Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

Sigrún Skafta­dótt­ir, formað­ur Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir mál Ág­ústs Ól­afs Ág­ústs­son­ar brenna heitt á kon­um í Sam­fylk­ing­unni. Hún trúi frá­sögn Báru Huld­ar Beck enda trúi hún frá­sögn­um þo­lenda.

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur
Brennur heitt á Samylkingarkonum Mál Ágústs Ólafs Ágústssonar brennur heitt á konum Samfylkingunni segir Sigrún Skaftadóttir, formaður Kvennahreyfingar flokksins. Hún segist eiga erfitt með að sjá fyrir sér að Ágúst geti snúið aftur á þing.

Sigrún Skaftadóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, segist þeirrar skoðunar að erfitt verði fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson að snúa aftur á þing eftir að lýsing Báru Huldar Beck á framkomu Ágústs Ólafs í sinn garð kom fram í dag. Málið liggi þungt á konum í flokknum.

Ágúst Ólafur birti yfirlýsingu fyrir helgi þar sem hann lýsti því að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna ósæmilegrar framkomu í garð konu og hann hyggðist því taka sér leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði og leita sér faglegrar aðstoðar. Bára Huld steig fram í dag sem umrædd kona og lýsti málavöxtum á annan hátt en Ágúst Ólafur hafði gert, og mun alvarlegri. Ágúst Ólafur svaraði þeirri lýsingu Báru síðar í dag og sagðist ekki hafa ætlað að rengja frásögn Báru. Misræmi í frásögnum þeirra tveggja megi rekja til mismunandi upplifunar þeirra á umræddum samskiptum.

„Því held ég að það verði afar erfitt fyrir hann að koma aftur“

Sigrún segir að hún hafi ekki aðrar upplýsingar en þær sem birst hafi í fjölmiðlum í dag. „Ég hugsa að eftir að þessar upplýsingar komu fram þá verði erfitt fyrir hann að snúa aftur inn á þing. Á þessari stundu veit ég samt svo sem bara það sem kemur fram í fjölmiðlum. En ég trúi alltaf þolendum sem greina frá og því held ég að það verði afar erfitt fyrir hann að koma aftur.“

Kvennahreyfingin stendur fyrir jólahittingi, bókakvöldi, seinnipartinn í dag. Sigrún segist viss um að þar verði þetta mál rætt en enn sem komið hafi ekki verið ákveðið að boða sérstakan fund vegna málsins. „En þetta brennur heitt á konum í flokknum, ég get alveg sagt þér það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár