Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tekur 7 mánuði að fá úrskurð um upplýsingar frá hinu opinbera

Með­alaf­greiðslu­tími úr­skurð­ar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál var um 7 mán­uð­ir í fyrra. Tíma­frek­asta mál­ið var af­greitt á einu og hálfu ári.

Tekur 7 mánuði að fá úrskurð um upplýsingar frá hinu opinbera
Björn Leví Gunnarsson Þingmaðurinn spurði um afgreiðslutíma hjá nefndum forsætisráðuneytisins. Mynd: Pressphotos.biz

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur að meðaltali afgreitt mál á 7 mánuðum. Stysti afgreiðslutími nefndarinnar hefur verið rúmur mánuður og sá lengsti eitt og hálft ár. 

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Björn Leví spurði um fjölda kærumála hjá úrskurðarnefndinni undanfarin ár og tímalengd meðferðar málanna hjá nefndinni. 145 mál voru afgreidd af nefndinni í fyrra, tvöfalt fleiri en árið 2017.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur það hlutverk að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. 

Í svarinu kemur fram að það mál sem tók lengstan tíma í meðferð nefndarinnar undanfarin sex ár var 947 daga í vinnslu, eða meira en tvö og hálft ár. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar árið 2018 var 212 dagar, eða um 7 mánuðir. Tímafrekasta mál nefndarinnar í fyrra var 593 daga í vinnslu. Hraðasti afgreiðslutími nefndarinnar í fyrra var 37 dagar.

Í svarinu komu einungis fram upplýsingar um þau mál sem lokið var með úrskurði nefndarinnar. Í þeim tilfellum þar sem kærandi fær upplýsingar frá þeim kærða  er tímalengdin mun styttri, að sögn ráðuneytisins. Þegar svarið var unnið voru 45 óafgreidd mál hjá nefndinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár