Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Málaferli vegna synjunar á innflutningi kjöts hafa kostað ríkið 47 milljónir

Mat­væla­stofn­un hef­ur einu sinni hafn­að um­sókn um inn­flutn­ing kjöts eft­ir að dóm­ur Hæsta­rétt­ar féll í fyrra.

Málaferli vegna synjunar á innflutningi kjöts hafa kostað ríkið 47 milljónir

Málaferli vegna synjunar á heimildum til innflutnings á fersku kjöti hafa kostað íslenska ríkið samtals um 47 milljónir króna undanfarin ár. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. 

Jón Steindór Valdimarssonþingmaður Viðreisnar

Tvö mál hafi verið rekin vegna ákvæða íslenskra laga og reglna um innflutning á fersku kjöti. Í fyrra málinu, sem má rekja til ársins 2012, hóf Eftirlitsstofnun EFTA athugun á samræmi íslenskra laga við skuldbindingar ríkisins samkvæmt EES-samningnum í kjölfar kvörtunar frá Samtökum verslunar og þjónustu.

„Var málið sent til EFTA-dómstólsins 2017 og féll dómur 14. nóvember 2017. Kostnaður íslenska ríkisins vegna málsins í heild var 35.974.169 kr.,“ segir í svari ráðherra.

„Í seinna málinu stefndi fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. íslenska ríkinu 25. apríl 2014 til greiðslu skaðabóta vegna synjunar á innflutningi ófrysts kjöts. Lauk málinu með dómi Hæstaréttar Íslands 11. október 2018 í máli nr. 154/2017. Kostnaður íslenska ríkisins í þessu máli, að skaðabótum meðtöldum, var 11.059.832 kr.“ 

Jón Steindór spurði einnig um áætlað verðmæti þeirra kjötvara í tilvikum þar sem heimildar til innflutnings hefur verið synjað eftir flutning kjötsins til landsins. „Matvælastofnun hefur hafnað einni umsókn um innflutning kjöts eftir að dómur Hæstaréttar Íslands féll 11. október 2018. Innihélt sú sending 226,5 kg af ófrystu nautakjöti að verðmæti 487.055 kr. (3.623,920 evrur),“ segir í svari ráðherra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu