Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti

Dæmd­ur í tíu mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir að hafa þvætt­að á bil­inu 49 til 57 millj­ón­ir króna. Eini Ís­lend­ing­ur­inn í Pana­maskjöl­un­um sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir það sem þar kom fram.

Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti
Dæmdur í fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson var í morgun dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Mynd: Pressphotos

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var fyrr í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus var ákærður í ágúst síðastliðnum fyrir að hafa þvættað á bilinu 49 til 57 milljónir króna sem í ákæru voru sagðar ávinningur af skattsvikum sem framin hefðu verið fyrir meira en áratug síðan. Um var að ræða umboðslaun og þóknanir sem Júlíus fékk greidd vegna starfa sinna hjá hjá bifreiðaumboðinu Ingvari Helgasyni og voru umræddar greiðslur geymdar á bankareikningum erlendis.

Í ákærunni kom fram að Júlíus hefði á árunum 2010 geymt andvirði 131 til 146 milljóna króna á bankareikningi í bankanum UBS á Jersey en hefði árið 2014 fært þá fjármuni inn á reikning í svissneska bankanum Julius Bär og hefðu þeir þar verið geymdir í aflandsfélaginu Silwood Foundation. Nafn félagsins og Júlíusar var að finna í Panamaskjölunum

Við þingfestingu í september síðastliðnum neitaði Júlíus sök og hélt því fram að málareksturinn væri tilkominn vegna fyrri starfa hans í stjórnmálum. Sagði hann einnig að ávirðingar sem á hann voru bornar í þætti Kastljóss Ríkisútvarpsins, meðal annars af systkinum hans, væru „rakalaus þvættingur frá óvildarmönnum“.

Björn Þorvaldsson saksóknari fór fram á að Júlíus yrði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi enda væri brotin ósvífin og taka bæri hart á þeim. Sem fyrr segir var Júlíus dæmdur í tíu mánaða fangelsi og er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Júlíus var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár