Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Háskólinn veitir ekki aðgang að umsögnum um tanngreiningar

Há­skóli Ís­lands hafn­ar beiðni Stund­ar­inn­ar um að fá um­sagn­ir vís­inda­siðanefnd­ar og jafn­rétt­is­nefnd­ar um tann­grein­ing­ar á ung­um hæl­is­leit­end­um inn­an veggja skól­ans.

Háskólinn veitir ekki aðgang að umsögnum um tanngreiningar

Yfirstjórn Háskóla Íslands, hefur neitað beiðni Stundarinnar um aðgang að umsögnum vísindasiðanefndar Háskóla Íslands og jafnréttisnefndar Háskóla Íslands, sem fjalla um álitamál sem tengjast tanngreiningum á ungum hælisleitendum innan veggja skólans. Umræddar umsagnir voru unnar að beiðni Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, og eru ætlaðar honum og háskólaráði til ráðgjafar þegar kemur að ákvarðanatöku í tengslum við þjónustusamning skólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar. Í skriflegu svari Björns Atla Davíðssonar, lögfræðings á skrifstofu rektors, er upplýsingabeiðni Stundarinnar synjað á þeirri forsendu að umsagnirnar séu vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti. 

176 starfsmenn mótmæla

Háskóli Íslands og Útlendingastofnun vinna nú að gerð þjónustusamnings um aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda. Málið er umdeilt innan veggja skólans en auk Stúdentaráðs Íslands hafa 176 starfsmenn og doktorsnemar af Menntavísindasviði, Hugvísindasviði, og Félagsvísindasviði lagst eindregið gegn tanngreiningunum og bent á að þær fari gegn vísindasiðareglum skólans sem kveða á um að rannsakendur skuli ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár