Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

Starfs­menn og doktorsnem­ar við Fé­lags­vís­inda­svið Há­skóla Ís­lands bæt­ast í hóp þeirra sem gagn­rýna há­skól­ann fyr­ir að vinna að þjón­ustu­samn­ingi við Út­lend­inga­stofn­una um tann­grein­ing­ar á ung­um hæl­is­leit­end­um. Hvetja stjórn­ir annarra fræða­sviða til þess að taka af­stöðu.

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

Starfsmenn og doktorsnemar við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn því að framkvæmdar séu tanngreiningar á ungum hælisleitendum innan veggja Háskóla Íslands. Þá hvetja þeir stjórnir allra fræðasviða til þess að taka afstöðu gegn samningi Háskóla Íslands við Útlendingastofnun um tanngreiningar á hælisleitendum og beina því til starfsfólks Háskóla Íslands að láta sig málefnið varða.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem 65 starfsmenn og doktorsnemar við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands sendu frá sér rétt í þessu. Stúdentaráð Háskóla Íslands, Landssamtök íslenskra stúdenta, starfsmenn og doktorsnemar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem og starfsmenn og doktorsnemar við Hugvísindasvið skólans hafa að undanförnu sent frá sér sambærilegar yfirlýsingar þar sem tanngreiningunum er mótmælt harðlega.

Stúdentar, doktorsnemar og starfsmenn háskólans hafa meðal annars bent á að tanngreiningar á hælisleitendum fari gegn vísindasiðareglum skólans en þær kveða á um að rannsakendur skuli ekki skaða hagsmuni þeirra sem tilheyra hópi í erfiðri stöðu. Þá hafa þeir bent á samfélagslegt hlutverk menntastofnana sem og mikilvægi þess að akademískar stofnanir framkvæmi ekki aðgerðir lögvalds á borð við Útlendingastofnunar. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur fram til þessa ekki viljað tjá sig um gagnrýni starfsmanna og doktorsnema.

Mótmæla þjónustusamningi

„Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands tekur undir yfirlýsingu starfsfólks Menntavísindasviðs og Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, Landssambands Íslenskra Stúdenta og Stúdentaráðs Háskóla Íslands þar sem tekin er afstaða gegn tanngreiningum á hælisleitendum sem nú fara fram innan Háskóla Íslands. Þá er Háskóli Íslands eindregið hvattur til að láta af gerð samnings um áframhaldandi tanngreiningar á aldri hælisleitenda,“ segir í yfirlýsingu starfsmanna og doktorsnema við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Þar kemur jafnframt fram að þau vilji, sem fagfólk í félagsvísindum, líkt og starfsfólk Menntavísindasviðs, Hugvísindasviðs og samtök stúdenta gera, vekja sérstaka athygli háskólayfirvalda á samfélagslegu hlutverki menntastofnana sem og mikilvægi þess að akademískar stofnanir framkvæmi ekki aðgerðir lögvalds á borð við Útlendingastofnunar. Þá taka þau undir raddir þess efnis að háskólanum beri sem menntastofnun að styðja ungmenni sem hingað koma í leit að öruggara lífi.

Sú gagnrýni sem hefur undanfarið komið fram frá starfsmönnum fræðasvið Háskóla Íslands kemur illa við yfirstjórn Háskóla Íslands sem hefur beitt sér fyrir gerð þjónustusamningsins, en tanngreiningar fóru lengi vel fram innan veggja háskólans án þess að nokkur samningur lægi fyrir. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi tölvupóst á starfsmenn háskólans í síðustu viku þar sem hann sagði að aldurgreiningar á tönnum færu ekki fram á meðan málið væri til skoðunar hjá Heilbrigðisvísindasviði skólans. Þá hefur hann vísað til þess að hælisleitendum verði í sjálfsvald sett hvort þeir gangist undir tanngreiningar eður ei. 

Taka undir með Menntavísinda- og Hugvísindasviði

Starfsmenn og doktorsnemar við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands taka undir með kollegum sínum á Menntavísindasviði og Hugvísindasviði sem og Stúdentaráði Háskóla Íslands, sem bent hefur á að vafasamt sé að halda því fram að þessi aðgerð sé valkvæð ef hinn möguleikinn er brottvísun úr landi. „Sömuleiðis tökum við undir að erfitt sé að fullyrða og ganga úr skugga um að upplýst samþykki liggi fyrir í þessum rannsóknum. Við tökum undir það sem komið hefur fram í yfirlýsingum Stúdentaráðs sem vísar meðal annars í 2.15 grein vísindasiðareglna frá 2014 um að rannsakendur skuli ekki skaða hagsmuni þeirra sem tilheyra hópi í erfiðri stöðu,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.

Á þessum forsendum leggjast 65 starfsmenn og doktorsnemar við Félagsvísindasvið Háskóla Íslandseinróma geng því að framkvæmdar séu tanngreiningar á ungum hælisleitendum innan Háskóla Íslands, „þar sem slíkar greiningar eru bæði vísindalega og siðferðislega vafasamar. Enn fremur tökum við undir hvatningarorð Stúdentaráðs og LÍS til Háskóla Íslands hvað varðar að styðja betur við fjölskyldur innflytjenda.“

Yfirlýsingin er undirrituð af eftirfarandi einstaklingum:

Kristján Þór Sigurðsson, aðjúnkt og doktorsnemi í mannfræði

Sigrún K. Valsdóttir, doktorsnemi í mannfræði

Linda Sólveigar- Guðmundsdóttir, doktorsnemi í mannfræði

Helga Ögmundardóttir, lektor í mannfræði

Geir Gunnlaugsson, prófessor í hnattrænni heilsu

Sunna Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði

Jónína Einarsdóttir prófessor í mannfræði

Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði

Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði

Margrét Einarsdóttir, nýdoktor í félagsfræði

Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði

Finnborg Salome ÞóreyjarSteinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði

Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun

Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði

Sara Stefánsdóttir, doktorsnemi í fötlunarfræði

Stephanie Matti, doktorsnemi í mannfræði

Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði

Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði

Felix Lummer, doktorsnemi í þjóðfræði

Guðrún Sif Friðriksdóttir, doktorsnemi í mannfræði

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, doktorsnemi í safnafræði

Herdís Sigurjónsdóttir, doktorsnemi í opinberri stjórnsýslu

Linda Björk Ólafsdóttir, doktorsnemi í fötlunarfræðum

Eva Þórdís Ebenezersdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði

Nína M. Saviolidis, doktorsnemi í viðskiptafræði

Eyrún Eyþórsdóttir, doktorsnemi í mannfræði

Anna Wojtyńska, doktorsnemi í mannfræði

Heiður Hrund Jónsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði

Laufey Axelsdóttir, doktorsnemi í kynjafræði

Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði

Þóra Björnsdóttir, doktorsnemi í þróunarfræði

Áki Guðni Karlsson, doktorsnemi í þjóðfræði

Ásta Jóhannsdóttir, nýdoktor í fötlunarfræði

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði

Arndís Bergsdóttir, nýdoktor í safnafræði

Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræði

Ragna Kemp Haralds, aðjúnkt í upplýsingafræði

Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, stundakennari í mannfræði

Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði

Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði

Erna Rut Steinsdóttir, verkefnisstjóri, Félagsvísindasviði

Gyða Margrét Pétursdóttir, dósent í kynjafræði

Ólöf Júlíusdóttir, doktorsnemi í félagsfræði

Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum

Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði

Kári Kristinsson, dósent í viðskiptafræði

Sigrún D. Flóvenz, verkefnisstjóri við Félagsvísindasvið

Helga Þórey Björnsdóttir, ajúnkt í mannfræði

Sveinn Eggertsson, dósent í mannfræði

Björk Guðjónsdóttir, doktorsnemi i mannfræði

Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði

Guðbjörg Ottósdóttir, lektor í félagsráðgjöf

Hanna Björg Sigurjónsdóttir, prófessor í fötlunarfræði

Valdimar Tr. Hafstein, prófessor í þjóðfræði

Magnús Þór Torfason, lektor í viðskiptafræði

Sigrún Harðardóttir, lektor í félagsráðgjöf

James Gordon Rice, lektor í mannfræði

Sverrir Steinsson, stundakennari í stjórnmálafræði

Sigríður Björk Einarsdóttir, doktorsnemi í upplýsingafræði

Elsa Ósk Alfreðsdóttir, aðjúnkt í þjóðfræði

Maya Staub, doktorsnemi í félagsfræði

Erla Rún Guðmundsdóttir, doktorsnemi í viðskiptafræði

Erla S. Kristjánsdóttir, dósent, viðskiptafræðideild

Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár