Bein útsending er í gangi frá málþinginu „„Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“ sem fram fer nú í Veröld - húsi Vigdísar á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Kvenréttindafélags Íslands.
Fjallað verður um „hæfni feðraveldisins til þess að laga sig að nýjum tímum, birtingarmyndir kynjafordóma, fötlunarfyrirlitningu og hatursorðræðu stjórnmálamanna“ og spurt „hvort feðraveldið sé að bregðast við #metoo-byltingunni og hvort enn sé litið á konur sem aðskotahlut í stjórnmálum“, samkvæmt tilkynningu.
Málþingið hefst með röð fræðilegra ör-erinda og að þeim loknum munu stjórnmálamenn fjalla um málin í pallborði. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.
Athugasemdir