Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti

Dæmd­ur í tíu mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir að hafa þvætt­að á bil­inu 49 til 57 millj­ón­ir króna. Eini Ís­lend­ing­ur­inn í Pana­maskjöl­un­um sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir það sem þar kom fram.

Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti
Dæmdur í fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson var í morgun dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Mynd: Pressphotos

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var fyrr í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus var ákærður í ágúst síðastliðnum fyrir að hafa þvættað á bilinu 49 til 57 milljónir króna sem í ákæru voru sagðar ávinningur af skattsvikum sem framin hefðu verið fyrir meira en áratug síðan. Um var að ræða umboðslaun og þóknanir sem Júlíus fékk greidd vegna starfa sinna hjá hjá bifreiðaumboðinu Ingvari Helgasyni og voru umræddar greiðslur geymdar á bankareikningum erlendis.

Í ákærunni kom fram að Júlíus hefði á árunum 2010 geymt andvirði 131 til 146 milljóna króna á bankareikningi í bankanum UBS á Jersey en hefði árið 2014 fært þá fjármuni inn á reikning í svissneska bankanum Julius Bär og hefðu þeir þar verið geymdir í aflandsfélaginu Silwood Foundation. Nafn félagsins og Júlíusar var að finna í Panamaskjölunum

Við þingfestingu í september síðastliðnum neitaði Júlíus sök og hélt því fram að málareksturinn væri tilkominn vegna fyrri starfa hans í stjórnmálum. Sagði hann einnig að ávirðingar sem á hann voru bornar í þætti Kastljóss Ríkisútvarpsins, meðal annars af systkinum hans, væru „rakalaus þvættingur frá óvildarmönnum“.

Björn Þorvaldsson saksóknari fór fram á að Júlíus yrði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi enda væri brotin ósvífin og taka bæri hart á þeim. Sem fyrr segir var Júlíus dæmdur í tíu mánaða fangelsi og er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Júlíus var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár