Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

Ung­ur um­sækj­andi um al­þjóð­lega vernd, Houss­in Bsra­oi, varð fyr­ir grófri lík­ams­árás og var vís­að úr landi án vit­und­ar verj­anda og lög­reglu. Ákæru­vald­ið hef­ur sett hann á vitna­lista í máli gegn meint­um gerend­um.

Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér
Houssin Bsraoi Houssin var vísað úr landi eftir að hafa orðið fyrir grófri líkamsárás. Mynd: Facebook

Ungur hælisleitandi sem vísað var úr landi í byrjun árs er beðinn um að koma aftur til landsins til þess að gefa skýrslu um líkamsárás sem hann varð fyrir. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina án vitundar verjanda hans og lögreglumannanna sem fóru með rannsókn málsins. Fréttablaðið greinir frá.

Houssin Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni í janúar og var fluttur úr landi í kjölfarið. Houssin kom hingað til lands sumarið 2016 ásamt öðrum ungum pilti, Yassine, en þeir földu sig um borð í Norrænu til þess að komast í landið. Báðir sóttu þeir um alþjóðlega vernd og sögðust þeir vera undir 18 ára aldri.

Houssin er nú á vitnalista ákæruvaldsins sem brotaþoli og reynir héraðssaksóknari að flytja hann til landsins til að gefa skýrslu í samráði við önnur stjórnvöld, meðal annars ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytið og fulltrúa Íslands hjá Europol. Aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í héraðsdómi Suðurlands í gær en var frestað þar sem annar ákærðu mætti ekki til aðalmeðferðar.

Sá er Baldur Kolbeinsson, sem hefur lokið afplánun og er frjáls ferða sinna. Hinn ákærði er Trausti Rafn Henriksson og tekur ákæran gegn þeim til alvarlegustu gerðar líkamsárásar. Trausti neitar sök en Baldur hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar.

Á meðal gagna í málinu er upptaka úr öryggismyndavél af árásinni, sem fram fór í íþróttasal fangelsisins. Baldur var dæmdur árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni.

Houssin, sem er frá Marokkó, sótti um alþjóðlega vernd hér á landi, en var synjað um dvalarleyfi. Í framhaldinu reyndi hann að forðast brottvísun til heimalands síns með því að fara um borð í gámaskip á leið úr landi. Hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir fjögur tilvik þar sem hann fór um borð í skip og sætti loks ákæru fyrir annað tilvik þar sem hann reyndi hann að komast um borð í gámaskip Eimskipa á leið til Kanada.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár