Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jónas hættir sem formaður Sjómanna­félagsins og segir „áhlaupinu“ lokið

Jón­as Garð­ars­son, formað­ur Sjó­manna­fé­lags Ís­lands, seg­ir að áhlaupi á fé­lag­ið sé nú lok­ið. Hann hyggst hætta sem formað­ur til að flýta fyr­ir því að hægt verði að ná víð­tækri sam­stöðu inn­an fé­lags­ins.

Jónas hættir sem formaður Sjómanna­félagsins og segir „áhlaupinu“ lokið

Jónas Garðarsson ætlar að hætta sem formaður Sjómannafélags Íslands, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér og Fréttablaðið vísar til. Þetta segist hann meðal annars gera til þess að flýta fyrir því að hægt sé að ná víðtækri samstöðu innan Sjómannafélags Íslands, en félagið hefur verið mikið til umræðu eftir að stjórn þess ákvað að víkja félagsmanninum Heiðveigu Maríu Einarsdóttur úr félaginu fyrir að vega að hagsmunum þess. 

„Það verður verkefni nýrrar forystu að sameina á nýjan leik þann styrk sem felst í víðtækri samstöðu innan Sjómannafélags Íslands og lagt hefur grunn að þeim mikla árangri sem náðst hefur á undanförnum árum. Sú vinna þolir enga bið. Til þess að flýta fyrir því ferli hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem formaður félagsins,“ segir Jónas sem tekur fram að áhlaupi á félagið hafi verið hrundið. 

Jónas talar um „áhlaupshóp“ sem hafi fundið í honum „snöggan blett á félaginu og nýtti sér hann út í ystu æsar. Það gerði hann þrátt fyrir að ég hafi strax síðastliðið sumar gefið út yfirlýsingu um að ég myndi ekki bjóða mig fram til áframhaldandi formennsku í félaginu.“ Þá segir hann gagnrýni á félagið hafa snúist meira um hans eigin persónu en störf hans fyrir félagið. „Minnst af þeirri umfjöllun hefur snúist um gagnrýni á störf mín fyrir félagið heldur annars vegar um launakostnað félagsins vegna mín, sem sagður var um þrefalt hærri en raun er á, og hins vegar upprifjun á sorglegum atburðum í einkalífi mínu.“

Stundin greindi frá því í þann 9. nóvember að Jónas væri hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins, en hann var með um 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2016, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra sem nálgast má á vefsíðunni tekjur.is. Hluti þessar tekna runnu frá Alþjóðlega flutningaverkamannasambandinu, ITF, í gegnum Sjómannafélag Íslands, til Jónasar sem sinnir starfi umboðsmanns hjá ITF.

Félagið hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, sérstaklega eftir að Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, var gerð brottræk þaðan á þeirri forsendu að hún hefði skaðað hagsmuni félagsins með gagnrýni sinni. Heiðveig hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og meðal annars sakað hana um að hafa breytt lögum þess án heimildar. Ein þessara lagabreytinga fól í sér breytingu á kjörgengi félagsmanna sem þurfa nú að hafa verið skráðir í félagið í þrjú ár til þess að geta boðið sig fram til trúnaðarstarfa. Heiðveig hefur meðal annars bent á að þessi breyting hafi verið gerð til þess að koma í veg fyrir framboð hennar til formanns.

Stundin greindi nýlega frá því að Sjómannafélag Íslands hefði greitt tæpar 35 milljónir króna í laun og launatengd gjöld árið 2015, ef marka má óundirritaðan ársreikning félagsins fyrir 2015. Þrír starfsmenn félagsins fengu því samanlagt um þrjátíu milljónir króna í laun frá félaginu þetta sama ár, ef frá eru talin launatengd gjöld. Þetta þýðir að meðaltekjur hvers starfsmanns eru um ein milljón króna á mánuði. Þá greindi Stundin einnig frá því að Hallur Hallsson hefði fengið þrettán milljónir króna fyrir að rita sögu félagsins og 1,2 milljónir fyrir ritun upplýsingabæklings. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár