Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lilja: Miðflokkskarlarnir eru ofbeldismenn og mega ekki fara með dagskrárvaldið á Íslandi: „Þeir stýra okkur ekki“

„Ég bogn­aði en ég ætla ekki að láta þetta brjóta mig,“ sagði Lilja Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um klám­feng­inn mál­flutn­ing þing­manna í Mið­flokkn­um sem hún upp­lif­ir sem stór­kost­lega árás.

Lilja: Miðflokkskarlarnir eru ofbeldismenn og mega ekki fara með dagskrárvaldið á Íslandi: „Þeir stýra okkur ekki“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason eru ofbeldismenn sem eiga ekki að koma nálægt stjórn landsins. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi í kvöld. Þingmennirnir ræddu með ógeðfelldum og klámfengnum hætti um Lilju á Klaustri bar þann 20. nóvember. 

„Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn. Ég segi bara að þetta er alveg skýrt í mínum huga. Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi,“ sagði Lilja sem áttaði sig ekki á því hversu mikið málið hefði fengið á hana fyrr en hún sá mynd sem einhver hafði deilt af Bergþóri á Facebook. „Þegar ég sá myndina, mér brá. Mér fannst bara óþægilegt að sjá andlitið á honum. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði orðið fyrir stórkostlegri árás. Ég sætti mig ekki við það.“

Hún sagði viðbrögð þremenningana í kjölfar uppljóstranana sýna virðingarleysi. Það hafi verið önnur vonbrigði að sjá hvernig þeir tækju ekki ábyrgð á því sem þeir hefðu sagt. „Mér finnst þeir ekki átta sig á alvarleika málsins. Ég held að sterkur einstaklingur hefði iðrast, hann hefði borið ábyrgð á því sem hann hefði sagt. Hann hefði gengið fram af meiri myndugleika.“ Þá sagði hún að enginn af þremeningunum hefði hringt í hana til þess að biðja hana afsökunar. „Þeir hafa ekki sett sig símleiðis í samband við mig, ekkert af þessu fólki.“

Lilja viðurkenndi að hún muni eiga erfitt með að mæta þremenningunum í þinginu en hún telur að þeir verði hér eftir hunsaðir í störfum þingsins. „Þeir eiga ekki að hafa þetta dagskrárvald. Þeir stýra okkur ekki. Þetta er ofbeldi og ég ætla, þó að þetta fái á mig, ég held áfram og allar aðrar konur og allir þeir sem lent hafa í þessu,“ sagði Lilja sem ítrekaði oftar en einu sinni að hún liti á þessa menn sem ofbeldismenn sem hefðu beitt hana og fleiri konur ofbeldi, og að það væri óafsakanlegt.

„Ég viðurkenni það líka að ég bognaði en ég ætla ekki að láta þetta brjóta mig. Ég ætla að halda áfram að sinna mínum störfum og skyldum. Þetta fær mig bara enn frekar að vera mjög ákveðin í því sem ég er að gera og hrinda framfaramálum af stað,“ sagði Lilja sem tók fram að hún hefði fengið gríðarlega mikinn stuðning frá samráðherrum og þinginu. „En ég vil líka að það sé alveg skýrt, þetta er óboðlegt, þetta er óafsakanlegt og við viljum ekki að íslensku samfélagi sé stýrt af svona fólki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár