Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

Sigrún Skafta­dótt­ir, formað­ur Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir mál Ág­ústs Ól­afs Ág­ústs­son­ar brenna heitt á kon­um í Sam­fylk­ing­unni. Hún trúi frá­sögn Báru Huld­ar Beck enda trúi hún frá­sögn­um þo­lenda.

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur
Brennur heitt á Samylkingarkonum Mál Ágústs Ólafs Ágústssonar brennur heitt á konum Samfylkingunni segir Sigrún Skaftadóttir, formaður Kvennahreyfingar flokksins. Hún segist eiga erfitt með að sjá fyrir sér að Ágúst geti snúið aftur á þing.

Sigrún Skaftadóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, segist þeirrar skoðunar að erfitt verði fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson að snúa aftur á þing eftir að lýsing Báru Huldar Beck á framkomu Ágústs Ólafs í sinn garð kom fram í dag. Málið liggi þungt á konum í flokknum.

Ágúst Ólafur birti yfirlýsingu fyrir helgi þar sem hann lýsti því að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna ósæmilegrar framkomu í garð konu og hann hyggðist því taka sér leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði og leita sér faglegrar aðstoðar. Bára Huld steig fram í dag sem umrædd kona og lýsti málavöxtum á annan hátt en Ágúst Ólafur hafði gert, og mun alvarlegri. Ágúst Ólafur svaraði þeirri lýsingu Báru síðar í dag og sagðist ekki hafa ætlað að rengja frásögn Báru. Misræmi í frásögnum þeirra tveggja megi rekja til mismunandi upplifunar þeirra á umræddum samskiptum.

„Því held ég að það verði afar erfitt fyrir hann að koma aftur“

Sigrún segir að hún hafi ekki aðrar upplýsingar en þær sem birst hafi í fjölmiðlum í dag. „Ég hugsa að eftir að þessar upplýsingar komu fram þá verði erfitt fyrir hann að snúa aftur inn á þing. Á þessari stundu veit ég samt svo sem bara það sem kemur fram í fjölmiðlum. En ég trúi alltaf þolendum sem greina frá og því held ég að það verði afar erfitt fyrir hann að koma aftur.“

Kvennahreyfingin stendur fyrir jólahittingi, bókakvöldi, seinnipartinn í dag. Sigrún segist viss um að þar verði þetta mál rætt en enn sem komið hafi ekki verið ákveðið að boða sérstakan fund vegna málsins. „En þetta brennur heitt á konum í flokknum, ég get alveg sagt þér það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár