Afleiðingar áfalla geta komið fram löngu eftir að umrædd áföll riðu yfir, og stundum er eins og tilhneigingin sé að þegar fólk er að komast á beinu brautina komi eitthvað úr fortíðinni og snúi tilveru þess á hvolf. Í tilfelli Sigríðar Ásu Sigurðardóttur er það sannarlega þannig. Sigríður Ása hefur undanfarna tvo áratugi gengið í gegnum meira en margur á allri ævinni en stendur nú upprétt og á góðum stað í lífinu.
Áður en lengra er haldið vill Stundin vara við því að í frásögn Sigríðar Ásu koma fram atriði sem kunna að valda þolendum ofbeldis eða viðkvæmum einstaklingum vanlíðan eða óþægindum.
Sigríður Ása hefur þurft að vinna gríðarlega í sinni andlegu líðan á síðustu árum. Hún er haldin áfallastreituröskun eftir að hafa orðið fyrir hæningu og verið tæld og misnotuð sem unglingsstúlka af fullorðnum landsliðsmanni í íþróttum. Hún hefur glímt við afleiðingar þess að hafa verið í sambandi með …
Athugasemdir