Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Málaferli vegna synjunar á innflutningi kjöts hafa kostað ríkið 47 milljónir

Mat­væla­stofn­un hef­ur einu sinni hafn­að um­sókn um inn­flutn­ing kjöts eft­ir að dóm­ur Hæsta­rétt­ar féll í fyrra.

Málaferli vegna synjunar á innflutningi kjöts hafa kostað ríkið 47 milljónir

Málaferli vegna synjunar á heimildum til innflutnings á fersku kjöti hafa kostað íslenska ríkið samtals um 47 milljónir króna undanfarin ár. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. 

Jón Steindór Valdimarssonþingmaður Viðreisnar

Tvö mál hafi verið rekin vegna ákvæða íslenskra laga og reglna um innflutning á fersku kjöti. Í fyrra málinu, sem má rekja til ársins 2012, hóf Eftirlitsstofnun EFTA athugun á samræmi íslenskra laga við skuldbindingar ríkisins samkvæmt EES-samningnum í kjölfar kvörtunar frá Samtökum verslunar og þjónustu.

„Var málið sent til EFTA-dómstólsins 2017 og féll dómur 14. nóvember 2017. Kostnaður íslenska ríkisins vegna málsins í heild var 35.974.169 kr.,“ segir í svari ráðherra.

„Í seinna málinu stefndi fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. íslenska ríkinu 25. apríl 2014 til greiðslu skaðabóta vegna synjunar á innflutningi ófrysts kjöts. Lauk málinu með dómi Hæstaréttar Íslands 11. október 2018 í máli nr. 154/2017. Kostnaður íslenska ríkisins í þessu máli, að skaðabótum meðtöldum, var 11.059.832 kr.“ 

Jón Steindór spurði einnig um áætlað verðmæti þeirra kjötvara í tilvikum þar sem heimildar til innflutnings hefur verið synjað eftir flutning kjötsins til landsins. „Matvælastofnun hefur hafnað einni umsókn um innflutning kjöts eftir að dómur Hæstaréttar Íslands féll 11. október 2018. Innihélt sú sending 226,5 kg af ófrystu nautakjöti að verðmæti 487.055 kr. (3.623,920 evrur),“ segir í svari ráðherra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár