Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Uppskrift að þjóð - Um Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason

Magn­að­ur texti og rann­sókn á þjóðareðli, þar sem ver­öld sem var er lýst af miklu list­fengi. Hins veg­ar vant­ar skýr­ari kjarna, sterk­ari þráð í gegn­um bók­ina alla – lausu end­arn­ir eru ansi marg­ir.

Uppskrift að þjóð - Um Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason
Stórvirki með lausa enda Bók Hallgríms er stór og mögnuð, en með marga lausa enda.

Þið þekkið sjálfsagt flest pabbana og ömmurnar sem flytja langar ræður um hvernig allt var erfiðara í gamla daga og menn þurftu að vaða mannhæðarháa snjóskafla til þess eins að komast í skólann og ótrúlegustu hversdagshlutir voru munaður sem mönnum veittist í besta falli á jólum. Nýjasta bók Hallgríms Helgasonar er skáldsagnaútgáfan af þeim ýkjusögum – og rétt eins og þær er hún vissulega byggð á sönnum (en oft ýktum) atburðum.

Sextíu kíló af sólskini er stór og þung bók. 461 blaðsíða, ótal persónur og tonn af orðum, bæði nýjum og kannski ekki síður gömlum, það gömlum að þau hafa legið undir snjóskafli í áratugi eða aldir. Hér má finna mörg tonn af drullu og ennþá fleiri tonn af snjó og hafi, og mögulega er hægt, með góðum vilja, að tína til sextíu kíló af sólskini. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár