Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

Þing­menn­irn­ir telja að „óprútt­inn að­ili“– Bára Hall­dórs­dótt­ir, 42 ára hinseg­in ör­yrki – hafi skað­að orð­spor þeirra. Af bréf­um lög­manns til dóm­ara má ráða að þing­menn­irn­ir vilji pen­inga frá Báru og að henni verði refs­að.

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, vilja að Bára Halldórsdóttir, 42 ára öryrki, sæti refsingu og greiði þeim miskabætur vegna „njósnaaðgerðar“ á Klaustri Bar þann 20. nóvember síðastliðinn. 

Þetta er ljóst af beiðni sem lögmaður þingmannanna sendi Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. desember síðastliðinn, daginn áður en Bára Halldórsdóttir steig fram og afhjúpaði sig sem uppljóstrarann af Klaustri í viðtali við Stundina. 

„Óprúttinn aðili“ sem hafi
skaðað æru þingmanna

Í bréfi Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns kemur fram að „til að málshöfðun með refsi- og bótakröfum geti orðið raunhæf“ sé óhjákvæmilegt að leiða í ljós hvaða „óprúttni aðili“ hafi framkvæmt njósnaaðgerðina. Aðgerðin hafi falið í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu“ þingmannanna. Því er kallað eftir því að fyrirsvarsmenn og starfsmenn Klausturs verði leiddir fyrir dóm til vitnis um mannaferðir og aðstæður á barnum þann 20. nóvember. 

Halda fast við beiðni sína

Eftir að viðtalið við Báru birtist í Stundinni föstudaginn 7. desember hafði Reimar samband við Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómara og sagði að þótt nú lægi fyrir nafn þess sem stóð að upptökunum væri engu að síður mikilvægt að sannreyna hvernig atvikum var í raun og veru háttað. „Beiðendur halda því fast við beiðni sína.“

Af þessu má ráða að upplýsingarnar sem birtust í nýjasta tölublaði Stundarinnar – það að uppljóstrarinn er fötluð hinsegin kona sem blöskraði umræða valdhafa um þá hópa sem hún tilheyrir sjálf – breyti engu um fyrirætlanir þingmannanna þess efnis að krefjast peninga frá manneskjunni sem hljóðritaði samskiptin þeirra á Klaustri bar og kalla eftir því að hún sæti refsingu. 

Uppljóstrunin hafði víðtækar afleiðingar

Á upptökunum heyrast þingmennirnir tala með niðrandi hætti um minnihlutahópa, hæðast að samkynhneigð þekkts söngvara og gorta af því að hafa misbeitt valdi við skipun sendiherra.

Uppljóstrun Báru hefur dregið dilk á eftir sér. Tveir þingmenn voru reknir úr Flokki fólksins vegna framgöngu sinnar, tveir þingmanna Miðflokksins eru komnir í leyfi, forseti Alþingis hefur beðið þjóðina afsökunar á framgöngu þingmanna, siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ákveðið að kalla ráðherra og fyrrverandi ráðherra fyrir nefndina vegna ummæla um skipun sendiherra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár