Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni segist hafa meint annað en hann sagði og sakar aðra um „eftirsannleik“

Gögn Hag­stof­unn­ar, sem fjár­mála­ráð­herra vís­ar til, styðja ekki þá full­yrð­ingu sem hann setti fram í Kryddsíld­inni. Full­yrð­ing hans um fjölda fólks á lág­marks­taxta stenst ekki skoð­un.

Bjarni segist hafa meint annað en hann sagði og sakar aðra um „eftirsannleik“
Hélt fram rangri fullyrðingu Fullyrðing Bjarna Benediktssonar um að aðeins 1 prósent fullvinnandi fólks fái greitt samkvæmt lágmarkstaxta er röng. Mynd: Pressphotos

Fullyrðing Bjarna Benediktssonar í Kryddsíldinni um að einungis 1 prósent fullvinnandi fólks á vinnumarkaði starfi á 300 þúsund króna „lágmarkstaxta“ er röng. 

Skýringar hans á því hvað hann meinti ganga í berhögg við orðalagið sem hann notaði á gamlársdag. 

Þá styðja gögn Hagstofunnar, sem Bjarni vísar til á Facebook, ekki þá fullyrðingu sem hann setti fram í þættinum. 

Þrátt fyrir að hafa verið staðinn að því að fara með rangt mál sakar Bjarni aðra um „eftirsannleik“ í Facebook-færslu um málið og kallar eftir þjóðmálaumræðu sem byggi á hlutlægum staðreyndum. 

Orðrétt sagði Bjarni í Kryddsíldinni á gamlársdag: „Hvað er hátt hlutfall fullvinnandi sem starfar á lægsta taxta sem er 300 þúsund? Sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar er það 1% af vinnu­markaðinum sem starfar á 300 þúsund króna lág­marks­taxt­an­um.“ 

Vilhjálmur Birgissonverkalýðsforingi á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, svaraði fullyrðingu Bjarna samdægurs og vísaði til gagna frá Hagstofunni um að 50 prósent verkafólks væru með grunnlaun um og undir 300 þúsund krónum. 

Stefán Ólafssonprófessor við Háskóla Íslands

Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi, skrifaði svo grein í Kjarnann í gær og benti á að samkvæmt launarannsóknum Hagstofunnar hefðu tæplega 40 prósent fullvinnandi verkafólks verið með umsamin lágmarkslaun eða minna í grunnlaun árið 2017 og alls um 20 prósent á almenna vinnumarkaðnum.

Bjarni Benediktsson brást við skrifum Vilhjálms og Stefáns á Facebook. Þar útskýrði ráðherra hvað hann hefði meint með ummælum sínum í Kryddsíldinni. „Með þessu vísaði ég til þess að tölur Hagstofunnar sem birtust 13. september 2018 um laun á árinu 2017 hefðu sýnt að innan við 1% fullvinnandi Íslendinga væri með 300.000 kr. eða minna í heildarlaun á mánuði,“ skrifaði Bjarni

Raunin er þó sú að í Kryddsíldinni tók Bjarni aldrei fram að hann væri að vísa til heildarlauna, þ.e. til allra launa einstaklinga, reglulegra launa auk ýmissa óreglulegra greiðslna, t.d. greiðslna vegna yfirvinnu og vaktaálags, orlofs- og desemberuppbótar, eingreiðslna, ákvæðisgreiðslna og uppgjörs vegna uppmælinga.

Í þættinum talaði Bjarni einvörðungu um hlutfall fullvinnandi fólks starfandi á lágmarkstaxta og fullyrti að „samkvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar“ væri það „1% af vinnu­markaðinum sem starfar á 300.000 króna lág­marks­taxt­an­um“. Í þeim upplýsingum Hagstofunnar sem Bjarni Benediktsson vísar til er hins vegar ekki gefið upp hve margir fullvinnandi launamenn voru á lægsta dagvinnutaxta árið 2017. Þannig styðja gögnin ekki þá fullyrðingu Bjarna að það sé „1% af vinnu­markaðinum sem starfar á 300 þúsund króna lág­marks­taxt­an­um“. 

Í Facebook-færslunni sakar Bjarni Benediktsson talsmenn verkalýðsfélaganna um „eftirsannleik“ (e. post-truth) og kallar eftir þjóðmálaumræðu sem byggi á staðreyndum.

„Í upphafi nýs árs er hægt að láta sig dreyma um að einn helsti grundvöllur heilbrigðra skoðanaskipta í landinu fái áfram að standa óhaggaður – að við látum vera að deila um staðreyndir - það er nóg annað til að takast á um,“ skrifar Bjarni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
3
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár