Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

Ung­ur um­sækj­andi um al­þjóð­lega vernd, Houss­in Bsra­oi, varð fyr­ir grófri lík­ams­árás og var vís­að úr landi án vit­und­ar verj­anda og lög­reglu. Ákæru­vald­ið hef­ur sett hann á vitna­lista í máli gegn meint­um gerend­um.

Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér
Houssin Bsraoi Houssin var vísað úr landi eftir að hafa orðið fyrir grófri líkamsárás. Mynd: Facebook

Ungur hælisleitandi sem vísað var úr landi í byrjun árs er beðinn um að koma aftur til landsins til þess að gefa skýrslu um líkamsárás sem hann varð fyrir. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina án vitundar verjanda hans og lögreglumannanna sem fóru með rannsókn málsins. Fréttablaðið greinir frá.

Houssin Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni í janúar og var fluttur úr landi í kjölfarið. Houssin kom hingað til lands sumarið 2016 ásamt öðrum ungum pilti, Yassine, en þeir földu sig um borð í Norrænu til þess að komast í landið. Báðir sóttu þeir um alþjóðlega vernd og sögðust þeir vera undir 18 ára aldri.

Houssin er nú á vitnalista ákæruvaldsins sem brotaþoli og reynir héraðssaksóknari að flytja hann til landsins til að gefa skýrslu í samráði við önnur stjórnvöld, meðal annars ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytið og fulltrúa Íslands hjá Europol. Aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í héraðsdómi Suðurlands í gær en var frestað þar sem annar ákærðu mætti ekki til aðalmeðferðar.

Sá er Baldur Kolbeinsson, sem hefur lokið afplánun og er frjáls ferða sinna. Hinn ákærði er Trausti Rafn Henriksson og tekur ákæran gegn þeim til alvarlegustu gerðar líkamsárásar. Trausti neitar sök en Baldur hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar.

Á meðal gagna í málinu er upptaka úr öryggismyndavél af árásinni, sem fram fór í íþróttasal fangelsisins. Baldur var dæmdur árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni.

Houssin, sem er frá Marokkó, sótti um alþjóðlega vernd hér á landi, en var synjað um dvalarleyfi. Í framhaldinu reyndi hann að forðast brottvísun til heimalands síns með því að fara um borð í gámaskip á leið úr landi. Hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir fjögur tilvik þar sem hann fór um borð í skip og sætti loks ákæru fyrir annað tilvik þar sem hann reyndi hann að komast um borð í gámaskip Eimskipa á leið til Kanada.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár