Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

Sigrún Skafta­dótt­ir, formað­ur Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir mál Ág­ústs Ól­afs Ág­ústs­son­ar brenna heitt á kon­um í Sam­fylk­ing­unni. Hún trúi frá­sögn Báru Huld­ar Beck enda trúi hún frá­sögn­um þo­lenda.

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur
Brennur heitt á Samylkingarkonum Mál Ágústs Ólafs Ágústssonar brennur heitt á konum Samfylkingunni segir Sigrún Skaftadóttir, formaður Kvennahreyfingar flokksins. Hún segist eiga erfitt með að sjá fyrir sér að Ágúst geti snúið aftur á þing.

Sigrún Skaftadóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, segist þeirrar skoðunar að erfitt verði fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson að snúa aftur á þing eftir að lýsing Báru Huldar Beck á framkomu Ágústs Ólafs í sinn garð kom fram í dag. Málið liggi þungt á konum í flokknum.

Ágúst Ólafur birti yfirlýsingu fyrir helgi þar sem hann lýsti því að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna ósæmilegrar framkomu í garð konu og hann hyggðist því taka sér leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði og leita sér faglegrar aðstoðar. Bára Huld steig fram í dag sem umrædd kona og lýsti málavöxtum á annan hátt en Ágúst Ólafur hafði gert, og mun alvarlegri. Ágúst Ólafur svaraði þeirri lýsingu Báru síðar í dag og sagðist ekki hafa ætlað að rengja frásögn Báru. Misræmi í frásögnum þeirra tveggja megi rekja til mismunandi upplifunar þeirra á umræddum samskiptum.

„Því held ég að það verði afar erfitt fyrir hann að koma aftur“

Sigrún segir að hún hafi ekki aðrar upplýsingar en þær sem birst hafi í fjölmiðlum í dag. „Ég hugsa að eftir að þessar upplýsingar komu fram þá verði erfitt fyrir hann að snúa aftur inn á þing. Á þessari stundu veit ég samt svo sem bara það sem kemur fram í fjölmiðlum. En ég trúi alltaf þolendum sem greina frá og því held ég að það verði afar erfitt fyrir hann að koma aftur.“

Kvennahreyfingin stendur fyrir jólahittingi, bókakvöldi, seinnipartinn í dag. Sigrún segist viss um að þar verði þetta mál rætt en enn sem komið hafi ekki verið ákveðið að boða sérstakan fund vegna málsins. „En þetta brennur heitt á konum í flokknum, ég get alveg sagt þér það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár