Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

Ung­ur um­sækj­andi um al­þjóð­lega vernd, Houss­in Bsra­oi, varð fyr­ir grófri lík­ams­árás og var vís­að úr landi án vit­und­ar verj­anda og lög­reglu. Ákæru­vald­ið hef­ur sett hann á vitna­lista í máli gegn meint­um gerend­um.

Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér
Houssin Bsraoi Houssin var vísað úr landi eftir að hafa orðið fyrir grófri líkamsárás. Mynd: Facebook

Ungur hælisleitandi sem vísað var úr landi í byrjun árs er beðinn um að koma aftur til landsins til þess að gefa skýrslu um líkamsárás sem hann varð fyrir. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina án vitundar verjanda hans og lögreglumannanna sem fóru með rannsókn málsins. Fréttablaðið greinir frá.

Houssin Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni í janúar og var fluttur úr landi í kjölfarið. Houssin kom hingað til lands sumarið 2016 ásamt öðrum ungum pilti, Yassine, en þeir földu sig um borð í Norrænu til þess að komast í landið. Báðir sóttu þeir um alþjóðlega vernd og sögðust þeir vera undir 18 ára aldri.

Houssin er nú á vitnalista ákæruvaldsins sem brotaþoli og reynir héraðssaksóknari að flytja hann til landsins til að gefa skýrslu í samráði við önnur stjórnvöld, meðal annars ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytið og fulltrúa Íslands hjá Europol. Aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í héraðsdómi Suðurlands í gær en var frestað þar sem annar ákærðu mætti ekki til aðalmeðferðar.

Sá er Baldur Kolbeinsson, sem hefur lokið afplánun og er frjáls ferða sinna. Hinn ákærði er Trausti Rafn Henriksson og tekur ákæran gegn þeim til alvarlegustu gerðar líkamsárásar. Trausti neitar sök en Baldur hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar.

Á meðal gagna í málinu er upptaka úr öryggismyndavél af árásinni, sem fram fór í íþróttasal fangelsisins. Baldur var dæmdur árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni.

Houssin, sem er frá Marokkó, sótti um alþjóðlega vernd hér á landi, en var synjað um dvalarleyfi. Í framhaldinu reyndi hann að forðast brottvísun til heimalands síns með því að fara um borð í gámaskip á leið úr landi. Hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir fjögur tilvik þar sem hann fór um borð í skip og sætti loks ákæru fyrir annað tilvik þar sem hann reyndi hann að komast um borð í gámaskip Eimskipa á leið til Kanada.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár