Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tekur 7 mánuði að fá úrskurð um upplýsingar frá hinu opinbera

Með­alaf­greiðslu­tími úr­skurð­ar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál var um 7 mán­uð­ir í fyrra. Tíma­frek­asta mál­ið var af­greitt á einu og hálfu ári.

Tekur 7 mánuði að fá úrskurð um upplýsingar frá hinu opinbera
Björn Leví Gunnarsson Þingmaðurinn spurði um afgreiðslutíma hjá nefndum forsætisráðuneytisins. Mynd: Pressphotos.biz

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur að meðaltali afgreitt mál á 7 mánuðum. Stysti afgreiðslutími nefndarinnar hefur verið rúmur mánuður og sá lengsti eitt og hálft ár. 

Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Björn Leví spurði um fjölda kærumála hjá úrskurðarnefndinni undanfarin ár og tímalengd meðferðar málanna hjá nefndinni. 145 mál voru afgreidd af nefndinni í fyrra, tvöfalt fleiri en árið 2017.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur það hlutverk að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. 

Í svarinu kemur fram að það mál sem tók lengstan tíma í meðferð nefndarinnar undanfarin sex ár var 947 daga í vinnslu, eða meira en tvö og hálft ár. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar árið 2018 var 212 dagar, eða um 7 mánuðir. Tímafrekasta mál nefndarinnar í fyrra var 593 daga í vinnslu. Hraðasti afgreiðslutími nefndarinnar í fyrra var 37 dagar.

Í svarinu komu einungis fram upplýsingar um þau mál sem lokið var með úrskurði nefndarinnar. Í þeim tilfellum þar sem kærandi fær upplýsingar frá þeim kærða  er tímalengdin mun styttri, að sögn ráðuneytisins. Þegar svarið var unnið voru 45 óafgreidd mál hjá nefndinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár