Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti

Dæmd­ur í tíu mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir að hafa þvætt­að á bil­inu 49 til 57 millj­ón­ir króna. Eini Ís­lend­ing­ur­inn í Pana­maskjöl­un­um sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir það sem þar kom fram.

Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti
Dæmdur í fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson var í morgun dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Mynd: Pressphotos

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var fyrr í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus var ákærður í ágúst síðastliðnum fyrir að hafa þvættað á bilinu 49 til 57 milljónir króna sem í ákæru voru sagðar ávinningur af skattsvikum sem framin hefðu verið fyrir meira en áratug síðan. Um var að ræða umboðslaun og þóknanir sem Júlíus fékk greidd vegna starfa sinna hjá hjá bifreiðaumboðinu Ingvari Helgasyni og voru umræddar greiðslur geymdar á bankareikningum erlendis.

Í ákærunni kom fram að Júlíus hefði á árunum 2010 geymt andvirði 131 til 146 milljóna króna á bankareikningi í bankanum UBS á Jersey en hefði árið 2014 fært þá fjármuni inn á reikning í svissneska bankanum Julius Bär og hefðu þeir þar verið geymdir í aflandsfélaginu Silwood Foundation. Nafn félagsins og Júlíusar var að finna í Panamaskjölunum

Við þingfestingu í september síðastliðnum neitaði Júlíus sök og hélt því fram að málareksturinn væri tilkominn vegna fyrri starfa hans í stjórnmálum. Sagði hann einnig að ávirðingar sem á hann voru bornar í þætti Kastljóss Ríkisútvarpsins, meðal annars af systkinum hans, væru „rakalaus þvættingur frá óvildarmönnum“.

Björn Þorvaldsson saksóknari fór fram á að Júlíus yrði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi enda væri brotin ósvífin og taka bæri hart á þeim. Sem fyrr segir var Júlíus dæmdur í tíu mánaða fangelsi og er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Júlíus var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár