Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Trúa ekki Báru og vilja vita „hverjir voru með henni“

Lög­mað­ur fjór­menn­ing­anna úr Mið­flokkn­um seg­ir frá­sögn Báru Hall­dórs­dótt­ur ótrú­verð­uga og ekki stand­ast skyn­sem­is­skoð­un. Þing­menn­irn­ir vilja að henni verði refs­að, hún sekt­uð af Per­sónu­vernd og lát­in greiða þeim miska­bæt­ur.

Trúa ekki Báru og vilja vita „hverjir voru með henni“

Þingmenn Miðflokksins telja að Bára Halldórsdóttir, 42 ára öryrki sem hljóðritaði hávær samskipti þeirra á Klaustri Bar þann 20. nóvember, hafi ekki komið hreint til dyranna. Frásögn hennar sé ótrúverðug og „standist ekki skynsemisskoðun“. 

Þetta kom fram í máli Reimars Péturssonar, lögmanns þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Reimar Péturssonlögmaður fjórmenninganna úr Miðflokknum

Reimar sagði að myndefni úr eftirlitsmyndavélum, bæði Alþingis og Dómkirkjunnar, ætti að geta varpað skýrara ljósi á atburðina 20. nóvember, meðal annars það hvernig Bára hefði  leynt því að hún væri að taka þingmennina upp, hvaða að­ferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar til brotsins hefði verið. Benti lögmaðurinn á að Bára hefði sagst ekki vera borgunarmaður fyrir greiðslu miskabóta og því væri „ástæða til að athuga hverjir voru með henni“. 

Fjórmenningarnir úr Miðflokknum vilja að Bára sæti refsingu og greiði þeim miskabætur vegna „njósnaaðgerðar“ sem þeir telja sig hafa orðið fyrir á Klaustri. Þá hafa þeir kallað eftir því að Persónuvernd sekti Báru. Þetta er ljóst af bréfum sem Reimar Pétursson, lögmaður þingmannanna, hefur sent héraðsdómi og Persónuvernd.

Þingmennirnir vilja að aflað verði gagna til vitnis um mannaferðir og aðstæður á Klaustri bar þann 20. nóvember.

„Skýrslutaka yfir manneskju sem gerðist sek um eða tók á sig sök um hlerun er einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun. Við reiknum fastlega með því að ýmislegt eigi eftir að koma fram,“ segir í yfirlýsingu sem Miðflokkurinn birti á Facebook þann 12. desember síðastliðinn. 

„Við reiknum fastlega með því að
ýmislegt eigi eftir að koma fram“

Á upptökunum af Klaustri heyrast þingmennirnir tala með niðrandi og klámfengnum hætti um konur, hæðast að samkynhneigðum söngvara og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra og gorta af því að hafa misbeitt valdi við skipun sendiherra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár