Fyrir suma eru bílar bara tæki til að komast á milli staða. Fyrir aðra eru þeir eitthvað miklu meira og mörg dæmi eru um að fólk hugsi til baka til bíla sem það hefur átt með blik í auga og söknuði, enda hafi umræddir bílar á einhvern hátt verið þeim kærari en aðrir. Svo eru þeir sem þurfa að láta frá sér bíla af einhverjum ástæðum en hætta aldrei að hugsa til þeirra og einsetja sér að eignast slíkan bíl á nýjan leik. Hafliði Breiðfjörð er einn þeirra, en líklegt má telja að hans bíll eigi eftir að vekja meiri athygli en flestir aðrir. Bíllinn sem Hafliði er nú kominn á er enda ekki hvaða bíll sem er, heldur 1963 árgerð af Triumph Herald blæjubíl. Og meira að segja með stýrið hægra megin.
Þurfti bankalán og tvo ábyrgðarmenn

Athugasemdir