Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tekur 7 mánuði að fá úrskurð um upplýsingar frá hinu opinbera

Með­alaf­greiðslu­tími úr­skurð­ar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál var um 7 mán­uð­ir í fyrra. Tíma­frek­asta mál­ið var af­greitt á einu og hálfu ári.

Tekur 7 mánuði að fá úrskurð um upplýsingar frá hinu opinbera
Björn Leví Gunnarsson Þingmaðurinn spurði um afgreiðslutíma hjá nefndum forsætisráðuneytisins. Mynd: Pressphotos.biz

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur að meðaltali afgreitt mál á 7 mánuðum. Stysti afgreiðslutími nefndarinnar hefur verið rúmur mánuður og sá lengsti eitt og hálft ár. 

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Björn Leví spurði um fjölda kærumála hjá úrskurðarnefndinni undanfarin ár og tímalengd meðferðar málanna hjá nefndinni. 145 mál voru afgreidd af nefndinni í fyrra, tvöfalt fleiri en árið 2017.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur það hlutverk að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. 

Í svarinu kemur fram að það mál sem tók lengstan tíma í meðferð nefndarinnar undanfarin sex ár var 947 daga í vinnslu, eða meira en tvö og hálft ár. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar árið 2018 var 212 dagar, eða um 7 mánuðir. Tímafrekasta mál nefndarinnar í fyrra var 593 daga í vinnslu. Hraðasti afgreiðslutími nefndarinnar í fyrra var 37 dagar.

Í svarinu komu einungis fram upplýsingar um þau mál sem lokið var með úrskurði nefndarinnar. Í þeim tilfellum þar sem kærandi fær upplýsingar frá þeim kærða  er tímalengdin mun styttri, að sögn ráðuneytisins. Þegar svarið var unnið voru 45 óafgreidd mál hjá nefndinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár