Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigrún Helga segir upp starfi prófessors vegna hegðunar yfirmanns og gagnrýnir viðbrögð háskólans

„Nú er svo kom­ið að ég get ekki hugs­að mér að hefja enn ann­að starfs­ár á sama vinnu­stað.“

Sigrún Helga segir upp starfi prófessors vegna hegðunar yfirmanns og gagnrýnir viðbrögð háskólans

Sigrún Helga Lund hefur sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hún tilkynnir um málið á Facebook og segist hafa tekið þessa ákvörðun vegna kynferðislegs háttalags yfirmanns og viðbragðsleysis skólastjórnenda eftir að yfirmaðurinn var fundinn sekur um brot á siðareglum.

Sigrún gagnrýnir harðlega hvernig kvörtun hennar var meðhöndluð innan skólans, segist hafa fengið nóg og ekki geta hugsað sér að hefja enn eitt starfsárið á sama vinnustað. 

„Við vorum að vonast til að fá einhver viðbrögð frá Háskólanum og að það væri hægt að vinna að einhvers konar sátt eða lausn en það hefur ekkert heyrst, sem okkur þykir afar skrýtið,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir, lögfræðingur Sigrúnar Helgu, í samtali við Stundina.

Stundin hefur ákvörðun siðanefndar í máli Sigrúnar Helgu og fyrrverandi yfirmanns hennar undir höndum. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi brotið gegn þremur greinum siðareglna með því að reka Sigrúnu úr kjarnahópi rannsóknar á óréttmætum grundvelli. Þá hafi yfirmaðurinn látið fyrirfarast að halda skemmtun aðgreindri frá vinnu og þannig ekki gætt á fullnægjandi hátt ábyrgðar yfirmanns. 

„Við höfum gefið þessu góðan tíma, það er að verða hálft ár síðan að úrskurður siðanefndar var birtur án nokkurra viðbragða. Það, og ýmislegt sem hefur gerst undanfarið sem bendir til þess að það sé bara búið að loka málinu af hálfu háskólans, gerði það að verkum að hún sá sér ekki fært að vera þarna áfram við störf.“

Sigrún Jóhannsdóttir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvert framhaldið verði en hún stefni að því að setjast niður með skjólstæðing sínum eftir hátíðarnar og skoða þá stöðu Sigrúnar Helgu gagnvart skólanum.

Hér má lesa yfirlýsingu Sigrúnar Helgu Lund í heild:

Hafi fólk einlægan áhuga á að vita hvers vegna konur flýja HÍ er skýringin ekki svo flókin.

Sumarið 2016 lýsti ég áhyggjum yfir erfiðum samskiptum og kynferðislegu háttalagi af völdum yfirmanns míns í starfsmannaviðtali. Engin viðbrögð fylgdu þeirri kvörtun, ástandið versnaði ört og þegar það var loks orðið óbærilegt svaraði ég fyrir mig og löðrungaði yfirmanninn. Þá fyrst brást Háskólinn við en á allt annan máta en mig óraði fyrir.

Þrátt fyrir að ég sýndi margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti var engin tilraun gerð til að rannsaka málið. Ég var rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. Þegar ég neitaði að hlýða var mér hótað áminningu sem HÍ neyddist þó til að láta niður falla enda málið allt á sandi byggt.

Á sama tíma reis #meToo umræðan sem hæst - þar sem HÍ barði sér hvað mest á brjóst.

Kjaftasögur fljúga hratt á litla Íslandi og það er ekki auðvelt að vernda mannorð sitt gegn svo valdamiklum aðilum. Að lokum náði ég þó styrk til að kæra málið til siðanefndar háskólans sem kvað upp dóm í júlí síðastliðnum. Þar var staðfest að yfirmaður minn hafði brotið þrjár greinar siðareglna, þar með talda jafnræðisreglu 1.3.2:

“Starfsfólk og nemendur Háskólans gæta þess að mismuna ekki hver öðrum, til dæmis vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða eða skoðana. Þeir leggja ekki hver annan í einelti og eru á varðbergi gagnvart einkennum þess.”

Það var ekki fyrr en að lögfræðingurinn minn stafaði niðurstöðuna ofan í mig að ég áttaði mig á að ég hafði unnið málið. Ég hefði aldrei trúað því hvað gaslýsingin er sterk.

Nú var málið komið í hendur rektors og í fyrsta sinn bærðist með mér von um réttlæti. Ég fékk fregnir af því að siðanefnd hefði fundað með rektor og beið spennt eftir að heyra nánar frá honum. Fjórir mánuðir liðu og á morgunfundi um jafnréttismál í hátíðarsal HÍ sagði hann:

“Hér í Háskóla Íslands höfum við lagt áherslu á að hlusta á sögur kvenna, draga af þeim lærdóm og bregðast fljótt og fumlaust við.”

En aldrei heyrðist neitt. Nú er nær hálft ár liðið síðan dómur féll, ekki stakt orð borist frá rektor og allt ástand óbreytt - ef ekki verra. Nú er svo komið að ég get ekki hugsað mér að hefja enn annað starfsár á sama vinnustað.

Ég segi því hér með upp starfi mínu sem prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár