Þið þekkið sjálfsagt flest pabbana og ömmurnar sem flytja langar ræður um hvernig allt var erfiðara í gamla daga og menn þurftu að vaða mannhæðarháa snjóskafla til þess eins að komast í skólann og ótrúlegustu hversdagshlutir voru munaður sem mönnum veittist í besta falli á jólum. Nýjasta bók Hallgríms Helgasonar er skáldsagnaútgáfan af þeim ýkjusögum – og rétt eins og þær er hún vissulega byggð á sönnum (en oft ýktum) atburðum.
Sextíu kíló af sólskini er stór og þung bók. 461 blaðsíða, ótal persónur og tonn af orðum, bæði nýjum og kannski ekki síður gömlum, það gömlum að þau hafa legið undir snjóskafli í áratugi eða aldir. Hér má finna mörg tonn af drullu og ennþá fleiri tonn af snjó og hafi, og mögulega er hægt, með góðum vilja, að tína til sextíu kíló af sólskini. …
Athugasemdir