Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsetaembættið telur kvörtunarbréf sendiherra Póllands ekki eiga sér fordæmi

Örn­ólf­ur Thors­son, for­seta­rit­ari, tel­ur að send­herra Pól­lands á Ís­landi hafi gert mis­tök þeg­ar hann kvart­aði und­an um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar í bréfi til ís­lenskra ráða­manna. Sendi­herr­ann sagði um­fjöll­un geta skað­að sam­skipti ríkj­anna. Eng­inn hjá for­seta­embætt­inu man eft­ir við­líka bréfa­send­ing­um er­lends sendi­herra á Ís­landi.

Forsetaembættið telur kvörtunarbréf sendiherra Póllands ekki eiga sér fordæmi

Embætti forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, hefur ekki svarað bréfi sem sendiherra Póllands sendi á skrifstofu forseta Íslands þann 15. nóvember síðastliðinn. Þar kvartaði sendiherrann undan umfjöllun Stundarinnar og sagði hana ógna samskiptum Íslands og Póllands. Ólíklegt verður að teljast að nokkur fordæmi séu fyrir annarri eins bréfasendingu hér á landi. Þetta kemur fram í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara við spurningum Kristins Hrafnssonar, ritstjóra Wikileaks, sem skrifar um málið í Kvennablaðinu. Þar kemur jafnframt fram að forsetaritari eigi ekki von á því að forsetaembættið muni svara erindinu.

Það vakti nýverið athygli þegar sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszynski, brást við fréttaflutningi Stundarinnar af sjálfstæðisgöngu sem pólskir ráðamenn leiddu í gegnum Varsjá þann 11. nóvember síðastliðinn í fylgd hópa öfgahægrimanna, með því að senda erindi á helstu ráðamenn Íslands þar sem hann sakaði fjölmiðilinn um að vega að pólsku þjóðinni. Bréf sendiherrans var sent á skrifstofur forseta, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og Alþingis Íslendinga en þar lýsti hann því yfir að fréttaflutningur Stundarinnar gæti skaðað samskipti ríkjanna tveggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást við með því að árétta að á Íslandi ríkir fjölmiðlafrelsi.

Segir sendinguna brot á Vínarsáttmála

Kvennablaðið hefur eftir forsetaritara að hann telji að sendiherrann hafi gert mistök með bréfasendingunni. Þá telur hann ekki nokkur fordæmi fyrir sendingu af þessu tagi. „Ekki væri útilokað að eitthvað sambærilegt hefði einhvern tímann gerst á lýðveldistímanum en þrátt fyrir langminni manna hjá embættinum myndi enginn eftir neinu sambærilegu,“ segir í umfjöllun Kristins sem bendir á að bréfasendingu sendiherrans megi auðveldlega túlka sem brot á Vínarsamningnum um diplómatísk samskipti ríkja.

„Erfitt er að að skilja þær sendingar öðruvísi en einhvers konar ætlun um að þessi embætti skipti sér af frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Vínarsamningurinn kveður skýrt á um að sendiherrum er ekki heimilt að skipta sér af innanríkismálum gistiríkis. Þess utan er samskiptum sendiherra settar stífar skorður, samkvæmt sama samningi og á sendiherra að beina öllum erindum sínum til Utanríkisráðuneytis, telji hann sig þurfa að tala við stjórnvöld á annað borð. Vandséð er því annað en að erindi af þessu tagi til Forseta og forsætisráðherra sé brot á þeim ákvæðum, hvað sem líður afskiptum af innanríkismálum,“ skrifar Kristinn sem sendi einnig fyrirspurn á utanríkisráðuneytið og forsætisáðuneytið vegna málsins. 

Ráðuneytið telji bréfið „innan eðlilegra marka“

Forsætisráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Kristins en í svari utanríkisráðuneytisins segir: „sendiherrum erlendra ríkja er frjálst að tjá sig við fjölmiðla um mál sem varða þeirra eigin ríki en um leið er öllum erlendum sendimönnum á íslandi kunnugt um að íslensk stjórnvöld hafa hvorki rétt né vilja til ritsjórnarlegra afskipta af fjölmiðlum“. Kristinn segir utanríkisráðuneytið því líta svo á málið að það hafi ekki fengið formlegt erindi frá sendiherranum og muni því ekki að bregðast við. „Í svari ráðuneytisins má ætla að það telji að hið makalausa bréf til Stundarinnar, sem m.a. hefur leitt til holskeflu hótana í garð blaðsins og þess blaðamanns sem skrifaði greinina – en hann er sérstaklega nanfgreindur í erindi sendiherrans – sé innan eðlilegra marka.“ 

Í kjölfar bréfasendingar sendiherrans og umfjöllunar um málið, meðal annars í pólskum fjölmiðlum, fór ritstjórn Stundarinnar að berast ógrynni hatursfullra skilaboða. Innihald þeirra byggði að mestu leyti á þeirri sýn sem sendiherrann hafði sett fram í bréfi sínu, um að Stundin hefði með einhverjum hætti vegið að pólsku þjóðinni með umfjöllun sinni, og rangfærslum þess efnis að blaðið hefði sakað alla Pólverja um að vera nasistar. Var Stundinni meðal annars skipað að eyða umræddri frétt innan sólarhrings auk þess sem einhverjir hótuðu því að blaðinu yrði stefnt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár