Tekur 7 mánuði að fá úrskurð um upplýsingar frá hinu opinbera

Með­alaf­greiðslu­tími úr­skurð­ar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál var um 7 mán­uð­ir í fyrra. Tíma­frek­asta mál­ið var af­greitt á einu og hálfu ári.

Tekur 7 mánuði að fá úrskurð um upplýsingar frá hinu opinbera
Björn Leví Gunnarsson Þingmaðurinn spurði um afgreiðslutíma hjá nefndum forsætisráðuneytisins. Mynd: Pressphotos.biz

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur að meðaltali afgreitt mál á 7 mánuðum. Stysti afgreiðslutími nefndarinnar hefur verið rúmur mánuður og sá lengsti eitt og hálft ár. 

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Björn Leví spurði um fjölda kærumála hjá úrskurðarnefndinni undanfarin ár og tímalengd meðferðar málanna hjá nefndinni. 145 mál voru afgreidd af nefndinni í fyrra, tvöfalt fleiri en árið 2017.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur það hlutverk að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. 

Í svarinu kemur fram að það mál sem tók lengstan tíma í meðferð nefndarinnar undanfarin sex ár var 947 daga í vinnslu, eða meira en tvö og hálft ár. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar árið 2018 var 212 dagar, eða um 7 mánuðir. Tímafrekasta mál nefndarinnar í fyrra var 593 daga í vinnslu. Hraðasti afgreiðslutími nefndarinnar í fyrra var 37 dagar.

Í svarinu komu einungis fram upplýsingar um þau mál sem lokið var með úrskurði nefndarinnar. Í þeim tilfellum þar sem kærandi fær upplýsingar frá þeim kærða  er tímalengdin mun styttri, að sögn ráðuneytisins. Þegar svarið var unnið voru 45 óafgreidd mál hjá nefndinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár