Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ólafur enn hjá Eimskipi: Baráttumaður gegn umgengnistálmunum dæmdur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur sak­felldi Ólaf William Hand fyr­ir að hafa „tek­ið barn­s­móð­ur sína hálstaki, þrengt ít­rek­að að hálsi henn­ar og hrint henni þannig að hún féll í gólf­ið“.

Ólafur enn hjá Eimskipi: Baráttumaður gegn umgengnistálmunum dæmdur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni
Ólafur William Hand hefur komið fram fyrir hönd Eimskips í fjölmiðlum undanfarin ár. Mynd: Rax / Ragnar Axelsson / Mbl.is

Ólafur William Hand, upplýsinga- og markaðsfulltrúi hjá Eimskipi og helsta andlit fyrirtækisins út á við undanfarin ár, hefur fengið tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir alvarlegt ofbeldi gegn barnsmóður sinni. 

Hann staðfestir í samtali við Stundina að hann starfi enn hjá Eimskipi og hafi ekki þurft að taka sér leyfi. Ólafur vill ekki ræða um dóminn að svo stöddu en segist ætla að birta yfirlýsingu um málið á Facebook.

Ekki náðist í stjórnendur Eimskips við vinnslu fréttarinnar og haft er eftir framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Eimskips á Mbl.is að hann geti ekki tjáð sig um málefni ein­stakra starfs­manna. 

Málið var tekið fyrir í lokuðu þinghaldi, en samkvæmt frétt DV var Ólafur fundinn sekur um líkamsárás á barnsmóður sína og jafnframt brot gegn barnaverndarlögum þar sem sannað þótti að barn hans hefði orðið vitni að árásinni. 

Uppfært: Dómurinn er birtur á vef Héraðsdóms Reykjavíkur, sjá hér

Fram kemur í dóminum að Ólafur hafi tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólfið. Þá leiði gögn og myndir af bráðamóttöku LSH í ljós „marga yfirborðsáverka á hálsi, tognun og ofreynslu á hálshrygg, yfirborðsáverka á bakvegg og brjóstkassa“.

Ólafur hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn umgengnistálmunum. Hann steig fram í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. febrúar 2017, gagnrýndi barnsmóður sína og sagðist ekki hafa fengið að sjá barnið sitt í átta mánuði.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst síðar að þeirri niðurstöðu að fréttastofan og 365 miðlar hefðu ekki brotið siðareglur en þó sýnt barnsmóður Ólafs „lítilsvirðingu með því að svara ekki tölvupóstum eða símtölum hennar í kjölfar umfjöllunarinnar“. 

DV greinir frá því að blaðið hafi undir höndum gögn sem sýni að það sé samkvæmt ákvörðun yfirvalda sem Ólafur nýtur ekki reglulegrar umgengni við barnið. „Byggir sú ákvörðun meðal annars á því að barnið treystir sér ekki til að hitta á hann vegna ofbeldisins sem það var vitni að. Í þeim gögnum kemur einnig fram að Ólafur sagði sig frá ferli þar sem fagmenn unnu að því, með stuðningi móður, að byggja upp traust og koma á umgengni á forsendum barnsins, meðal annars undir eftirliti. Stuttu eftir að hafa þannig neitað að vinna að umgengni, fór hann í sjónvarpsviðtal og ásakaði barnsmóður sína um tálmanir,“ segir í fréttinni. 

Ólafur hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook:

Vegna fréttar í dag vegna dómsmáls vil ég koma eftirfarandi á framfæri.

Friðhelgi heimilsins rofin.

Barnsmóðir mín og sambýlismaður hennar ruddust inn á heimili mitt þann 16. júlí 2016 þegar barnið var í umgengni hjá mér samkvæmt úrskurði sýslumanns. Hún réðst á mig alveg tryllt eins og fram kemur í gögnum málsins og reyndi ég að verja mig og heimili mitt með að taka utan um hana og leggja í gólfið. Sambýlismaðurinn sló mig þá í bakið.

Barnsmóðir mín tók barnið og fór með það út gegn vilja barnsins eins og fram kemur í vitnisburði ótengds aðila sem stóð fyrir utan heimili mitt.

Rétt er að ég var dæmdur fyrir að reyna að verja mitt heimili en ég tók hana aldrei hálstaki eins og ég var sakfelldur fyrir. Hef ég tekið ákvörðun um að áfrýja þessum dómi.

Mál þetta hefur tekið mikið á mig og mína fjöldskyldu og vekur upp spurningar um hvort að í dómi þessum felist skilaboð um að það sé réttlætanlegt að ráðast inn á heimili fólks og nema barn á brott í skjóli lögreglu. Að mati lögreglu og ríkissaksóknara þá var ekki ástæða til að kæra barnsmóður mína og sambýlismann hennar fyrir húsbrot né brottnám barns með þeim rökum að almannahagsmunir kröfuðust þess ekki. Dæmi hver fyrir sig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár