Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tekur 7 mánuði að fá úrskurð um upplýsingar frá hinu opinbera

Með­alaf­greiðslu­tími úr­skurð­ar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál var um 7 mán­uð­ir í fyrra. Tíma­frek­asta mál­ið var af­greitt á einu og hálfu ári.

Tekur 7 mánuði að fá úrskurð um upplýsingar frá hinu opinbera
Björn Leví Gunnarsson Þingmaðurinn spurði um afgreiðslutíma hjá nefndum forsætisráðuneytisins. Mynd: Pressphotos.biz

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur að meðaltali afgreitt mál á 7 mánuðum. Stysti afgreiðslutími nefndarinnar hefur verið rúmur mánuður og sá lengsti eitt og hálft ár. 

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Björn Leví spurði um fjölda kærumála hjá úrskurðarnefndinni undanfarin ár og tímalengd meðferðar málanna hjá nefndinni. 145 mál voru afgreidd af nefndinni í fyrra, tvöfalt fleiri en árið 2017.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur það hlutverk að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. 

Í svarinu kemur fram að það mál sem tók lengstan tíma í meðferð nefndarinnar undanfarin sex ár var 947 daga í vinnslu, eða meira en tvö og hálft ár. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar árið 2018 var 212 dagar, eða um 7 mánuðir. Tímafrekasta mál nefndarinnar í fyrra var 593 daga í vinnslu. Hraðasti afgreiðslutími nefndarinnar í fyrra var 37 dagar.

Í svarinu komu einungis fram upplýsingar um þau mál sem lokið var með úrskurði nefndarinnar. Í þeim tilfellum þar sem kærandi fær upplýsingar frá þeim kærða  er tímalengdin mun styttri, að sögn ráðuneytisins. Þegar svarið var unnið voru 45 óafgreidd mál hjá nefndinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
Af hvítum bjargvættum
6
GagnrýniMzungu

Af hvít­um bjarg­vætt­um

Mzungu eft­ir Þór­unni Rakel Gylfa­dótt­ur, höf­und bók­ar­inn­ar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og storm­sveip­ur inn í ís­lenska jóla­bóka­flóð­ið, klædd æp­andi, app­el­sínu­gulri kápu. Þar er fjall­að um Huldu, ís­lenska konu sem held­ur til Ken­ía til að starfa á mun­að­ar­leys­ingja­hæli hins ís­lenska Skúla, fyrr­um fíkils sem hef­ur snú­ið við blað­inu. Ásamt Huldu á ferða­lag­inu eru Dag­ur, 18...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár