Róbert Wessmann, fjárfestir og eigandi samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, hélt kastala sem hann eignaðist í Bergerac í Frakklandi árið 2005 eftir skuldauppgjör sitt við Glitni banka árið 2013. Róbert rekur nú vínrækt á landareign við kastalann sem er um 5.000 fermetrar að stærð.
Fjallað hefur verið um vínrækt Róberts í íslenskum fjölmiðlum og má auk þess finna myndband um víngerðina á Youtube. Kastalinn skipti um eignarhald árið 2012 og fór þá frá því að vera eign félagsins Burlington Worldwide ltd. og yfir til félagsins Aztiq France en mörg félög í Alvogen-samstæðunni heita Aztiq-eitthvað.
Afstætt mat á eignum
Stundin sagði frá skuldauppgjöri Róberts Wessmann í síðasta tölublaði sínu.
Samkvæmt samningi um skuldauppgjörið sem Stundin hefur undir höndum greiddi Róbert átta milljónir evra, um 1300 milljónir króna á þávirði, til bankans til að kaupa til baka eftirstöðvar krafna upp á vel á …
Athugasemdir