Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

Al­dís Schram, dótt­ir Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, seg­ir að fað­ir sinn hafi not­að stöðu sína sem ráð­herra og síð­ar sendi­herra til að fá hana ít­rek­að nauð­ung­ar­vistaða á geð­deild.

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
Segir Jón Baldvin hafa misnotað opinbera stöðu sína Aldís Schram segir föður sinn hafa nýtt áhrif sín sem ráðherra og síðar sendiherra til að brjóta gegn sér.

Jón Baldvin Hannibalsson nýtti bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington þegar hann óskaði eftir því að dóttir sín yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Þetta fullyrðir Aldís Schram, umrædd dóttir Jóns Baldvins. Aldís segir jafnframt að Jón Baldvin hafi misnotað stöðu sína í sem sendiherra í persónulegum tilgangi, þannig hafi hann nýtt sér stöðu sína til að fá lögreglu til að brjóta sér leið inn á heimili Aldísar, ásamt lækni, án þess að nokkuð bendi til þess að þörf hafi verið á slíku inngripi.

Aldís greindi frá þessu í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í nýjasta tölublaði Stundarinnar greindu fjórar konur frá meintri kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins. Elstu sögurnar eru frá sjöunda áratug síðustu aldar en sú nýjasta frá því síðasta sumar. Þá hefur fjöldi kvenna gengið í #metoo hóp á Facebook þar sem frekari sögur af kynferðisbrotum hans og ósæmilegri háttsemi hafa komið fram.

Jón Baldvin lýsti því í samtali við Stundina að umræddar ásakanir eigi rætur sínar að rekja til Aldísar, hún hafi spunnið upp sögur um sig og ástæðan væri sú að hún ætti við geðræn vandamál að stríða. Aldís ritaði í framhaldi af því færslu á Facebook þar sem hún birti vottorð sálfræðingsins Gunnars Hrafns Birgissonar því til sönnunar að ekkert benti til þess að hún væri haldin, eða hefði nokkurn tíma verið haldin, geðsjúkdómi. Hún væri hins vegar haldin einkennum áfallastreitu.

Nauðungarvistun viðbragð við ásökunum

Aldís lýsti því í viðtalinu á Rás 2 að hún hefði verið nauðungarvistuð á geðdeild í sex skipti og rekur hún það í öllum tilvikum til þess að Jón Baldvin faðir hennar hafi nýtt sér stöðu sína og áhrif til að koma því svo fyrir. Umræddar nauðungarvistanir hafi allar verið viðbragð við því að Aldís hafi borið upp á Jón Baldvin kynferðisbrot, bæði gegn sér og í garð annarra.

Aldís lýsti því í Morgunútvarpinu að þegar árið 1992 hafi hún rætt við föður sinn um kynferðisbrot hans, eftir að skólasystir hennar lýsti því fyrir henni að hún hefði vaknað upp við að Jón Baldvin væri að áreita hana kynferðislega. Aldís segir að eftir að hún bar þetta upp á föður sinn, og hótað því að hún myndi kæra hann, hafi hún verið nauðungarvistuð á geðdeild í heilan mánuð. Hún geti ekki annað skilið en að Jón Baldvin hafi borið þar ábyrgð.

Jón Baldvin var á þessum tíma utanríkisráðherra Íslands. Eftir þetta hafi hún fimm sinnum verið nauðungarvistuð á geðdeild og telur Aldís að sökum stöðu sinnar sem ráðherra og síðar sendiherra hafi Jóni Baldvin verið kleyft að hafa samband við lögreglu og heilbrigðisyfirvöld og láta nauðungarvista hana, nánast að vild. Þá hafi Jón Baldvin notað bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington þegar hann fór fram á það við dómsmálaráðuneytið að Aldís yrði nauðungarvistuð og einnig hafi hann í einhverjum tilvikum undirritað bréfin sem sendiherra.

Segir Jón Baldvin hafa brotið gegn sér í æsku

Í þessu samhengi bendir Aldís á atburð árið 1998 þegar lögregla, ásamt lækni og ónafngreindum ættingja Aldísar, brotið sér leið inn á heimili hennar. Ekkert bendir til þess að nauðsyn hafi borið til þess. Lögregla og læknir hafi því yfirgefið húsnæðið skömmu síðar. Aldís kallaði eftir og fékk lögregluskýrslu um atvikið. „En viti menn, sem ég vissi ekki fyrr en ég las lögreglugögn, að aðferð þessi kallast aðstoð við erlent sendiráð, samkvæmt lögreglugögnum.“

Aldís hefur borið föður sinn þungum sökum, í Fréttablaðinu um helgina og Morgunútvarpinu í morgun. Þar lýsti hún því að árið 2002 hafi hún farið ásamt dóttur sinni til Washington til að reyna að sættast við foreldra sína. Hún hafi eina nóttina þar vaknað upp við að Jón Baldvin hafi setið á rúmstokki hennar. „Það er þá sem rifjast upp fyrir mér hvað hann gerði mér þegar ég var barn.“

Svarar ásökunum með geðveiki dóttur sinnar

Faðir hennar hefur hins vegar haldið því fram að frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni megi rekja til geðveiki elstu dóttur sinnar.  „Aldís dóttir mín hefur spunnið þær sögur og það er þyngra en tárum taki. Ég hef svarað því áður og endurtek það ekki,“ sagði Jón Baldvin við Stundina, þegar hann svaraði fyrir frásagnir fjögurra kvenna sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni. 

Jón Baldvin tók í sama streng árið 2012 þegar hann svaraði fyrir bréfin sem hann sendi Guðrúnu Harðardóttur. „Þetta á ekkert erindi við almenning, ekki frekar en geðveiki dóttur minnar,“ sagði hann þá við DV. 

Í kjölfarið steig Aldís fram í viðtali við DV í október 2013, þar sem hún sagði sögu sína. Þar sagðist hún hafa vaknað við það árið 1991 að Jón Baldvin stóð yfir henni. „Skömmu eftir lát ömmu minnar vaknaði ég upp við það um nótt að faðir minn stóð yfir mér þar sem ég lá sofandi heima hjá honum og sagði mér óbirtingarhæf tíðindi um samskipti hans við aðrar konur í fjölskyldunni,“ sagði Aldís þá. „Þetta varð mér algert áfall og hafði þau áhrif að virðing mín gagnvart honum og traust mitt til hans flaug algjörlega út um gluggann. Jón Baldvin kallar þetta sjúka hugaróra mína en mig skortir hugarflug til að skálda þvílíkan óþverra upp. Lát ömmu minnar var mér áfall og þessi viðbjóður sem hann lét dynja á mér var mér annað áfall.“

Þar sagði hún jafnframt að hún hefði hringt í föður sinn og hótað að kæra hann vegna frásagnar annarrar konu af áreitni hans. Eftir það hafi Jón Baldvin farið með hana upp á geðdeild og látið nauðungarvista.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár