Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hlutdeild hátekjuhópa í heildartekjum landsmanna eykst

Há­tekju­hóp­arn­ir taka til sín æ hærra hlut­fall heild­ar­tekna á Ís­landi þrátt fyr­ir að tekjuó­jöfn­uð­ur mæl­ist minni en ann­ars stað­ar sam­kvæmt Gini-stuðl­in­um. Fjár­magn­s­tekj­ur koma einkum í hlut tekju­hæstu og eigna­mestu lands­manna en eru skatt­lagð­ar minna en launa­tekj­ur.

Hlutdeild hátekjuhópa í heildartekjum landsmanna eykst
Fjármagnstekjuskattur ekki nóg „Sterk rök hníga að því að skattkerfinu sé beitt til að draga úr eignaójöfnuði,“ segir í skýrslu sérfræðingahóps OECD um skattlagningu heildareigna. Mynd: Shutterstock

Þótt Gini-stuðullinn sýni minni tekjuójöfnuð á Íslandi en víða annars staðar er ljóst að tekjuhæstu Íslendingarnir hafa aukið hlutdeild sína í heildartekjum landsmanna undanfarin ár.

Hlutdeild tekjuhæsta 0,1 prósentsins jókst úr tæpum 2 prósentum upp í 3,6 prósent milli áranna 2011 til 2017 og var aukningin svipuð hjá tekjuhæsta 1 prósentinu og tekjuhæstu 5 prósentunum.

Eins og Stundin greindi frá í síðasta blaði var tekjuhæsta 0,1 prósent Íslendinga með 60 milljarða í heildartekjur árið 2016, þar af 86 prósent fjármagnstekjur sem bera mun lægri skatta en launatekjur. 

Fjármagnstekjur koma einkum í hlut tekjuhæstu og eignamestu landsmanna, en frá 2012 til 2016 var samanlögð raunhækkun launatekna um 24 prósent meðan fjármagnstekjur hækkuðu um  58 prósent.

„Eignir og fjármagnstekjur af þeim aukast í venjulegu árferði örar en atvinnutekjurnar sem þorri almennings þarf að byggja lífskjör sín á. Það virðist auka líkur á aukinni samþjöppun eigna til lengri tíma,“ segja Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson í bók sinni, Ójöfnuður á Íslandi, sem kom út í fyrra. „Í reynd er það svo á Íslandi samtímans, eins og í flestum öðrum vestrænum samfélögum, að eignamestu þjóðfélagshóparnir hafa alla jafna forskot á aðra.“

Hér að neðan má sjá hvernig hátekjuhóparnir juku hlutdeild sína í heildartekjum samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra sem fjármálaráðuneytið tók saman vegna fyrirspurnar Loga Einarssonar um tekjur og eignir landsmanna í fyrra.

Hlutfall af heildartekjum landsmanna Efstu 5% Efsta 1% Efsta 0,1%
2011 20,7% 7,0% 1,8%
2012 21,0% 7,3% 1,9%
2013 21,5% 7,9% 2,3%
2014 22,0% 8,6% 3,0%
2015 22,0% 8,3% 2,5%
2016 22,2% 8,8% 3,1%
2017 22,6% 9,4% 3,6%

Hafa verður í huga að upplýsingarnar byggja á skattframtölum einstaklinga og miðast við stöðu framtala strax að lokinni álagningu í júní. Þannig er ekki tekið mið af breytingum sem hafa verið gerðar vegna síðbúinna framtala og kærumeðferða.

Af samanburði á annars vegar staðtölum ríkisskattstjóra og listum yfir hæstu skattgreiðendur sem embættið gefur út og hins vegar  upplýsingum úr endanlegri skattskrá sem birtust um skamma hríð á vefnum Tekjur.is má ráða að í töflunni séu heildartekjur hátekjuhópa vanmetnar um marga milljarða. 

Þróun fjármagnstekna og launatekna Hér má sjá þróun fjármagnstekna og launatekna í uppsveiflunni frá 2012 til 2016. Sýnd er hlutfallsleg breyting frá fyrra ári á föstu verðlagi ársins 2016
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár