Yfirstjórn Háskóla Íslands, hefur neitað beiðni Stundarinnar um aðgang að umsögnum vísindasiðanefndar Háskóla Íslands og jafnréttisnefndar Háskóla Íslands, sem fjalla um álitamál sem tengjast tanngreiningum á ungum hælisleitendum innan veggja skólans. Umræddar umsagnir voru unnar að beiðni Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, og eru ætlaðar honum og háskólaráði til ráðgjafar þegar kemur að ákvarðanatöku í tengslum við þjónustusamning skólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar. Í skriflegu svari Björns Atla Davíðssonar, lögfræðings á skrifstofu rektors, er upplýsingabeiðni Stundarinnar synjað á þeirri forsendu að umsagnirnar séu vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti.
176 starfsmenn mótmæla
Háskóli Íslands og Útlendingastofnun vinna nú að gerð þjónustusamnings um aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda. Málið er umdeilt innan veggja skólans en auk Stúdentaráðs Íslands hafa 176 starfsmenn og doktorsnemar af Menntavísindasviði, Hugvísindasviði, og Félagsvísindasviði lagst eindregið gegn tanngreiningunum og bent á að þær fari gegn vísindasiðareglum skólans sem kveða á um að rannsakendur skuli ekki …
Athugasemdir