku kjöti hafa kostað íslenska ríkið samtals um 47 milljónir króna undanfarin ár. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. 

Jón Steindór Valdimarssonþingmaður Viðreisnar

Tvö mál hafi verið rekin vegna ákvæða íslenskra laga og reglna um innflutning á fersku kjöti. Í fyrra málinu, sem má rekja til ársins 2012, hóf Eftirlitsstofnun EFTA athugun á samræmi íslenskra laga við skuldbindingar ríkisins samkvæmt EES-samningnum í kjölfar kvörtunar frá Samtökum verslunar og þjónustu.

„Var málið sent til EFTA-dómstólsins 2017 og féll dómur 14. nóvember 2017. Kostnaður íslenska ríkisins vegna málsins í heild var 35.974.169 kr.,“ segir í svari ráðherra.

„Í seinna málinu stefndi fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. íslenska ríkinu 25. apríl 2014 til greiðslu skaðabóta vegna synjunar á innflutningi ófrysts kjöts. Lauk málinu með dómi Hæstaréttar Íslands 11. október 2018 í máli nr. 154/2017. Kostnaður íslenska ríkisins í þessu máli, að skaðabótum meðtöldum, var 11.059.832 kr.“ 

Jón Steindór spurði einnig um áætlað verðmæti þeirra kjötvara í tilvikum þar sem heimildar til innflutnings hefur verið synjað eftir flutning kjötsins til landsins. „Matvælastofnun hefur hafnað einni umsókn um innflutning kjöts eftir að dómur Hæstaréttar Íslands féll 11. október 2018. Innihélt sú sending 226,5 kg af ófrystu nautakjöti að verðmæti 487.055 kr. (3.623,920 evrur),“ segir í svari ráðherra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár