Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsetaembættið telur kvörtunarbréf sendiherra Póllands ekki eiga sér fordæmi

Örn­ólf­ur Thors­son, for­seta­rit­ari, tel­ur að send­herra Pól­lands á Ís­landi hafi gert mis­tök þeg­ar hann kvart­aði und­an um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar í bréfi til ís­lenskra ráða­manna. Sendi­herr­ann sagði um­fjöll­un geta skað­að sam­skipti ríkj­anna. Eng­inn hjá for­seta­embætt­inu man eft­ir við­líka bréfa­send­ing­um er­lends sendi­herra á Ís­landi.

Forsetaembættið telur kvörtunarbréf sendiherra Póllands ekki eiga sér fordæmi

Embætti forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, hefur ekki svarað bréfi sem sendiherra Póllands sendi á skrifstofu forseta Íslands þann 15. nóvember síðastliðinn. Þar kvartaði sendiherrann undan umfjöllun Stundarinnar og sagði hana ógna samskiptum Íslands og Póllands. Ólíklegt verður að teljast að nokkur fordæmi séu fyrir annarri eins bréfasendingu hér á landi. Þetta kemur fram í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara við spurningum Kristins Hrafnssonar, ritstjóra Wikileaks, sem skrifar um málið í Kvennablaðinu. Þar kemur jafnframt fram að forsetaritari eigi ekki von á því að forsetaembættið muni svara erindinu.

Það vakti nýverið athygli þegar sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszynski, brást við fréttaflutningi Stundarinnar af sjálfstæðisgöngu sem pólskir ráðamenn leiddu í gegnum Varsjá þann 11. nóvember síðastliðinn í fylgd hópa öfgahægrimanna, með því að senda erindi á helstu ráðamenn Íslands þar sem hann sakaði fjölmiðilinn um að vega að pólsku þjóðinni. Bréf sendiherrans var sent á skrifstofur forseta, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og Alþingis Íslendinga en þar lýsti hann því yfir að fréttaflutningur Stundarinnar gæti skaðað samskipti ríkjanna tveggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást við með því að árétta að á Íslandi ríkir fjölmiðlafrelsi.

Segir sendinguna brot á Vínarsáttmála

Kvennablaðið hefur eftir forsetaritara að hann telji að sendiherrann hafi gert mistök með bréfasendingunni. Þá telur hann ekki nokkur fordæmi fyrir sendingu af þessu tagi. „Ekki væri útilokað að eitthvað sambærilegt hefði einhvern tímann gerst á lýðveldistímanum en þrátt fyrir langminni manna hjá embættinum myndi enginn eftir neinu sambærilegu,“ segir í umfjöllun Kristins sem bendir á að bréfasendingu sendiherrans megi auðveldlega túlka sem brot á Vínarsamningnum um diplómatísk samskipti ríkja.

„Erfitt er að að skilja þær sendingar öðruvísi en einhvers konar ætlun um að þessi embætti skipti sér af frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Vínarsamningurinn kveður skýrt á um að sendiherrum er ekki heimilt að skipta sér af innanríkismálum gistiríkis. Þess utan er samskiptum sendiherra settar stífar skorður, samkvæmt sama samningi og á sendiherra að beina öllum erindum sínum til Utanríkisráðuneytis, telji hann sig þurfa að tala við stjórnvöld á annað borð. Vandséð er því annað en að erindi af þessu tagi til Forseta og forsætisráðherra sé brot á þeim ákvæðum, hvað sem líður afskiptum af innanríkismálum,“ skrifar Kristinn sem sendi einnig fyrirspurn á utanríkisráðuneytið og forsætisáðuneytið vegna málsins. 

Ráðuneytið telji bréfið „innan eðlilegra marka“

Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Kristins en í svari utanríkisráðuneytisins segir: „sendiherrum erlendra ríkja er frjálst að tjá sig við fjölmiðla um mál sem varða þeirra eigin ríki en um leið er öllum erlendum sendimönnum á íslandi kunnugt um að íslensk stjórnvöld hafa hvorki rétt né vilja til ritsjórnarlegra afskipta af fjölmiðlum“. Kristinn segir utanríkisráðuneytið því líta svo á málið að það hafi ekki fengið formlegt erindi frá sendiherranum og muni því ekki að bregðast við. „Í svari ráðuneytisins má ætla að það telji að hið makalausa bréf til Stundarinnar, sem m.a. hefur leitt til holskeflu hótana í garð blaðsins og þess blaðamanns sem skrifaði greinina – en hann er sérstaklega nanfgreindur í erindi sendiherrans – sé innan eðlilegra marka.“ 

Í kjölfar bréfasendingar sendiherrans og umfjöllunar um málið, meðal annars í pólskum fjölmiðlum, fór ritstjórn Stundarinnar að berast ógrynni hatursfullra skilaboða. Innihald þeirra byggði að mestu leyti á þeirri sýn sem sendiherrann hafði sett fram í bréfi sínu, um að Stundin hefði með einhverjum hætti vegið að pólsku þjóðinni með umfjöllun sinni, og rangfærslum þess efnis að blaðið hefði sakað alla Pólverja um að vera nasistar. Var Stundinni meðal annars skipað að eyða umræddri frétt innan sólarhrings auk þess sem einhverjir hótuðu því að blaðinu yrði stefnt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár