Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

Sigrún Skafta­dótt­ir, formað­ur Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir mál Ág­ústs Ól­afs Ág­ústs­son­ar brenna heitt á kon­um í Sam­fylk­ing­unni. Hún trúi frá­sögn Báru Huld­ar Beck enda trúi hún frá­sögn­um þo­lenda.

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur
Brennur heitt á Samylkingarkonum Mál Ágústs Ólafs Ágústssonar brennur heitt á konum Samfylkingunni segir Sigrún Skaftadóttir, formaður Kvennahreyfingar flokksins. Hún segist eiga erfitt með að sjá fyrir sér að Ágúst geti snúið aftur á þing.

Sigrún Skaftadóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, segist þeirrar skoðunar að erfitt verði fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson að snúa aftur á þing eftir að lýsing Báru Huldar Beck á framkomu Ágústs Ólafs í sinn garð kom fram í dag. Málið liggi þungt á konum í flokknum.

Ágúst Ólafur birti yfirlýsingu fyrir helgi þar sem hann lýsti því að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna ósæmilegrar framkomu í garð konu og hann hyggðist því taka sér leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði og leita sér faglegrar aðstoðar. Bára Huld steig fram í dag sem umrædd kona og lýsti málavöxtum á annan hátt en Ágúst Ólafur hafði gert, og mun alvarlegri. Ágúst Ólafur svaraði þeirri lýsingu Báru síðar í dag og sagðist ekki hafa ætlað að rengja frásögn Báru. Misræmi í frásögnum þeirra tveggja megi rekja til mismunandi upplifunar þeirra á umræddum samskiptum.

„Því held ég að það verði afar erfitt fyrir hann að koma aftur“

Sigrún segir að hún hafi ekki aðrar upplýsingar en þær sem birst hafi í fjölmiðlum í dag. „Ég hugsa að eftir að þessar upplýsingar komu fram þá verði erfitt fyrir hann að snúa aftur inn á þing. Á þessari stundu veit ég samt svo sem bara það sem kemur fram í fjölmiðlum. En ég trúi alltaf þolendum sem greina frá og því held ég að það verði afar erfitt fyrir hann að koma aftur.“

Kvennahreyfingin stendur fyrir jólahittingi, bókakvöldi, seinnipartinn í dag. Sigrún segist viss um að þar verði þetta mál rætt en enn sem komið hafi ekki verið ákveðið að boða sérstakan fund vegna málsins. „En þetta brennur heitt á konum í flokknum, ég get alveg sagt þér það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár