Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti

Dæmd­ur í tíu mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir að hafa þvætt­að á bil­inu 49 til 57 millj­ón­ir króna. Eini Ís­lend­ing­ur­inn í Pana­maskjöl­un­um sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir það sem þar kom fram.

Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti
Dæmdur í fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson var í morgun dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Mynd: Pressphotos

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var fyrr í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus var ákærður í ágúst síðastliðnum fyrir að hafa þvættað á bilinu 49 til 57 milljónir króna sem í ákæru voru sagðar ávinningur af skattsvikum sem framin hefðu verið fyrir meira en áratug síðan. Um var að ræða umboðslaun og þóknanir sem Júlíus fékk greidd vegna starfa sinna hjá hjá bifreiðaumboðinu Ingvari Helgasyni og voru umræddar greiðslur geymdar á bankareikningum erlendis.

Í ákærunni kom fram að Júlíus hefði á árunum 2010 geymt andvirði 131 til 146 milljóna króna á bankareikningi í bankanum UBS á Jersey en hefði árið 2014 fært þá fjármuni inn á reikning í svissneska bankanum Julius Bär og hefðu þeir þar verið geymdir í aflandsfélaginu Silwood Foundation. Nafn félagsins og Júlíusar var að finna í Panamaskjölunum

Við þingfestingu í september síðastliðnum neitaði Júlíus sök og hélt því fram að málareksturinn væri tilkominn vegna fyrri starfa hans í stjórnmálum. Sagði hann einnig að ávirðingar sem á hann voru bornar í þætti Kastljóss Ríkisútvarpsins, meðal annars af systkinum hans, væru „rakalaus þvættingur frá óvildarmönnum“.

Björn Þorvaldsson saksóknari fór fram á að Júlíus yrði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi enda væri brotin ósvífin og taka bæri hart á þeim. Sem fyrr segir var Júlíus dæmdur í tíu mánaða fangelsi og er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Júlíus var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár