Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Finnsk kona lýsir óviðeigandi samskiptum Helga Hjörvars

„Mér leið eins og ef ég segði ein­hverj­um frá þá myndi ég aldrei eiga mögu­leika á starfi hjá Norð­ur­landa­ráði,“ seg­ir kona sem hitti Helga Hjörv­ar þeg­ar hún var ung­l­iði á fundi Norð­ur­landa­ráðs í Hels­inki ár­ið 2012. Mál­ið olli mikl­um titr­ingi inn­an flokks­ins.

Finnsk kona lýsir óviðeigandi samskiptum Helga Hjörvars
Var formaður þingflokksins Helgi Hjörvar var þungavigtarmaður í Samfylkingunni um árabil, meðal annars þingflokksformaður frá 2013 til 2016. Mynd: Johannes Jansson

„Mér varð brugðið þegar hann gaf í skyn að hann gæti haft áhrif á starfsframa minn hjá Norðurlandaráði um leið og hann leitaðist eftir kynferðislegu samneyti við mig.“ Þetta segir finnsk kona um samskipti sín við Helga Hjörvar, fyrrverandi þingflokksformann Samfylkingarinnar, sem hún hitti á ráðstefnu Norðurlandaráðs í Helsinki árið 2012. 

Ásakanir um ósæmilega hegðun Helga gagnvart konunni áttu síðar eftir að rata á borð stjórnar Samfylkingarinnar og valda gríðarlegum titringi innan flokksins. Konan var á þrítugsaldri þegar atvikið átti sér stað og fór á fund Norðurlandaráðs á vegum ungliðahreyfingar finnsks stjórnmálaflokks. Helgi var formaður Íslandsdeildar ráðsins á þessum tíma en hafði tveimur árum áður gegnt embætti forseta Norðurlandaráðs.

Guðrún Jóna Jónsdóttir, sem var herbergisfélagi finnsku konunnar í Helsinki, staðfestir í samtali við Stundina að konan hafi komið grátandi til sín eftir samskiptin við Helga. „Hún virtist hafa orðið fyrir miklu áfalli, hún var hrædd og óörugg og grét,“ segir Guðrún. 

Tilbúin að segja frá sinni upplifun

Eftir að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í leyfi vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart blaðakonu hafa fjölmiðlar fjallað lauslega og með afar óljósum hætti um ásakanir í garð Helga Hjörvars. Ábendingar um framgöngu hans sem bárust stjórn flokksins árið 2016 urðu til þess að Samfylkingin setti á laggirnar formlegt ferli fyrir mál sem þessi, meðal annars þá trúnaðarnefnd sem nýlega áminnti Ágúst Ólaf vegna ósæmilegrar hegðunar. 

Stundin hafði uppi á finnsku konunni sem féllst á að segja blaðinu frá samskiptum sínum við Helga. Konan kemur ekki fram undir nafni, en í ljósi þess að þegar hafa verið settar fram fullyrðingar um framgöngu Helga Hjörvars í fjölmiðlum og málið hefur lengi verið umtalað innan Samfylkingarinnar, telur Stundin að birting frásagnarinnar, nákvæmrar lýsingar konunnar á málsatvikum, sé réttmæt og hafi upplýsingagildi. Tekið skal fram að Helgi Hjörvar hefur ekki svarað Stundinni, þrátt fyrir fjölda tilrauna til að ræða við hann, og hefur því ekki verið unnt að leiða fram hans sjónarmið.

Frásögn konunnar er í anda sagna sem safnað hefur verið saman undir myllumerkinu #MeToo þar sem karlar í áhrifastöðum notfæra sér aðstöðumun gagnvart konum í kynferðislegum tilgangi. Í þessu tilviki er um að ræða hegðun kjörins fulltrúa í ferð sem hann fór á vegum Alþingis.

Helgi bað um fylgd á hótelið

„Eftir eitt kvöldið á ráðstefnunni fóru margir þátttakendur á karókíbar. Þar hitti ég Helga. Ég var edrú en hann var dálítið drukkinn en samt viðkunnanlegur,“ segir konan. „Þegar leið á kvöldið spurði Helgi hvort ég gæti hjálpað honum á hótelið sitt. Við gætum rölt þangað og ég gæti þá virt fyrir mér borgina um leið; þetta yrði smá vettvangsferð. Á endanum varð samt úr að við tókum leigubíl.“ 

Konan segir að þegar á hótelið var komið hafi Helgi gengið hratt með sér í gegnum lobbíið. „Mér leið skringilega og það var líka eins og hann væri dálítið skömmustulegur og vildi ekki að sæist til okkar. Ég studdi hann alveg upp að hótelherbergi. Þá bauð hann mér inn og spurði hvort ég vildi eitthvað að drekka. Ég man að ég fékk djús.“ 

Spurði hvort hún vildi ritarastöðu

„Mér datt í hug að við gætum spjallað um pólitíkina á Íslandi, en hann var ekki spenntur fyrir því. Hann vildi frekar vita hvernig framtíð ég sæi fyrir mér. Hann spurði hvað ég vildi vinna við og nefndi stöður hjá Norðurlandaráði, hvort ég væri til dæmis spennt fyrir ritarastöðu. Mér fannst hann gefa í skyn að hann gæti, sem áhrifamaður í Norðurlandaráði, haft áhrif á framtíð mína á þessum vettvangi. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár