Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsetaembættið telur kvörtunarbréf sendiherra Póllands ekki eiga sér fordæmi

Örn­ólf­ur Thors­son, for­seta­rit­ari, tel­ur að send­herra Pól­lands á Ís­landi hafi gert mis­tök þeg­ar hann kvart­aði und­an um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar í bréfi til ís­lenskra ráða­manna. Sendi­herr­ann sagði um­fjöll­un geta skað­að sam­skipti ríkj­anna. Eng­inn hjá for­seta­embætt­inu man eft­ir við­líka bréfa­send­ing­um er­lends sendi­herra á Ís­landi.

Forsetaembættið telur kvörtunarbréf sendiherra Póllands ekki eiga sér fordæmi

Embætti forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, hefur ekki svarað bréfi sem sendiherra Póllands sendi á skrifstofu forseta Íslands þann 15. nóvember síðastliðinn. Þar kvartaði sendiherrann undan umfjöllun Stundarinnar og sagði hana ógna samskiptum Íslands og Póllands. Ólíklegt verður að teljast að nokkur fordæmi séu fyrir annarri eins bréfasendingu hér á landi. Þetta kemur fram í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara við spurningum Kristins Hrafnssonar, ritstjóra Wikileaks, sem skrifar um málið í Kvennablaðinu. Þar kemur jafnframt fram að forsetaritari eigi ekki von á því að forsetaembættið muni svara erindinu.

Það vakti nýverið athygli þegar sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszynski, brást við fréttaflutningi Stundarinnar af sjálfstæðisgöngu sem pólskir ráðamenn leiddu í gegnum Varsjá þann 11. nóvember síðastliðinn í fylgd hópa öfgahægrimanna, með því að senda erindi á helstu ráðamenn Íslands þar sem hann sakaði fjölmiðilinn um að vega að pólsku þjóðinni. Bréf sendiherrans var sent á skrifstofur forseta, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og Alþingis Íslendinga en þar lýsti hann því yfir að fréttaflutningur Stundarinnar gæti skaðað samskipti ríkjanna tveggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást við með því að árétta að á Íslandi ríkir fjölmiðlafrelsi.

Segir sendinguna brot á Vínarsáttmála

Kvennablaðið hefur eftir forsetaritara að hann telji að sendiherrann hafi gert mistök með bréfasendingunni. Þá telur hann ekki nokkur fordæmi fyrir sendingu af þessu tagi. „Ekki væri útilokað að eitthvað sambærilegt hefði einhvern tímann gerst á lýðveldistímanum en þrátt fyrir langminni manna hjá embættinum myndi enginn eftir neinu sambærilegu,“ segir í umfjöllun Kristins sem bendir á að bréfasendingu sendiherrans megi auðveldlega túlka sem brot á Vínarsamningnum um diplómatísk samskipti ríkja.

„Erfitt er að að skilja þær sendingar öðruvísi en einhvers konar ætlun um að þessi embætti skipti sér af frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Vínarsamningurinn kveður skýrt á um að sendiherrum er ekki heimilt að skipta sér af innanríkismálum gistiríkis. Þess utan er samskiptum sendiherra settar stífar skorður, samkvæmt sama samningi og á sendiherra að beina öllum erindum sínum til Utanríkisráðuneytis, telji hann sig þurfa að tala við stjórnvöld á annað borð. Vandséð er því annað en að erindi af þessu tagi til Forseta og forsætisráðherra sé brot á þeim ákvæðum, hvað sem líður afskiptum af innanríkismálum,“ skrifar Kristinn sem sendi einnig fyrirspurn á utanríkisráðuneytið og forsætisáðuneytið vegna málsins. 

Ráðuneytið telji bréfið „innan eðlilegra marka“

Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Kristins en í svari utanríkisráðuneytisins segir: „sendiherrum erlendra ríkja er frjálst að tjá sig við fjölmiðla um mál sem varða þeirra eigin ríki en um leið er öllum erlendum sendimönnum á íslandi kunnugt um að íslensk stjórnvöld hafa hvorki rétt né vilja til ritsjórnarlegra afskipta af fjölmiðlum“. Kristinn segir utanríkisráðuneytið því líta svo á málið að það hafi ekki fengið formlegt erindi frá sendiherranum og muni því ekki að bregðast við. „Í svari ráðuneytisins má ætla að það telji að hið makalausa bréf til Stundarinnar, sem m.a. hefur leitt til holskeflu hótana í garð blaðsins og þess blaðamanns sem skrifaði greinina – en hann er sérstaklega nanfgreindur í erindi sendiherrans – sé innan eðlilegra marka.“ 

Í kjölfar bréfasendingar sendiherrans og umfjöllunar um málið, meðal annars í pólskum fjölmiðlum, fór ritstjórn Stundarinnar að berast ógrynni hatursfullra skilaboða. Innihald þeirra byggði að mestu leyti á þeirri sýn sem sendiherrann hafði sett fram í bréfi sínu, um að Stundin hefði með einhverjum hætti vegið að pólsku þjóðinni með umfjöllun sinni, og rangfærslum þess efnis að blaðið hefði sakað alla Pólverja um að vera nasistar. Var Stundinni meðal annars skipað að eyða umræddri frétt innan sólarhrings auk þess sem einhverjir hótuðu því að blaðinu yrði stefnt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár