Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jónas hættir sem formaður Sjómanna­félagsins og segir „áhlaupinu“ lokið

Jón­as Garð­ars­son, formað­ur Sjó­manna­fé­lags Ís­lands, seg­ir að áhlaupi á fé­lag­ið sé nú lok­ið. Hann hyggst hætta sem formað­ur til að flýta fyr­ir því að hægt verði að ná víð­tækri sam­stöðu inn­an fé­lags­ins.

Jónas hættir sem formaður Sjómanna­félagsins og segir „áhlaupinu“ lokið

Jónas Garðarsson ætlar að hætta sem formaður Sjómannafélags Íslands, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér og Fréttablaðið vísar til. Þetta segist hann meðal annars gera til þess að flýta fyrir því að hægt sé að ná víðtækri samstöðu innan Sjómannafélags Íslands, en félagið hefur verið mikið til umræðu eftir að stjórn þess ákvað að víkja félagsmanninum Heiðveigu Maríu Einarsdóttur úr félaginu fyrir að vega að hagsmunum þess. 

„Það verður verkefni nýrrar forystu að sameina á nýjan leik þann styrk sem felst í víðtækri samstöðu innan Sjómannafélags Íslands og lagt hefur grunn að þeim mikla árangri sem náðst hefur á undanförnum árum. Sú vinna þolir enga bið. Til þess að flýta fyrir því ferli hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins,“ segir Jónas sem tekur fram að áhlaupi á félagið hafi verið hrundið. 

Jónas talar um „áhlaupshóp“ sem hafi fundið í honum „snöggan blett á félaginu og nýtti sér hann út í ystu æsar. Það gerði hann þrátt fyrir að ég hafi strax síðastliðið sumar gefið út yfirlýsingu um að ég myndi ekki bjóða mig fram til áframhaldandi formennsku í félaginu.“ Þá segir hann gagnrýni á félagið hafa snúist meira um hans eigin persónu en störf hans fyrir félagið. „Minnst af þeirri umfjöllun hefur snúist um gagnrýni á störf mín fyrir félagið heldur annars vegar um launakostnað félagsins vegna mín, sem sagður var um þrefalt hærri en raun er á, og hins vegar upprifjun á sorglegum atburðum í einkalífi mínu.“

Stundin greindi frá því í þann 9. nóvember að Jónas væri hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins, en hann var með um 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2016, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra sem nálgast má á vefsíðunni tekjur.is. Hluti þessar tekna runnu frá Alþjóðlega flutningaverkamannasambandinu, ITF, í gegnum Sjómannafélag Íslands, til Jónasar sem sinnir starfi umboðsmanns hjá ITF.

Félagið hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, sérstaklega eftir að Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, var gerð brottræk þaðan á þeirri forsendu að hún hefði skaðað hagsmuni félagsins með gagnrýni sinni. Heiðveig hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og meðal annars sakað hana um að hafa breytt lögum þess án heimildar. Ein þessara lagabreytinga fól í sér breytingu á kjörgengi félagsmanna sem þurfa nú að hafa verið skráðir í félagið í þrjú ár til þess að geta boðið sig fram til trúnaðarstarfa. Heiðveig hefur meðal annars bent á að þessi breyting hafi verið gerð til þess að koma í veg fyrir framboð hennar til formanns.

Stundin greindi nýlega frá því að Sjómannafélag Íslands hefði greitt tæpar 35 milljónir króna í laun og launatengd gjöld árið 2015, ef marka má óundirritaðan ársreikning félagsins fyrir 2015. Þrír starfsmenn félagsins fengu því samanlagt um þrjátíu milljónir króna í laun frá félaginu þetta sama ár, ef frá eru talin launatengd gjöld. Þetta þýðir að meðaltekjur hvers starfsmanns eru um ein milljón króna á mánuði. Þá greindi Stundin einnig frá því að Hallur Hallsson hefði fengið þrettán milljónir króna fyrir að rita sögu félagsins og 1,2 milljónir fyrir ritun upplýsingabæklings. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár