Jónas hættir sem formaður Sjómanna­félagsins og segir „áhlaupinu“ lokið

Jón­as Garð­ars­son, formað­ur Sjó­manna­fé­lags Ís­lands, seg­ir að áhlaupi á fé­lag­ið sé nú lok­ið. Hann hyggst hætta sem formað­ur til að flýta fyr­ir því að hægt verði að ná víð­tækri sam­stöðu inn­an fé­lags­ins.

Jónas hættir sem formaður Sjómanna­félagsins og segir „áhlaupinu“ lokið

Jónas Garðarsson ætlar að hætta sem formaður Sjómannafélags Íslands, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér og Fréttablaðið vísar til. Þetta segist hann meðal annars gera til þess að flýta fyrir því að hægt sé að ná víðtækri samstöðu innan Sjómannafélags Íslands, en félagið hefur verið mikið til umræðu eftir að stjórn þess ákvað að víkja félagsmanninum Heiðveigu Maríu Einarsdóttur úr félaginu fyrir að vega að hagsmunum þess. 

„Það verður verkefni nýrrar forystu að sameina á nýjan leik þann styrk sem felst í víðtækri samstöðu innan Sjómannafélags Íslands og lagt hefur grunn að þeim mikla árangri sem náðst hefur á undanförnum árum. Sú vinna þolir enga bið. Til þess að flýta fyrir því ferli hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins,“ segir Jónas sem tekur fram að áhlaupi á félagið hafi verið hrundið. 

Jónas talar um „áhlaupshóp“ sem hafi fundið í honum „snöggan blett á félaginu og nýtti sér hann út í ystu æsar. Það gerði hann þrátt fyrir að ég hafi strax síðastliðið sumar gefið út yfirlýsingu um að ég myndi ekki bjóða mig fram til áframhaldandi formennsku í félaginu.“ Þá segir hann gagnrýni á félagið hafa snúist meira um hans eigin persónu en störf hans fyrir félagið. „Minnst af þeirri umfjöllun hefur snúist um gagnrýni á störf mín fyrir félagið heldur annars vegar um launakostnað félagsins vegna mín, sem sagður var um þrefalt hærri en raun er á, og hins vegar upprifjun á sorglegum atburðum í einkalífi mínu.“

Stundin greindi frá því í þann 9. nóvember að Jónas væri hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins, en hann var með um 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2016, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra sem nálgast má á vefsíðunni tekjur.is. Hluti þessar tekna runnu frá Alþjóðlega flutningaverkamannasambandinu, ITF, í gegnum Sjómannafélag Íslands, til Jónasar sem sinnir starfi umboðsmanns hjá ITF.

Félagið hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, sérstaklega eftir að Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, var gerð brottræk þaðan á þeirri forsendu að hún hefði skaðað hagsmuni félagsins með gagnrýni sinni. Heiðveig hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og meðal annars sakað hana um að hafa breytt lögum þess án heimildar. Ein þessara lagabreytinga fól í sér breytingu á kjörgengi félagsmanna sem þurfa nú að hafa verið skráðir í félagið í þrjú ár til þess að geta boðið sig fram til trúnaðarstarfa. Heiðveig hefur meðal annars bent á að þessi breyting hafi verið gerð til þess að koma í veg fyrir framboð hennar til formanns.

Stundin greindi nýlega frá því að Sjómannafélag Íslands hefði greitt tæpar 35 milljónir króna í laun og launatengd gjöld árið 2015, ef marka má óundirritaðan ársreikning félagsins fyrir 2015. Þrír starfsmenn félagsins fengu því samanlagt um þrjátíu milljónir króna í laun frá félaginu þetta sama ár, ef frá eru talin launatengd gjöld. Þetta þýðir að meðaltekjur hvers starfsmanns eru um ein milljón króna á mánuði. Þá greindi Stundin einnig frá því að Hallur Hallsson hefði fengið þrettán milljónir króna fyrir að rita sögu félagsins og 1,2 milljónir fyrir ritun upplýsingabæklings. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár